Sumarfrí í útlöndum.
Ég sat í stól sem hékk í eplatré, gola strauk vangann og kældi örlítið í sumarhitanum.
Á mig leitaði spurning um helgar: Hvernig líta helgarnar okkar út?
Hún kviknaði ekki í tómarúmi heldur spratt upp úr bók sem ég las þarna, undir eplatrénu. Bókin heitir:
Persson skrifar á einum stað í bókinni um helgarlífið:
Afi og amma voru bændur. Þeirra helgi hófst klukkan sex á laugardagskvöldi. Fyrir mömmu og pabba hófst helgin á hádegi á laugardegi – því þá var skólinn búinn hjá okkur krökkunum – og í hádeginu borðuðum við pylsur og kartöflumús. Helgin okkar hefst strax á föstudagskvöldi með góðum mat. Stundum sofnum við í sófanum, framan við sjónvarpið, örþreytt eftir vinnuvikuna ..." (bls. 21)
Helgi afa og ömmu, helgi pabba og mömmu, helgin okkar.
Hvernig lítur hún út? Hvernig er frítíminn og fjölskyldulífið?
Þetta voru spurningarnar sem bókarlesturinn undir eplatrénu leiddi til. Er helgartíminn virkur eða óvirkur tími? Er allt skipulagt út í ystu æsar? Er tími gefinn til að vera? Til að taka á móti?
Hvernig lítur hin fullkomna helgi út?
Á öðrum stað í bókinni vitnar Hesslefors Persson í prest sem lumaði á uppskrift að góðum sunnudögum og þar með góðum helgardögum. Þá fer fram:
- Aftenging: Við hvílum okkur og slöppum af.
- Umtenging: Við gerum eitthvað allt annað en í vinnuvikunnni.
- Nýtenging: Við horfum inn á við, hlustum á okkur sjálf og hlöðum rafhlöðurnar.
Að tengja upp á nýtt. Er það ekki ágætis verkefni um helgina?