Þá gekk Pétur til hans og spurði: „Drottinn, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann misgerir við mig? Svo sem sjö sinnum?“ Jesús svaraði: „Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.
Því að líkt er um himnaríki og konung sem vildi láta þjóna sína gera skil. Hann hóf reikningsskilin og var færður til hans maður er skuldaði tíu þúsund talentur. Sá gat ekkert borgað og bauð konungur þá að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu sem hann átti til lúkningar skuldinni. Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér allt. Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina. Þegar þjónn þessi kom út hitti hann einn samþjón sinn sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: Borga það sem þú skuldar! Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: Haf biðlund við mig og ég mun borga þér. En hann vildi það ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi uns hann hefði borgað skuldina. Þegar samþjónar hans sáu hvað orðið var urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt sem gerst hafði. Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp af því að þú baðst mig. Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum eins og ég miskunnaði þér? Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum uns hann hefði goldið allt sem hann skuldaði honum. Þannig mun og faðir minn himneskur gera við yður nema þér fyrirgefið af hjarta hvert öðru.“Það er ekki laust við að um mann fari óttahrollur. Ekki vegna þess að haustið og vetur komandi séu þess valdandi eða bankakreppan. Nei, það er miklu frekar guðspjallstextinn sem liggur til grundvallar á þessum sunnudegi sem er valdur að þessum ónotum. Hann gæti þessvegna verið úrdráttur úr fréttum síðastliðinna vikna nú eða efniviður sápuóperu. Efnistök eins og misgjörðir, skuldir, afskriftir, skuldaviðurkenning, ofbeldi, hefnd, ofstofpi, fangelsi, siðleysi, brostnar vonir, glæstar vonir og fyrirgefning. Allt þetta og meira til ef vilji er fyrir hendi er að finna í guðspjallstexta dagsins í dag.Matt 18.21-35
Þá stendur spurningin eftir á berangi hugans áður en lengra er haldið. Hvernig er hægt að koma þessu öllu saman svo illa fari? Það hlýtur að vera markmiðið í sjálfu sér þótt ætlunin er alls ekki svo? Svarið við spurningunni er raunar sáraeinföld. Þ.e.a.s. uppskriftin er einföld í rauninni fáránlega einföld - öllu þessu framantalda og kannski einhverju meiru til; allt eftir smekk hvers og eins, er hellt saman í stóra skál og hrært vel í þar til að engir kekkir verða eftir. Þá er því hellt í eldfast mót og látið bakast við háan hita í óákveðin tíma og útkoman er glund-roði að innan en það sést ekki fyrr en allt er um seinan þegar þeir sem biðu eftir að kæmi að sér að njóta kökunnar sem á yfirborðinu er fallega bökuð brún fá sér bita. Þess í stað að bragða á þétt bökuðu ljúfmeti því sem lagt var til rennur allt úr greipum í fang þess sem síst skyldi. Sitjandi eftir með fangið fullt af subbuskap glundroða, skuldum, migjörðum, siðleysi þeirra sem áttu að vita betur og gæta að hitastiginu skilur það eitt eftir að spurt er hversu oft maður eigi að fyrirgefa og þá hverjum. Frammi fyrir því stöndum við í dag, næstu daga vikur og mánuði -hversu oft og hversu lengi eigum við að fyrirgefa og þá hverjum eigum við að fyrirgefa og þá fyrirgefa hvað? Fyrirgefning er eitt og að fyrirgefa er annað. “Nafnorðið fyrirgefnig þýðir: lausn, frelsun, skuldalúkning, eftirgjöf, afnám, niðurfelling eða lúkning skulda. Sögnin að fyrirgefa merkir aftur á móti að losa undan, senda burt, yfirgefa, víkja til hliðar og sleppa.”
Þetta og meira til segir af í guðspjallinu - segir af konungi sem krafði þjóna sína um að sækja þá sem áttu eftir að gera upp sín mál – að gera reiknisskil. Þar segir líka að þessi konungur hafi verið réttlátur maður og horft í gegnum fingur sér með skilin – hann fyrirgaf - hann kenndi í brjósti um skuldunautin. Góður endir en endirinn var aðeins upphafið að öðru meira og verra því að hinn sami þjónn er fyrirgefningu hlaut átti sér skuldunaut sem engan griða fékk. Honum gert að gera reiknisskil hið fyrsta. Það var ekkert verið að horfa til aðstæðna og miskunnar.
Þetta hljómar óþægilega kunnulega í eyrum þessa dagana. Annarsvegar saga sem Jesú segir til ljúkningar máli sínu aðspurður um hvernig eigi að fyrirgefa náunga sínum og hversu oft eigi að fyrirgefa og hinsvegar raunveruleiki svo margra í dag og engin veit í raun hver endirinn verður. Við skulum vona að sagan sem skrifuð er í dag verði í anda sápuópera - endalaus. Sögulok þýðir það eitt að bókinni verður lokað, gefin, seld eða lögð í hillu geymslunnar, sem seint eða aldrei verður tekin fram.
Staðreyndin er sú að að fyrir mörgum er Biblían í hillu geymslunnar. Hún hafi ekkert að segja inn í aðstæður nútímanns. Þrátt fyrir að hún er Bók sem hefur í raun allt að segja inn í aðstæður einstaklinga og þjóða á öllum tímum ekki síst í dag þegar gefur á þjóðaskútuna - heldur alltaf. Hún er bók hún er sjóður sem ber vexti sem renna manni ekki úr greipum, það er loforð sem hægt er að standa við á tímum er gengi traustsins hefur fallið - hefur verið í lágmarki. Innihaldið laust hvenær sem er, engin binditími-ótæmandi vaxtasjóður sagna. Sögur sem eiga sér upphaf. Sögur sem eiga sér endir. Sögur sem mæta okkur á vegferð okkar kinka til okkar kolli, blikkar okkur, bregða fyrir okkur fæti, nærir okkur. Sögur sem fær okkur til að fella tár valda okkur angist. Sögur sem fá okkur til að hlægja, veita von og fullvissu um að við erum aldrei ein með hugsanir okkar og þrár, vonir og væntingar. Það er mikilvægt í dag að við vitum að við erum aldrei ein á ferð með hugsanir okkar, ótta og fögnuð.
Það eru margir í dag í samfélagi okkar sem finna sig í þeirri stöðu, miklu fleiri að ég held heldur en hinir í þeirri stöðu sem þjónninn sem segir frá í guðspjallinu fann sig í að vera tekin kverkataki og fá hreytt framan í sig: “Borga það sem þú skuldar…annars!” ekki aðeins einstaklingar heldur öll þjóðin. Það eru líka fleiri en hinir sem vilja standa í skilum og borga það sem þeir skulda en hafa ekki tök á því eins og staðan er í dag.
Það er hrópað hátt innra með og á torgum þessa dagana. Angistinni er varpað aldrei sem fyrr upp á flettiskilti möguleikanna á fjölförnum gatnamótum þar sem “leiðarljósin” virka ekki um stund – eru óvirk og úr verður ringulreið sem erfitt er að greiða úr, árekstrar, hróp og köll fyllir loft og hvað svo?
Er nema von að spurt er - hvað svo? Væntingarvísitalan eins og lasin ljósastaur er bregður daufri birtu á svörin sem gefin voru í gær en láta ekki sjá sig undir ljóstýru væntinga okkar skærara ljós sem mögulega gæti vísað okkur vegin áfram. Horfum um öxl og hvíslum í barm. Hefði ekki verið betra að við hefðum verið meðvituð um og fundið okkur í myrkri þess sem við vitum ekki hvað geymir í iðrum sér. Óttaslegin eins og börn sem þorðu ekki framúr rúminu að morgni lífsins með fæturna á undan vegna “skrímslisins” sem þar átti að lúra undir í myrkrinu og beið færis að grípa í hlýja fætur sem smeygðu sér undan sæng drauma og veruleika. Sá ótti er raunverulegur fyrir marga í dag ekki aðeins barna heldur og fullorðna – martröð - það hefði verið betra að kíkja undir og gæta að ekkert lygilegt “skrímsli”-raunverunnar væri að finna undir rúmi tímans sem breyðir makindalega úr sér og kallar á okkur eins og foreldri sem vill okkur það besta alltaf hvort heldur við erum tilbúin að svara kallinu eða ekki.
Talandi um lyginnar “skrímsli”-við vildum helst finna það og það núna. Einhver eða einhverjir vilja meina að það sé fundið það eigi aðeins eftir að kasta því í dýflissu myrkursins sem fer ekki mjúkum höndum um það heldur kæfi það svo það fær ekki mælt af munni um miskunn og fyrirgefningu því hana er ekki að hafa. Hún var eftir á rúmfleti tímans fyrirgefningin hárfín og viðkvæm svo mjög að erfitt er að greina hana og hafa til brúks þessa dagana. Það er ekki nýtt að fyrirgefningin og að fyrirgefa hefur löngum verið hárfín erfitt á tíðum að greina frá öðru því sem við látum frá okkur fara í töluðu orði í samskiptum okkar við náungann. Það hefur heldur engin sagt að fyrirgefa að vera fyrirgefið sé eitthvað sem við tínum upp af fleti eigin hugar því við erum ekki þess umkomin af eigin mætti. Við fyrirgefum vegna þess að faðirinn á himnum hefur veitt okkur fyrirgefningu.
Mennska okkar stendur þar á milli truflandi. Það er erfitt að fyrirgefa þeim sem hafa logið að okkur ekki ósvipað því sem sagði frá í guðspjallinu um þjónin sem sagði eitt en gerði annað gagnvart húsbónda sínum. Sýndi af sér undirlægju hátt eða getuleysi gagnvart þeim sem var stærri og sterkari og yfirgang þeim sem mátti sín minna. Þetta hefur gerst á öllum tímum og öllum stöðum. Í dag hljómar þetta óþægilega kunnulega í í eyrum svo að hroll setur að eins og ég komst að orði hér í upphafi. Stjórnmálamenn og viðskiptamenn okkar lands voru síljúgandi að okkur þegar þeir áttu að vita betur. Samskipti stórþjóðar gegn smáþjóð endurómar það sem segir frá í guðspjallinu sá stóri og sterki sýnir undirlægjuhátt gegn þeim sem er stærri en tekur þann smáa kverkataki og hótar öllu illu im leið og færi gefst til þess -“borgaðu eða þú hlýtur verra af.” Það er gert í skjóli þess að vitað er að þannig hefur það viðgengist lengi og komist upp með. Samfélag einstaklinga og samfélag þjóða gegnsýrt hnefarétti þess sterka gagnvart þeim sem minna mega sín. Þetta samfélag hefur verið komið á með okkar samþykki og þar er engin undaskilin ábyrgð. Við lifum ekki í tómarúmi heldur samfélagi þjóðar og þjóða. Rödd þeirra sem hafa reynt á benda á þessa meinvillu í samfélagi þjóða og ríkja og samskiptum manna hefur hingað til verið rödd hrópandans í eyðimörkinni. Það hefur líka verið sagt að ekkert er svo illt að boði ekki gott.
Það kann að vera erfitt að fyrirgefa þeim sem við vitum um, að hafi verið að ljúga upp í opið geðið á okkur og eða beitt ofbeldi á einn eða annan hátt, og hversu oft skildum við gera það? Hvað með okkur sjálf erum við eða vorum við gerendur á einn eða annan hátt erum við tilbúin að fyrirgefa okkur sjálfum sem lögðum eyru við þrátt fyrir að við heyrðum í garngauli lyginnar sem krafðist meira og meira af okkur og við sáum tækifæri til að ganga í burtu en gerðum það ekki heldur bættum í, kann það vera ein af staðreyndunum.
Í þeim gerningaratburðum sem við göngum í gegnum liggur einmitt tækifærið til að koma á veröld þar sem miskunn og fyrirgefning er sterkari en hnefaréttur þess sterka eins og verið hefur. Einhverjum kann að þykja það lögmál að því verði ekki breytt. Sá stóri og sterki mun alltaf böðlast á þeim sem minna mega sín. Þannig hefur það verið og þannig mun það verða áfram, aðeins ef við leyfum það. Konungurinn sem sagði frá í guðspjallinu leyfði það ekki og brást við samkvæmt því ekki fyrr en annað var reynt. Til þess að eitthvað gott standi eftir þegar storminum slotar og við förum að sjá fram fyrir tærnar okkar að við fáum að sjá og upplifa samfélag og veröld sem byggist á samúð, hluttekningu og fyrirgefningu og að vera fyrirgefið þurfum við að tileinka okkur þessa hugsun konungins. Þeir eru til og munu verða til í þessum nýja heimi sem láta sér ekki segjast-þannig hefur það verið og þannig mun það verða eins og guðspjallið segir frá og með þeirri staðreynd verðum við að lifa og sætta okkur við mennsku okkar. Með því er ekki verið að segja að við þurfum að taka þátt í því eða þegja um það. Við höfum alltaf val um af eða á.
Það er mikið rætt um þessa dagana þegar allt verður eins og það var áður þá verður…ber svolítið keim af því að byggja um nákvæmlega eins samfélag og rann úr greipum okkar. Í raun samfélag kverkataks miskunnarleysis þess sterka og máttuga. Við eigum miklu heldur segja. Þegar þessu gjörningaveðri slotar verði það ekki eins og það var Því fyrr sem við áttum okkur, því betra verður það. Spyrjum okkur hvað áttum við og hvað höfum við misst og hvað eigum við að fá í staðinn. Kann að vera að óttahrollur hríslist um okkur og ætla ég ekki að gera lítið úr því, það væri óábyrgt að leyfa sér það. Eins er það óábyrgt að ætla að fara í nákvæmlega sömu spor og við vorum. Horfum fram á veginn með miskunn Guðs og ætlum okkur ekki að sú miskunn eigi ekki við um náungann. Það eina sem hlýst af því er óttahrollur þess sem minna má sín. Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen