Þegar kraftar eldsins úr iðrum jarðar, spúa ólofti yfir byggðirnar, byrgja auglit sólar, fela angan jarðar, og fylla vit alls sem andar, áköllum við þig ó, Guð um miskunn.
Þú sem í árdaga breyttir óskapnaðinum í sköpun bægðir óreiðunni frá mönnum og dýrum og gerðir jörðina byggilega við biðjum þig. Kom í mætti þínum, bæg frá hættum frá eldsumbrotum og eiturgufum. Gjör loftið tært að nýju og andardráttinn heilbrigðan svo að fólkið megi ganga til iðju sinnar í öruggu trausti, til verndar þinnar og varðveislu í frelsaranum Jesú Kristi. Amen