Slm 102.12-29, 1Jóh 5.13-15 og Jóh 14.12-14
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni
Jesú Kristi.
Í dag er hinn
almenni bænadagur og lestrar dagsins bera þess vitni… Fyrri lesturinn úr sálmi
102 minnir okkur á að jarðvistin er takmörkum háð… sálmaskáldið segir liðið á
ævina, dagarnir sem síðdegisskuggi og líkaminn visni eins og gras… EN… þú,
Drottinn, ríkir að eilífu… segir hann…
Þegar við
erum ung hugsum við ekki um efri árin en á efri árum sjáum við kannski eftir að
hafa ekki farið betur með þau ár sem við köllum ,,bestu árin okkar”… En ef
heilsan er góð – þá eru öll ár í raun… bestu árin okkar. Geymum ekki drauma
okkar undir koddan-um, vinnum heldur stöðugt að því að láta þá rætast… alla
okkar ævi, við verðum aldrei of gömul til að njóta þess að lifa, aldrei of
gömul til að vilja finna hamingjuna, eiga frið í sálinni og trú í hjartanu.
Við höfum takmarkaðan tíma… og sálmaskáldið talar af tilhlökkun… um það þegar þjóðirnar muni koma saman og tilbiðja Drottinn í Jerúsalem… og þjóna Drottni um alla eilífð… Þegar borgin Jerúsalem er nefnd hugsum við flest til Jerúsalem í Ísrael, borgarinnar sem í dag, er skipt í þrjá hluta, þ.e. milli þriggja trúarbragða og þungvopnaðir hermenn gæta borgarhlutanna… en sálmaskáldið er ekki að hugsa um þessa borg.. hann hugsar til hinnar nýju Jerúsalem sem Op segir að ,,komi af himni ofan frá Guði”[1]
Jóhannes kallar hana: borgina helgu, hina nýju
Jerúsalem”[2]
Þetta er NÝ borg…
Þegar hin
nýja Jerúsalem stígur niður… munu þjóðirnar óttast
nafn Drottins og allir konungar jarðarinnar ( munu óttast ) dýrð Drottins … á bakvið hugtakið að ,,óttast Guð” er
aðeins önnur merking en við erum vön… nema.. ef við skyldum vera að tala um óttablandna
virðingu… þ.e. að veita lotningu/upphefja/ eða viðurkenna Guð sem Guð alheimsins. Allt sem
lifir á þessari jörð er reglulega endurnýjað… hugsið ykkur á uþb 100 árum er
öllu mannfólki jarðarinnar skipt út… það kemur alltaf maður í manns stað á
allri jörðinni…
Sálmaskáldið sagði að ,,allt” myndi líða undir lok… en börn þjóna þinna (sagði hann) munu búa óhult og niðjar þeirra standa stöðugir fyrir augliti þínu… því Ríki Guðs varir að eilífu… þó það sé orðað þannig að menn óttist Guð, þá er það einmitt þannig að fólk Guðs hefur EKKERT að óttast. Við getum algerlega treyst Guði fyrir okkur og þeim aðstæðum sem við lendum í… og á langri ævi lendum við í ýmsum aðstæðum… Og allar aðstæður kenna okkur eitthvað nýtt. Kannski vita einhverjir hér að ég hef tekið þátt í mörgum hlaupum erlendis, aðallega maraþonum og eignast vini út um allt. Einu sinni vorum við hjónin í Flórida og ákváðum að fara í kirkju hjá prédikara, Freddie Filmore sem hafði komið í mörg ár til Íslands…
Þegar við komum inn í kirkjuna vorum við leidd á fremsta bekk… við vorum eina hvíta fólkið í kirkjunni, jafnvel í hverfinu… þegar Freddie byrjar að tala kynnir hann okkur og spyr svo hvort ég vilji segja eitthvað… ég hafði ekki búist við þessu en fannst ég verða að segja eitthvað… þetta var á sunnudags-kvöldi, ég hafði hlaupið maraþon um morgun-inn… svo auðvitað talaði ég út frá því… Og sagði eitthvað á þessa leið:
Lífið er
svolítið líkt langhlaupi… það þarf að þjálfa upp þolið… maður byrjar á stuttum
vegalengdum, lærir hvað líkaminn þolir mikið álag… lærir að hugsa um rétta
næringu, drykk og reglulega hvíld… Keppni við aðra getur haft góð áhrif… en getur
líka brotið keppnisandann niður… það getur verið hættulegt að bera sig saman
við aðra… OG taki maður þátt í keppni, þarf að varast að láta hraða annarra
hafa áhrif á sig.. svo maður sprengi sig ekki á miðri leið, við þurfum mis-langan
tíma í öllum vegalengdum, förum mishratt, þolum misjafnt álag, þurfum kannski að
spara orkuna, hægja á okkur ef við höfum farið of hratt, endurmeta… og kannski
þarf að stoppa um stund á drykkjarstöð.
Brekkur, bæði upp og niður, geta verið
táknmyndir fyrir erfiðleika. Maður þarft að hafa vilja/þrautseigju til að
þrauka á leiðarenda, kannski breyta um tækni, vinna úr sársauka, jafna sig af eymslum
eða vera jafnvel lemstraður þegar þú kemst á leiðarenda… Markið er endalokin á
hlaupinu. Þar færðu verðlaunin fyrir allt erfiðið… EN ef þú ert að keppa máttu aldrei horfa á marklínuna því þá
byrjar heilinn, að láta þig draga úr ferðinni til þess að þú stoppir nákvæmlega
þar, á línunni… NEI… þú átt að horfa langt framhjá markinu… lengra fram á
veginn og hlaupa á fullri ferð yfir línuna.
Þannig er það með Ríki Guðs, við þurfum að horfa lengra en á marklínuna í þessu lífi… við þurfum að horfa inn í himininn… sjá borgina helgu fyrir okkur… þar sem allt verður eilíft… eins og Páll postuli sagði: Þar fáum við sigursveiginn… þar fáum við ,,verðlaunin” fyrir trúfesti okkar við Guð… og fyrir trúna fáum við styrk til að takast á við lífið sjálft… og það besta er að við fáum öll sömu verðlaun… eilíft líf…
Í seinni ritningarlestrinum í dag… skrifar Jóhannes: Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá bæn-heyrir hann okkur…
Við erum
hér af því að við trúum á Jesú… og treystum á fyrirheitið sem okkur er gefið… en
eins og með langhlaupin þá þarf að rækta trúna í hjartanu, næra hana með
guðsorði og halda persónulegu sambandi t.d með bæn, beiðni eða þakkargjörð… það
tekur tíma og þarf aldrei
eins mikla þolinmæði og þrautseigju og þegar allt gengur vel hjá okkur… því þá
vill sambandið dofna. Í
guðspjallinu segir Jesús: Sannlega,
sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig mun einnig
Og það er
einmitt það sem fólk segir… trúin breytir þeim, hefur áhrif á líf þeirra beint
og óbeint. Margir segjast hafa meiri ró í hjarta, hafa innri frið, hafa meiri
samúð með öðrum, eiga auðveldara með að samgleðjast öðrum og sé almennt þakklátara
fyrir það sem lífið gefur… Þetta er vellíðan sem Guð gefur okkur í gegnum trúna
og traustið á hann.
Í dag er hinn
almenni bænadagur… biðjum þess að fleiri fái að upplifa þetta trúartraust.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen