Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1.
„Þegar einhver býður þér til brúðkaups, þá set þig ekki í hefðarsæti. (…) Far þú heldur er þér er boðið og set þig í ysta sæti…“ (Lk.14:8,10) Í fljótu bragði hljómar þetta eins og Jesús sé að kenna okkur um hógværð. Hógværð er hversdagsleg dyggð og þykir að nokkru leyti bera vott um kurteisi.
Ég ólst upp í Japan og hugmyndir um hógværð, lík og sú sem Jesús kennir hér, var hluti af menningu og hefðum. Japanskt samfélag hefur sterka hefð sem ber virðingu fyrir eldra fólki.
Þetta takmarkast ekki við einkalíf okkar heldur gildir líka í vinnuumhverfinu og vinnuháttur Japana byggist á henni. Út af því geðjast fólki ekki t.d. að einhver í vinnunni stígi fram og bjóðist til að sjá um ákveðið verkefni. Maður ætti að bíða eftir því að eldri félagi manns mælir með manni fyrir það verkefni við aðra í vinnustaðnum.
Margt hefur breyst í Japan líka undanfarna áratugi en þegar ég var ungur var það næstum„taboo“ að maður mælir með sjálfum sér og segir„Ég er hér. Ég er réttur maður fyrir það verkefni/hlutverk!“
Mér skilst að önnur hefð hefur verið ríkjandi lengi á Íslandi, sem er meiri„einstaklingshyggja“. Maður þarf að lyfta upp eigin hönd og bjóða sig fram ef maður vill fá nokkurt tækifæri í vinnunni:„Halló, ég er hér!“ Maður verður að nálgast tækifæri sjálfur af því að enginn annar veitir manni það ef maður bíður aðeins. Tækifærið kemur ekki til manns sjálfkrafa. Ég meina svona„yfirleitt“ þó að það hljóti að vera nokkrar undantekningar.
Eftir að ég flutti til Íslands árið 1992, mætti ég mörgum menningaráföllum en þessi munur á viðhorfi við„hógværð“ var stórt áfall og mér fannst erfitt að komast yfir. Ég man eftir því að einu sinni sendi ég aðsenda grein til Moggans en greinin birtist ekki eftir viku. Ég hélt að kannki ritstjórn taldi greinina mína eiga ekki skilið birtingu á blað. Ég hringði á Moggann og spurði um það. Þá svaraði maður í símleið:„Já já. Greinin þín mun birtast á morgun.“
Ég var sannarlega hógvær maður á þeim tíma. En eftir nokkur ár, þegar aðsend grein mín birtist ekki innan skamms kvartaði ég Mogganum yfir þvi:„Af hverju birtið þið ekki greinina mína fljótt?“ Mér tókst að henda japanskri hógværð í burtu og var orðinn meira íslenskur.
2.
Hvað þá langar mig að segja með því að segja frá reynslu minni? Er Japan þjóð af hógværð sem hefur lært meira af kenningu Jesú en Íslandingar? Nei. Mig langar að segja að það sé betra að læra íslenskan hátt fremur en að halda í japanska hógværð ef maður vill nota eigin hæfileika sem mest.
Ég held að það séu margir innflytjendur hérlendis sem eru að glíma við sams konar menningaráfall núna, sérstaklega innflytjendur frá löndum sem hafa svipað hugarfar og Japanir hvað sem varðar hógværð.
Við þá vil ég gjarnan mæla með því að aðlagast Íslendingum og læra að bjóða sig fram virkilega fyrir ýmis tækifæri lífsins. Það er betra að ganga til tækifæris fremur en að bíða eftir því.
Mig langar að segja þetta einnig við unga Íslendinga. Lífið ykkar er takmarkað á jörðu. Hafið traust á ykkur sjálf og óttist ekki að sækja um jákvætt tækifæri fyrir ykkur. Stundum þarf maður ef til vill að þykjast vera nægilega duglegur til að sinna einhveru verkefni þó að maður efast sjálfur um það, en það er hluti af því að þróa möguleika manns.
