Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. Ég er brauð lífsins. Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. Þetta er brauðið sem niður stígur af himni. Sá sem etur af því deyr ekki. Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs. Jóh. 6.47-51
Kæri söfnuður, - við erum mitt í föstunni, löngu föstu, sem við kristið fólk notum á margvíslegan hátt til þess að minnast píslargöngu Jesú Krists og skoða okkar innri mann. Í kirkjusamfélaginu er okkur boðið að ganga inn í frásagnir Nýjatestamentisins sem tengjast þjáningargöngu frelsarans og okkur er einnig boðið að lifa okkur inn í frásagnir Gamla testamentisins sem draga fram eyðimerkurgönguna löngu og ströngu frá þrælahúsi Egyptanna til móts við Fyrirheitna landið.
Eyðimerkurgangan stóð í 40 ár, það er algengur tími ævistarfsins, tíminn sem við mörg höfum til að þroskast, takast á við lífið, glíma við verkefni daganna. Eyðimerkurgangan eins og henni er lýst í Mósbókunum er makalaus ganga, ganga mistaka og sigra, þjáningar og hamingju.
Þetta var reynslutími hinnar útvöldu þjóðar.
Það er holt að sjá sjálfan sig í þessari göngu og spyrja sig spurninga frami fyrir hinum margvíslegu freistingum, erfiðleikum og þrautum sem við hebreunum blasti.
Á stundum möglaði og kvartaði lýðurinn, var raunar alveg að gefast upp. Þeir gagnrýndu leiðtogana, afneituðu Guði og tóku að ákalla aðra Guði, bjuggu til Gullkálf, sem þeir dönsuðu kringum og tilbáðu.
Guð, Drottinn allsherjar, heyrði möglið, sá reiði fólksins, hann miskunnaði lýð sínum enn og aftur, gaf þeim brauð, lynghæns, já hann lét vatn streyma úr klettunum. Hann gef þeim lífsmöguleika. -
Guð gefur okkur einnig lífsmöguleikana. Guð forði okkur frá að misvirða þá.
Jesús notaði þessar myndir Gamla testamentisins og gekk í raun inn í þær í orðsins fyllstu merkingu, sbr. Eyðimerkurgöngu hans eftir skírnina í ánni Jórdan, 40 daga og 40 nætur, þar mætti hann freistingum, sem svo vel eru útlistaðar í 4 kap. Matterusarguðspjalls.
Hann var orðinn sárfættur og svangur. Freistarinn kom þá og sagði: Ef þú ert sonur Guðs þá bjóð þú að steinar þessir verði að brauðum. Hér er tilvísun í lexíu dagsins.
Hann hvatti Jesú til að kasta sér niður af brún musterisins til að sýna lýðnum að englarnir mundu koma og grípa hann. Já, freistarinn tók hann upp á ofurátt fjall og sýndi honum öll ríki heims, - allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur niður og tilbiður mig.
Og við þekkjum svörin sem Jesús gaf, hann vísaði til Guðs heilaga orðs, - eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því Orði sem fram gegnur úr Guðs munni. - Hann sigraðist á freistingunum, hann sýndi okkur veg trúar, vonar og kærleika.
Vald kærleikans var eina valdið sem Jesús gekk undir.
Í guðspjalli dagsins er Jesús að tala við fólkið eftir brauðundrið sem hann gerði er hann mettaði mörg þúsund manns með fimm brauðum og tveimur fiskum. Hann var að vísa til frásagnar Gamlatestamentisins sem fólkið þekkti svo vel, - undrið endurtók sig, undur lífisins, miskunn Guðs.
Og aftur komu freistingarnar, þeir vildu gera hann að konungi, þeir vildur gefa honum völd, veraldleg völd. Nei, það var ekki köllun hans, hann gekk frá þeim og fór aftur upp á fjallið, eins síns liðs.
En hann kemur aftur til fólksins til að ljúka prédikun sinni. Kæru vinir, Ég er brauð lífisns, feður ykkar átu manna (brauð) í eyðimörkunni og dóu.
Brauðið sem ég gef er eilíft, sá sem etur af því deyr ekki heldur hefur höndlað Lífið með stórum staf. Ég, ég sjálfur, sagði hann, er þetta lifandi brauð, kominn til að gefa heiminum líf, verðugt líf.
Getsemane-atburðurinn er einnig eins konar eyðimerkurganga, þar glímdi Jesús við freistingar og andlegar þjáningar, svo gríðarlegar að sveitadropar hans urðu að blóðdropum sem féllu á jörðina. Hann gekk garðinn á enda, upp á Golgatahæð og hrópaði m.a.: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?! Okkur er boðið inn í Getsemane á föstunni, m.a. í ritningartextunum og í passíusálmunum. Við megum máta líf okkar og reynslu við það sem þar er sagt.
