Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1. Lexía dagsins er úr Bók Jeremía. Jeremía var spámaður þjónaði Guði yfir aldarmótin 7. og 6. fyrir Krist. Á seinni hluta þjónustu sinnar varð Jeremía vitni að sögulegum atburðum í sögu þjóðar gyðinga en þeir atburðir voru Babýloníu-útlegðin og hrun Jerúsalem. Þessir tveir atburðir voru stórt áfall fyrir gyðinga á þeim tíma og höfðu mikil áhrif á þjóðarlíf gyðinga síðar. Og spáorð Jeremía á seinni daga, sem lifði slíkt tímabil af, eru ofin sorg og kvöl. En hvað var Babýloníu-útlegðin? Við höfum ef til vill lært um það einhvern tímann, en rifjum það stuttlega upp.
Eftir velsæld daga konungs Salómons skiptist Ísrael í tvennt – Norðurkonungsríki og Júda í suður. Norðurkonungsríkið féll niður vegna árása Assýría á 8. öld fyrir Krist. Árið 597 fyrir Krist kom Nebuchadnezzar, konungur Babýloníu í Jerúsalem og drap konung Jehoiakin af Júda og tók 3000 gyðinga burtu til Babýloníu. Babýlonía hélt áfram að þrýsta Júda og tók fleiri en 10.000 gyðinga til Babýloníu á ný og loksins féll Jerúsalem árið 586 fyrir Krist og konungur Zedekiah var fluttur til Babýloníu líka.
Á þeim tíma var Jerúsalem musterið eyðilagt og gyðingar töpuðu því ekki aðeins heimalandi sínu heldur einnig helgistað sínum, kjarna trúarlífsins. Þeir bjuggu í Babýloníu í um sextíu ár. Margir dóu þar og margir fæddust þar á meðan. Þegar Kýros konungur í Persíu tók við völdum, leyfði hann Gyðingum að fara heim.
Í stríði tapar einhver þjóð alltaf sjálfstæði sínu en í þessu tilfelli af Babýloníu-útlegð töpuðu gyðingar heimalandi sínu og voru auk þess neyddir til að flytja til annars lands, útlands. Eins og við vitum vel, var Kanaanland Guðsgjöf fyrir gyðinga og það land í Ísrael var sérstaklega tengt við þjóðarlíf gyðinga, trú og sjálfsmynd. Það nefnist því ekkert annað en ,,að vera í útlegð“ að gyðingar urðu að yfirgefa Ísrael og búa í Babýloníu. 2. Það er líklegast erfitt fyrir okkur sem búum á Íslandi á 21. öld að skilja ,,babýloníu-útlegð“ að finna tilfinninguna. En í sögum Gamla Testamentisins sést vel viðhorf Guðs til manna og mynstur hegðunar hans og því getum við lært hvernig Guð hugsar og sér um okkur og þannig leiðbeinir Guð okkur og styrkir, í gegnum gömlu sögurnar.
Ég þjóna sem prestur innflytjenda á Íslandi og mér skilst að það sé skylda mín að kynna nokkurt atriði sem ég tek eftir í þjónustu minni fyrir ykkur í kirkjunni. Mig langar aðeins að deila upplifun minni. Við sjáum og heyrum oft um þessar mundir umfjöllun um hælisleitendur á Íslandi. Í dag eru um 150 hælisleitendur hérlendis. Ég þekki ekki alla, en hef góð samskipti við suma þeirra.
Sérhver hælisleitandi hefur sína einstöku sögu og því eru þeir ekki allir eins. Samt myndi ég segja að almennt er líf hælisleitenda líf í útlegðinni. Þó að hælisleitendum hafi ekki verið bókstaflega hent út úr eigin landi, heldur flúið viljandi heimaland sitt, leyfa aðstæður þeim ekki að halda áfram að búa í heimalandi sínu af ýmsum ástæðum. Ef við skoðum málið í stærra samhengi þá voru þeir í raun og veru neyddir til að yfirgefa landið sitt. Og síðan koma þeir í annað land og sækja um hæli. Það sem bíður eftir þeim eftir að þeir eru búnir að sækja um hæli, er líf í limbói. Þeir geta fengið gistingu og mat en réttindi þeirra eru mjög takmörkuð. Þeim er meira að segja sjaldnast gefið auðkenniskort sem sýnir fram á hverjir þeir eru. Ef þeir mega ekki vinna, þá eyða þeir dögunum án tilgangs.
