Frakkland d. 31. mars 1945
Maria Skobtsova fæddist í Riga 1891. Fjölskyldan fluttist til Rússland og þar stundaði hún nám við guðfræðiskóla rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, tók þátt í samræðum við forgöngumenn byltingarinnar og var nákomin heimspekingnum Berdjajv. Eftir byltinguna varð María borgarstjóri í Anapa, en neyddist til að flýja land, ásamt þúsundum annars kristins fólks. Hún komst til Parísar þar sem hún tók virkan þátt í rússnesk-orþódoxu stúdentahreyfingunni og lagði sig fram um að hjálpa nauðstöddum rússneskum flóttamönnum. Loks gerðist hún nunna. Þegar síðari heimstyrjöldin braust út vann hún að umfangsmiklu hjálparstarfi, ekki síst til bjargar Gyðingum. Árið 1943 handtók þýska hernámsliðið hana og færði hana í fangabúðirnar í Ravensbrück. Á aðfangadag páska árið 1945 var hún deydd í gasklefa. „Leiðin til Guðs liggur gegnum umhyggjuna um náungann, það er enginn önnur leið,“ skrifaði hún. Það var fullvissa hennar og líf.
Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, létu hann skíra sig í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar. Þegar Jóhannes sá að margir farísear og saddúkear komu til skírnar sagði hann við þá: „Þið nöðrukyn, hver kenndi ykkur að flýja komandi reiði? Sýnið í verki að þið hafið tekið sinnaskiptum! Látið ykkur ekki til hugar koma að þið getið sagt með sjálfum ykkur: Við eigum Abraham að föður. Ég segi ykkur að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. Öxin er þegar lögð að rótum trjánna og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Matt. 3. 5-10
Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.