Um daginn las ég bók eftir kaþólskan Biskup frá Vietnam. Hann var gerður að erkibiskupi í Saigon 1976 en það túlkaði kommúnistastjórnin sem ógnun við stjórnvöld og var hann umsvifalaust handtekinn og settur í fangelsi, og þar fékk að hann dúsa í 13 ár, þar af 9 ár í einangrun við hærðilegar aðstæður. Í rauninni er það alveg með ólíkindum að hann skyldi lifa þetta af.
Í dag er þessi maður Francis, kardínáli í Vadíkaninu í Róm.
Fangelsisvistin var sannarlega eyðimerkurganga hjá þessum góða manni, Gestemane- reynsla. En honum tókst að vinna með þessar aðstæður, í stað þess að bíða eftir að verða leystur úr varðhaldinu, þá ákvað hann með Guðs hjálp að fylla hvern dag með kærleika. Hann bað Guð um að fylla huga sinn, sál sína, veru sína alla með kærleika og það varð svo, hann varð til mikillar blessunar í fangelsinu, því hann sýndi fangavörðunum svo mikinn kærleika og elskusemi, að þeir urðu allir vinir hans og nutu visku hans og þekkingar, því hann kenndi þeim tungumál, mannkynssögu, fræddi þá um veröldna, fræddi þá um Guð og kærleika Guðs. Fangakelfinn varð að Háskóla, nusteri Guði til dýrðar. Hann var ekki að reyna að koma þeim á sitt band, hann var ekki að biðja þá um að losa sig úr fangeslinu, nei, hann notaði hverja stund til að mæta meðbræðrum sínum í kærleika, fylla dagana verðugu innihaldi.
Það er hrífandi að lesa hvernig þessi píslarvottur notar myndir guðspjalla til að vinna úr. T.d. tekur hann þessa mynd, sem hér liggur í bakgrunni guðspjalls dagsins, fimm brauðin og fiskana tvo, Þetta var allt sem litli drengurinn átti og gaf meistaranum. Þessi fimm brauð og fiska tekur biskupinn og fyllir innihaldi, hann sér í hverju brauði og fiski fyrir sig, innihald guðspjallanna, hann sér mikilvægi bænarinnar, messunnar, samfélagsins, kærleiksþjónustunnar og leyfir þessu öllu að margfaldast innan veggja fangelsins Guði til dýrðar. Og eftir að hann losnaði úr fangelsinu, þá hefur hann haldið áfram að prédika, skrifa og þjóna.
Blaðamenn voru mjög uppteknir af lífinu í fangelsinu og vildu heyra frá því og ekki síst vildu þeir heyra gagnrýni hans á meðhöndluninni og öllu því sem hann gekk í gengum. Nei, hann vildi ekki eyða tímanum í það, hann hélt áfram að fylla hverja stund af kærleika. - Merkileg saga. - Ein af mörgum sögum, því píslarvottarnir hafa verið margir og eru enn á okkar tímum, kristið fólk sem þarf að líða og þjást vegna trúar sinnar, vegna þess að það hefur valið að fylgja Jesú Kristi.
Eyðimerkurganga, - Gestemane - Fasta. Hvar erum við stödd í dag? - Hvernig getum við lært af þessum myndum heilagrar ritningar og vitnisburði þeirra sem hafa gengið veginn á undan okkur. Jú, við getum vissulega lært margt og mikið, við megum trúa því og treysta að hann sem er Brauð lífsins býður okkur hönd sína, býður okkur að fylgja sér, - það er ekki bara dans á rósum að lifa með Kristi, hann bendir okkur stöðugt á hörmungar lífsins, hann bendir okkur á fátækt og basl allt um kring, en hann bendir stöðugt á leið kærleikans, hann bendir á Guðs orðið. - Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Þannig segir í pistlinum. Í þessu er brauðið sem gefur lífinu næringu, alhliða næringu, heildarsýn, einnig sýn inn í fyrirheitna landið.
“Gef oss í dag vort daglegt brauð Fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum Eigi leið þú oss í freisin, heldur frelsa oss frá illu.”
Þessar bænir faðirvorsins eru í raun myndir úr þessum veruleika eyðimerkurgöngunnar, bænir til þess að bregðast við aðstæðum og þörfum á þessari vegferð...
Gef oss í dag vort daglegt brauð, - hugtakið er hlaðið þessu innihaldi, sem Jesús er að boða í guðspjalli dagins... Hið lifandi brauð skýrskotar til alls sem við þurfum til líkama og sálar.
Altarisbrauðið sem við blessum hér við altarið okkar er hluti af þessu Brauði lífsins. Hinn upprisni býður okkur að vera með, sitja við sama borð, sýna samstöðu, lifa saman í kærleika, ganga út í veröldina og fylla dagana af af verðugu innihaldi í nafni kærleikans, - til þess hjálpi okkur Guð.