Og biðtíminn getur verið eitt ár, tvö ár eða jafnvel lengri. Það sem þeim finnst erfiðast er að þeir vita ekki um stöðu síns máls eða hvar málið stendur, þar sem samskipti milli þeirra og yfirvalda eru ekki rík og þeir eru skildir í eins konar andlega einangrun.
Þeir hafa tapað heimalandi sínu, fjölskyldu og æskuvinum. Og í nýju landi eru þeir til í samfélaginu en geta ekki tekið þátt í því. Þegar ég lít á slíka stöðu hælisleitenda, held ég það megi kalla líf þeirra ,,líf í útlegð“.
Nokkrir þeirra eru kristnir og við tölum saman um trúmál. Þeir spyrja Guð: ,, Hver er tilgangurinn þessarar þrautar? Af hverju lætur þú mig axla þennan harða tíma? Mig langar bara að lífa venjulegu lífi eins og aðrir á Íslandi, í friði án ofbeldis og stríðs. Mig langar að giftast og stofna fjölskyldu, og eignast barn.“ Ég hef engin svör við spurningum þeirra. Ég get aðeins reynt að vera með þeim og sannfæra þá um að þeir séu ekki aleinir, og biðja Guði saman.
3. Ég held að hælisleitendur séu skýrt dæmi um útlegð í samfélagi okkar, en auðvitað eru þeir ekki eina dæmið um hana. Hvað segjum við um fólk sem er með erfiðan sjúkdóm eða heilsubrest? Burtséð frá því hvers konar skilning fólkið hefur á stöðu sinni sjálft, þá getur fólk verið fangi sjúkdóms síns eða skorts á heilsu.
Það er hægt að taka fleiri dæmi. Það geta verið vandræði innan fjölskyldunnar eða fólk getur hafa verið óheppið í viðskiptum og setið eftir með miklar skuldir. Þegar fólk er í slíkri stöðu, þá getur það hugsað að það lifi ekki sínu lífi heldur sé það neytt til að lifa öðru lífi en sínu eigið. Þá er það ef til vill eins og eitt birtingarform útlegðarinnar.
,,Æ, mig langar að hætta að lifa þessu lífi. Ég vil henda þessu burtu og fá mér nýtt líf!“ Hefur sérhvert okkar ekki upplifað slíka tilfinningu nokkrum sinnum í lífi okkar hingað til? Stundum birtist heimurinn okkur eins og bölvun af slæmum örlögum og við verðum alltof þreytt á honum.
Jesús segir í Jóhannesar guðspjalli eins og: ,,(Lærisveinarnir) eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum“(Jón. 17:16) og stundum hljómar það eins og að þessi heimur sé vondur og úti af stjórn Guðs en hinn heimur sé Guðs ríkið. ,,OK, þá langar okkur að yfirgefa þetta líf í þessum heimi fljótt og fara í Guðs ríkið!“, hugsum við.
Ef þessi vonlausi heimur og Guðs ríki eru skýrt aðskilin eins og eitt sé hægra megin og hitt vinstra megin, þá virðist það vera skynsamlegt að við kveðjum vonlausa heiminn án hiks og bönkum upp á dyr Guðs ríkis. En því miður eru landamæri vonlausa heimsins og Guðs ríkis óskýr og við getum ekki bent á í hvaða átt Guðs ríkið er. Okkur vantar leiðbeiningu Guðs til að finna rétta leið.
