Fullvissa um það sem við vonum

Fullvissa um það sem við vonum

Mér finnst við heppin að prestar hérlendis taka ekki á móti óskum um bölvun. Það er vegna þess að þó að bölvun eða hefnd gæti veitt fólki útrás á ákveðnu tímabili, verður það aldrei gott fyrir mannlífið. Bölvun eða hefnd er freistni, en ekki von eða ósk fyrir okkur.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
24. janúar 2011
Flokkar

Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Heb. 11:1

Postularnir sögðu við Drottin: „Auk oss trú!“ En Drottinn sagði: „Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður. Lúk. 17:5-6

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1. Um daginn rakst ég á áhugaverða frétt frá Rúmeníu. Í fréttinni var sagt frá því að stjórnvöld í Rúmeníu hafi ákveðið að skattleggja ,,galdranornir“ en þær mótmæltu því harðlega. Í fréttinni var jafnframt skýrt frá því að í Rúmeníu teldist ,,galdranorn“ vera sjálfstætt starf og að þar starfi þúsundir slíkra. Galdranorn veitir skjólstæðingi margvíslega þjónustu eins og að spá fyrir um framtíð hans, hjálpa honum að taka ákvarðanir, lækni sjúkdóma og leggi bölvun á óvini hans. Mér finnst ,,að leggja bölvun á einhvern“ vera meiri galdur en að spá fyrir um framtíðina eða lækna sjúkdóma. Galdranornirnar, sem mótmæla skattlagningunni, hóta að leggja bölvun á stjórnvöld.

Ég held að ekki séu til galdranornir í heimalandi mínu Japan, en í staðinn höfum við konur sem geta kallað anda dauðra manna fram og látið þá tala. Í norðurhluta Japans er fjall sem heitir ,,hræðufjall“ og þar starfa þessar konur. Margir Japanir koma til þeirra og biðja þær um að kalla fram anda foreldra sinna eða forfeðra til þess að fá ráðgjöf. Samkvæmt rannsókn sem háskóli nokkur gerði fyrir fimm árum, eru um 80 prósent skjólstæðinganna ánægðir með þjónustu þessara kvenna.

Trúið þið á svona galdranornir eða miðla? Það væri auðvelt að neita tilvist þeirra og segja: ,,Fáránlegt!“. Sjálfur trúi ég ekki á galdranornir eða miðla en það vekur forvitni mína um hvers vegna fólk leitar til þeirra og hvers konar ánægju galdranornin eða miðillinn færir fólkinu. Eitt atriði sem er augljóst er að fólk hefur ákveðnar óskir sem það getur ekki sjálft látið rætast. Sumir vilja reyna að sjá fyrir hvaða afleiðingar ákvörðun þeirra mun hugsanlega hafa áður en þeir taka hana, og vilja því fá ráð eins og frá látnum foreldrum sínum.

Af einhverjum ástæðum treysta þeir sér ekki til þess að taka ákvörðunina sjálfir og þess vegna leita þeir til galdranorna og miðla. Ég veit ekki hvort trúin á kraft galdranorna eða miðla sé hluti af trúarbrögðum eða hjátrú, en ég tel samt að það sé mjög eðlilegt að fólk leitar til þeirra sem eiga að búa yfir sérstökum kröftum þegar það vantar aðstoð sem enginn annar getur veitt því.

2. Um samband á milli trúar og vonar eða óskar er sagt í Hebreabréfi: ,,Trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá“(Heb. 11:1). Því er trú og von eða ósk einnig í sérstöku sambandi í kristinni trú. Hér hljómar það eins og von manneskjunnar sé forsenda trúar hennar, eins og þegar maður vonar eitthvað, fullvissar trúin þá von. Er trúin þá eins konar tækni eða kraftur til að láta von og ósk rætast án tillits til þess hvers konar von og ósk maður hefur?

Skoðum guðspjall dagsins nánar. Lærisveinarnir Jesú báðu hann: ,,Auk oss trú!“. Þá sagði Jesús við þá: ,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður“(Lk. 17:5-6). Lærisveinarnir geta ekki gert slíkt að sjálfsögðu, því er það þannig að þeir hafa ekki einu sinni pínulitla trú eins og mustarðskorn. En hvað um okkur sjálf þá? Ég held að engin okkar hér geti skipað mórberjatré að færa sig í sjóinn og látið það hlýða. Þá höfum við ef til vill ekki heldur pínulitla trú með okkur. Er það ekki satt?