Ef þið hafið skoðun sem ykkur langar að láta samfélagið heyra, þá er betra að segja frá henni, hættið að hika við.„Mín skoðun á kannski ekki skilið að heyrast“: svona viðhorf er skortur á hugrekki en ekki hógværð. Maður veit oftast ekki sjálfur hvers konar hæfileika maður er með í raun.
Við munum vel leikinn milli Íslands og Argentinu í HM í júní sl. Það var augljóst að Argentina var sterkara lið en íslanska liðið og það myndi þykja yfirlæti ef einhver hafði spáið sigur Íslands. En ég held að enginn leikmaður liðsins hafi haldið að það væri nógt að leika aðeins við Argentinu. Allir stefndu á sigur og ég held að það ætti að vera svona. Hógværð getur komið í veg fyrir að maður notar hæfileika sína á sem bestan hátt.
3.
Er ég þá að vera á móti kenningu Jesú um hógværð? Nei, alls ekki. En bíðið aðeins.
Það er jákvætt að maður hafi traust á sjálfum sér, skapi sér tækifæri og þrói hæfileika sinn eins mikið og hægt er án ótta. En með tímanum mætir maður ákveðinni hættu og sú hætta er„yfirlæti“. Yfirlæti í þessu samhengi er„alvarlegt yfirlæti“, en ekki eitthvað sem lítur út fyrir eins og yfirlæti.
T.d. ef maður þarf að hafa meiri trú á eigin krafti en hann raunverulega er, þegar maður stendur frammi fyrir erfiðu verkefni, lítur það út fyrir að maður sé yfirlætisfullur þótt maður sé það ekki. Hann er bara að safna krafti sínum.
Alvarlegt yfirlæti er hins vegar slæmur sjúkdómur eða gildra djöfulsins. Við öll hljótum að hafa einhvern í huga okkar, einhvern þekktan mann sem er hugsanlega mjög duglegur á sínu sviði og sýnir frábæran starfsárangur, en er mjög yfirlætisfullur og óþolandi. Það gæti verið kvíkmyndarstjarna, söngvari, íþróttamaður, stjónmálamaður eða eitthvað annað. Mér dettur fleira en einn slíkur strax í hug.
En ef það er einhver manneskja sem við þekkjum ekki persónulega, er ekki auðvelt að dæma hvort hún sé yfirlætisfull eða líti bara út fyrir að vera það. Ef til vill getum við talið upp nokkur einkenni alvarlegs yfirlætis.
Þau eru t.d.: hegðun eins og viðkomandi sé nafli alheimsins, skortur á þakklæti til fólks í kringum sig, skortur á kærleik eða samkennd til fólks í kringum sig, pirrun þegar eitthvað gengur ekki eins og viðkomandi býst við, stöðugur ótti um að tapa núverandi stöðu og svo framvegis.
Ef ég má nefna slíkt yfirlæti með guðfræðilegum hætti, er það„sjálfsdýrkun“. Nefnilega byrjar maður að dýrka sjálfan sig eins og maður væri guð eða almáttugur, og ýtir lifandi Guði í burtu frá sér.
Ég myndi segja að það sé raunverulegt helvíti fyrir manneskju að falla í alvarlegt yfirlæti. Sjálfsdýrkun er synd, djúp synd. En síðasta einkenni þess að þjást af alvarlegu yfirlæti og sjálfsdýrkun er það að maður skilur ekki að maður sé í slíkri stöðu.
En hvað segjum við? Sjáum við einhverja manneskju sem er fallin niður í slíka stöðu og dýrkar sjálfa sig þaðan? Já, vist sjáum við slíkt fólk í þjóðfélaginu okkar. En samtímis getur það gerst hjá sérhverju okkar sjálfra.
4.
„ … Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða.“ (Lk.14:11) Þessi kenning Jesú er ekki kenning um hógværa hegðun í hversdagslífi okkar. Þessi orð Jesú er hörð gagnrýni til farísea og trúarlegs viðhorfs þeirra.