4. Jeremía skrifaði bréf til gyðinga sem voru í útlegð í Babýloníu. Í Jeremía 29. kafla stendur: ,,Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. Takið sonum yðar konur og giftið dætur yðar svo að þær eignist syni og dætur og yður fjölgi þarna en fækki ekki. Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til. Biðjið Drottin fyrir henni því að hennar heill er yðar heill“(Jer. 29:5-7).
Guð leiðbeindi gyðingum í Babýloníu í gegnum Jeremía. Það var ákveðið fólk meðal gyðinganna í Babýloníu sem hugðist rísa upp gegn Babýloníu, en Guð áleit það ekki gott. Guð ráðlagði þá að bíða eftir gleðidegi í farmtíðinni með því að lifa af gefnum raunveruleika í útlegðinni.
Að sjálfsögðu vissi Guð að það væri ekkert auðvelt að eyða dögum og árum í útlegð, og því gaf hann fólkinu loforð sitt: ,,Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta læt ég yður finna mig, segir Drottinn“(Jer. 29: 11-14a).
Þegar við erum í andlegri útlegð af einhverri ástæðu, lítur heimurinn líklega út fyrir að vera vonlaus og einskis virði. Það hlýtur að vera erfitt að finna áætlun Guðs og náð í dögunum. Við myndum óska þess að við gætum smeygt okkur út úr heiminum og í Guðs ríkið. En Guð segir við okkur, einmitt þegar við erum tæld með slíkri ósk, að við höldum áfram að ganga í aðstæðunum, grípa í líf á jörðinni.
Af hverju? Af því að þetta líf sem við þiggjum er hin Guðs gjöf og náð frá Guði á jörðinni. Það eina sem tengir tilvist okkar í þessum heiminum Guðs ríkinu er ekki dauði okkar, heldur er það líf okkar í þessum stundum vonlausa heimi. Dauði sem brúar milli þess heims og Guðs ríkisins er einungis dauði Jesú á krossinum og ekkert getur komið í staðinn fyrir hann.
Hvort sem líf í þessum heimi er frábært eða bölvað, getum við ekki náð til Guðs ríkis án þess að lifa lífi okkar gegnum þennan heim, af því að einungis í þessum heimi getum við haft von og trúað á Guð og ríkið hans. Við þökkum Guði og lofum þegar við finnum eitthvað fallegt, indælt og gleðilegt. Það er eðlilegt. Þvert á móti getum við ekki þakkað Guði í erfiðum tímum og séð náð Guðs í raunveruleikanum. Það er líka eðlilegt. En það þýðir ekki að náðin sé farin og ekki lengur til. Það er aðeins að við getum ekki séð náðina tímabundið.
Á slíkum tímum þurfum við að reyna að finna náð og safna náðinni saman. Að finna náð í erfiðri stöðu og þakka- það er í rauninni ,,trúin“. Það getur krafist ákveðinnar þolinmæði af okkur en loforð Guðs um fyrirætlanir mun gefa okkur kraft til að þola. Og þegar við með tímanum komum úr útlegðinni, munum við taka eftir því að Guðs ríki hafi ekki verið langt í burtu frá þessum heimi, heldur mjög nálægt okkur alla tíð.
Gyðingadómur breyttist á árunum í útlegðinni. Hann þróaðist úr trú sem bundin hafði verið við Jerúsalem musterið í trú sem lagði áherslu á lögmálið í samfélagi og í brjósti hvers einstaklings. Og þetta bjargaði gyðingum seinna þegar þeir urðu aftur að þjóð tvístrunar og þurftu að halda fast í sjálfsmynd sína. Þetta var ef til vill einnig hluti af fyrirætlunum Guðs.
Munum að Guð hefur fyrirætlanir handa okkur sem lofa ,,vonríkri framtíð“. Til þess að njóta fyrirætlananna Guðs, höldum aðeins áfram í þessum heimi. Og einnig munum að við eigum að minna á þetta loforð Guðs þegar við sjáum nágranna í kringum okkur sem er orðinn vonlaus og í andlegri útlegð: Drottin Guð segir: ,,Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bænheyra yður. ... Þegar þér leitið mín af öllu hjarta læt ég yður finna mig“.
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen