Mikið hefur verið rætt um byggingu mosku í Reykjavík. Það eru tvo mál í umræðunni. En mér sýnist þau oft blandast saman eins og þau væru eitt.
Annað er málið snýst um trúfrelsi á Íslandi. Svo framarlega sem íslam er ekki bannað með lögum hér á Íslandi, hefur skráð trúfélag múslima fullan rétt til að iðka trú sína eins og önnur trúfélög. Hitt málið snýst um viðhorf til íslam yfirleitt og er auðvitað tengt því hvernig íslam birtist oft í fjölmiðlum og á alþjóðlegum vettvangi. Það hlýtur að vekja upp mismunandi álit og skoðanir.
Ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að aðskilja þessi tvö mál hvort frá öðru á meðvitaðan hátt. Fyrrnefnda málið snýst um um trúfrelsi á Íslandi og hversu mikils við metum trúfrelsi og viljum vernda það. Síðarnefnda málið snýst um íslam sjálft og samskipti okkar við múslima.
Varðandi það síðarnefnda benda margir andstæðingar íslam á hversu erfitt múslímar eigi með að alagast vestur-evrópskum menningarheimi. Það virðist vera sama hvar borið er niður á Norðurlöndunum, vandinn virðist vera sá sami, svo við skulum ekki horfa framhjá honum. Nokkur atriði í íslam eins og staða kvenna og samkynhneigð getur rekist á í hugmyndafræði hins vestræna heims.
En hið sama má segja um sögu kristinnar kirkju. Konur voru ekki alltaf með jöfn réttindi og karlmenn í kirkjunni en hún bætti sig smám saman sem betur fer. Fordómar og mismunun gagnvart samkynhneigðum birtast víða enn í kristnum heimi, samt er það líka staðreynd að margar kirkjudeildir hin síðari ár eru farnar að fara hina réttu leið og taka á móti samkynhneigðum. Það er því ekki alveg rétt að gagnrýna kristna kirkju í heild. Slík gagnrýni missir oft marks því kirkjudeildir eru ólíkar.
Trúarbrögð eða ákveðin trúfélög geta þróað og breyst í ákveðna átt þar sem kenning þeirra verður í samræmi við hugtök um mannréttindi eða raunveruleika fólks í nútímanum. Breytingarnar eiga að koma innan frá viðkomandi trúarbrögðum/trúfélögum. Það mun skipta t.d. íslam miklu máli hvort það vilji þróast eða breytast í framtíðinni sem trúarbrögð á þeirri öld eða vilji halda áfram að feta sömu braut og hingað til.
Ég tel að það sé hvorki rétt né snjallt að dæma trúarbrögð sem heild og setja þau inn í ,,ferkantaðan kassa" ímyndar. Slíkt þýðir raunar að slíta samskiptum við viðkomandi trúarbrögð. Það hindrar svo aftur viðkomandi trúarbrögð til að hafa samráð við ytri heiminn og þróast. Það hindrar samfélag í að leita leiða til að búa saman með ýmsum trúarbrögðum og öðrum lífsskoðunum í friði.
Að mínu mati, er það grundvallaatriði að samfélag okkar stefni að því að tryggja mannréttindi sérhvers þegna. Það þýðir að samfélagið gefur fólki sínu frelsi til að tjá sig og framkvæma ýmislegt innan réttinda sinna. Trúfrelsi er ekki andstæðingur mannréttinda, heldur er trúfrelsi hluti af mannréttindum.
Því miður er það alltaf einhver sem reynir að misnota þetta frelsi til þess að skaða réttindi annarra í samfélagi. Þetta er harður raunveruleiki en ef við óttumst baráttu gegn slíku og kjósum fremur að takmarka réttindi manna á órökstuddan hátt, mun samfélag mannréttinda smám saman fjarlægjast.