Farísear voru ekki venjulegt fólk. Þeir voru„elites“, mikið lesnir menn og áhrifamiklir í samfélaginu og gagnvart almenningi sérstaklega. Þeir voru meðvitaðir um það sjálfir og voru vissir um að þeir væru réttlætir menn fyrir Guði. Þeir hrósuðu sjálfum sér og litu niður á almenning og höfðu engan kærleika eða samkennd með fólki sem þeir töldu vera syndara, þ.á.m. voru einnig fátækt fólk eða sjúklingar.
Og Jesús sagði um þá:„Þá sem dýrka sjálfa sig mun Guð auðmýkja en þá sem sýna hógværð fyrir Guði mun Guð lyfta upp.“
Þessi kenning Jesú er mikilvægari og alvarlegari þegar um fólk er að ræða sem hefur vald í samfélaginu og er því áhrifamikið, af því að það skiptir almenning máli hvernig þeir koma fram í samfélaginu og tala. Það ætti sérstaklega að hlusta á þessa kenningu Jesú um hógværð með auðmjúkuð hjörtu.
Lærisveinar Jesú hlustuðu á kenninguna, þar sem þeir áttu að þjóna í nafni Jesú og áttu eftir að vera áhrifamiklir síðar. Jesús sagði við þá annan tíma:„En eigi sé svo meðal ykkar heldur sé sá sem mikill vill verða meðal ykkar þjónn ykkar. Og sá er vill fremstur vera meðal ykkar sé allra þræll.“(Mk. 10:43-44) Og síðan sýndi Jesús sjálfur þessa kenningu sína á krossinum og þjónaði okkur öllum.
Þegar við fáum að nota kraft og hæfileika mikið og getum haft áhrif á aðra, verðum við að reyna að þjóna þeim, fólki sem þiggur áhrif okkar. Við þurfum að muna þetta atriði fyrir okkur sjálf, og einnig skulum við minna áhrifamikið fólk í samfélaginu á það.
5.
Jesús kennir okkur að eiga hógvært hjarta. Þessi„hógværð“ er ekki hógværð sem við notum í hversdagslegri hegðun okkar sem er hluti af mannasiðum. Hógværð sem Jesús kennir er dýpri en slíkir mannasiðir. Hún er hógværð frammi fyrir Guði, hógværð sem við verðum að velja á stundum þegar við erum í harðri baráttu við freistni frá mannlegum þrám og djöfullegum tælingum.
Kaþólskur prestur og rithöfundur í Japan Yoji Inoue segir að:„Hógvært hjarta er hjarta sem umfaðmar mig þegar ég tapa öllu og tilvist mín verður litlaus og tóm.“
Þetta er svolítið flókin tjáning en það þýðir að hógvært hjarta er það viðhorf sem við höfum þegar við töpum öllu í lífi okkar og líf okkar verður bara í svörtum litum og hvítum, en samt verðum ekki vonlaus og stöndum með eigin lífi okkar. Ég endurtek þetta: hógvært hjarta er það viðhorf sem við höfum þegar við töpum öllu í lífi okkar og líf okkar verður bara í svörtum litum og hvítum, en samt verðum ekki vonlaus og stöndum með eigin lífi okkar.
Getum við eignast slíkt viðhorf? Getum við haldið í von, án þess að verða vonlaus, þegar við töpum öllu í lífi okkar? Líklegast ekki. En Jesús getur. Og hann umfaðmar litlausa tilveru okkar og gefur henni von og líf aftur á ný.
Við getum haldið áfram með líf okkar á jörðu án neins ótta og fáum að njóta tækifæris til að nota allan kraft okkar og hæfileka á sem bestan hátt. Og meira að segja getum við forðast að falla í yfirlæti og haldið í hógværð með því að leggja traust okkar á Jesú og biðja hann um að ganga saman með okkur.
Að lokum skulum við biðja saman:„Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. – Amen
(Takið postullegri blessun.) Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. -Amen