Nei, það er ekki satt. Það er ekki það sem Jesús á við. Mér finnst Jesús sýna hér að hann hafði kímnigáfu. Hugmyndin um að skipa mórberjatré að færa sig í sjóinn er fyndin. Hún minnir mig alltaf kvikmyndina ,,Star Wars“. Mörg ykkar þekkja myndina líklega, en í Star Wars birtist riddari af Jedi og hann hefur sérstakan mátt til að víkja hluti og færa frá einum stað til annars aðeins með því að íhuga það í höfði sínu. En trú er ekki sama og slíkur máttur. Það sem Jesús hafði í huga sínum var að benda lærisveinunum á þetta: ,,Skilningur ykkar á trú er á villagötum“. Hvernig gat skilningur lærisveinanna verið trúarvilla? Þeir báðu Jesú um að auka trú hjá sér. Af hverju báðu þeir um það? Trú er það sem fullvissar von okkar og ósk. Lærisveinarnir hlutu að hafa eigin von og ósk. Spurning er þá: Hvers konar von og ósk voru þetta?

Við vitum vel að lærisveinarnir misskildu Jesú alla leið til atburðarins á krossinum og upprisunnar. Þeir voru alltaf að tala saman um hverjir gætu setið til hægri eða vinstri hjá Jesú þegar hann myndi þiggja dýrkun frá föður Guði. Þeir vildu fá meira trú, vegna þess að þeir vildu veraldlegt vald eða samfélagslega viðurkenningu. En slíkt var alveg eins og farísearnir sem Jesús gagnrýndi harkalega vegna sjálfsdýrkunar sinnar. ,,Þið biðjið mig um að auka trú ykkar. En þið misskiljið grundvöll trúarinnar og vonir ykkar snúast um eitthvað sem á ekkert erindi við mig. Íhugið betur hverju þið trúið og hvað þið vonið“. Líklegast voru þetta skilaboðin sem Jesús gaf lærisveinum sínum.

3. Það er ljóst að Jesús tekur ekki á móti hvaða von eða ósk sem við höfum. Hvers konar von og ósk telur Jesús þá vera í lagi? ,,Trúin er fullvissa um það sem menn vona“. Hvers konar vonir megum við bera í brjósti okkar? Hér mætum við svo stórum og djúpum spurningum að við vitum í raun ekki hvers við eigum að vona og óska. Hér á ég ekki við von og ósk í sérstökum, tímabundnum aðstæðum. Ef barnið okkar er veikt, vonum við að því muni batna fljótlega. Sá sem er fótboltaleikmaður, óskar þess að sigra í næsta leik. Og við vonum líka að Ísland sigri í næsta handboltaleik.

Slíkar vonir og óskir eru sjálfsagðar. En aðstæður geta líka verið þannig að vonin eða óskin getur verið neikvæð. Ef manneskja er nýbúin að missa vinnuna sína eða hefur verið neydd til þess að selja íbúðina sína vegna fjárhagserfiðleika, hlýtur hún að finna til reiði. Hvers óskar manneskja í slíkum aðstæðum? Hún gæti viljað hefna sín á yfirmanninum eða þeim sem rak sig. Ef til vill leggja bölvun yfir þá. Á trú á Jesú Krist að fullvissa svona von og ósk líka?

Ég er nokkuð viss um að hundruð manna myndu hlaupa til galdranorna og biðja þær að bölva fólki ef þær hefðu starfað á Íslandi undanfarin ár. Mér finnst við heppin að prestar hérlendis taka ekki á móti óskum um bölvun. Það er vegna þess að þó að bölvun eða hefnd gæti veitt fólki útrás á ákveðnu tímabili, verður það aldrei gott fyrir mannlífið þegar við horfum til lengri tíma eins og allrar ævi okkar. Bölvun eða hefnd er freistni, en ekki von eða ósk fyrir okkur. Hvað getum við sagt um von og ósk okkar miðað við heildarævina? Hver er von og ósk okkar í raun og veru? ,,Trúin er fullvissa um það sem menn vona“ segir Hebreabréfið, en fyrst og fremst virðist það vera málið fyrir okkur að finna von sem Guð álítur góða.

4. Það er nefnilega forsenda orðs í Hebreabréfinu að menn eiga rétta von sem Guð álítur góða. Sambandið á milli trúar og vonar er ekki einstefna eins og trú er fullvissa um von, heldur er sambandið gagnkvæmt og trú gefur okkur tækifæri til þess að leita að sannari von sem Guð álítur góða. Við þurfum þá aðeins að víkka út sjónarhorn okkar og hugsa um þessa gagnkvæmu virkni. Trú hjálpar okkur að leita að sannari von og ósk annars vegar, og trú fullvissar von og ósk hins vegar.

Það mun auðvelda okkur að skilja þessa gagnkvæmu virkni að telja trú vera kynni við Guð. Að eiga trú eða að verða meðvitaður um sína eigin trú er aðeins upphafskynni við Guð, en alls ekki endastöð. Að eiga trú á Guð er að bjóða Guði í sitt eigið líf, að biðja Guð um að taka þátt í ákvörðunum lífs síns. Þannig hefst samtal á milli okkar og Guðs og þá berum við saman það sem við vonum og óskum og það sem Guð álitur góðar.

Að leita að sannari von í lífi sínu er alls ekki auðvelt verkefni. Það er tengt skilningi okkar á tilgangi lífsins, uppbyggingu gildismats og sjálfsmynd okkar. Það er einnig tengt áþreifanlegri von og ósk sem við eigum, en hún er síbreytileg. Barn á eigin ósk og drauma sem barn. Ungt fólk hlýtur að eiga metnaðargjarna drauma. Þeir sem hafa eignast eigin fjölskyldu og barn byrja ef til vill að vona eitthvað öðruvísi en þangað til. Og fólk sem er komið fimmtugaldurinn og eldra íhugar hugsanlega um lífið á annan hátt. Von, draumur eða ósk breytist á hverju stigi lífsins okkar. Allar þessar vonir og óskir geta verið orka til að ýta lífinu okkar áfram og því eru þær mikilvægar. Málið er bara að sérhver von og ósk er oftast bundin við ákveðinn tíma og aðstæður, og því er sú von og ósk ekki endanleg.

Hvað þá? Er sönn von lífsins aðskilin frá þessum áþreifanlegu vonum og óskum sem við eigum á ýmsum sviðum lífs okkar? Svarið er bæði já og nei. Sönn von lífsins sést meðal allra áþreifanlegra vona og óska, en samt er hún ekki alveg það sama og aðrar tíma- og staðbundnar vonir og óskir. Sönn von er eins og þráður eða net sem tengja allar áþreifanlegar vonir saman. Ekki allar vonir og óskir rætast í lífi okkar og við vitum það vel. Raunar geta vonir sem rætast aldrei verið fleiri en vonir sem rætast. Þó að ein eða tvær vonir rætist ekki, skulum við ekki gefast upp svo auðveldlega, þar sem ný von kemst til okkar aftur.

Og þannig fáum við nýjar vonir og yfirgefum aðrar vonir. Stundum gætum við efast um velvild Guðs og kvartað yfir týndri von, en stundum gætum við lofað Guð og þakkað fyrir nýja von. Guð er ávallt í samtali við okkur. En það þýðir ekki að Guð birtist í draumi okkar og veiti okkur ráðgjöf. Samtal við Guð er haldið við með því að fara yfir það sem okkur hefur tekist vel með og það sem mistókst. Við ákveðum hvort við höldum áfram í sömu átt eða breytum henni, með því að íhuga þau gildi sem við leggjum áherslu á núna. Við endurtökum slíkt ferli aftur og aftur og í þessu ferli, mótum við fasta hugmynd um gildi lífs okkar, sjálfsmynd og drauma sem við teljum að eiga skilið virði í heildarævi okkar. Þá tekst okkur í að finna sanna von lífsins, og jafnframt verður samband milli okkar og Guðs orðið sterkara og nánara.

Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan, en hann er málari og ljóðskáld. Hann lentist í slysi þegar hann var ungur og líkami hans lamaðist allur og þannig hefur hann lifað í 40 ár þar til í dag. Hann lærði að mála með penna í munni og yrkja á rúmi á spítalanum. Hér er eitt ljóð eftir hann:

Þú ert ekki sá sem ég vænti Þú komst úr öfugri átt og hunsaðir meira að segja óskalista minn en Þú uppfylltir samt mun meira en ég hafði óskað mér

Dýrð sé Guði, föður og sýni og heilagum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen