Þegar við sem erum fullorðinn vorum börn fylgdum við foreldrum okkar og þeim fullorðnu þangað sem leið lá og vorum ekki að spyrja spurninga eins og afhverju hingað eða þangað. Það hvarflaði ekki að huga heldur fylgdum við með í trausti þess að vel yrði fyrir séð. Textinn á öðrum sunnudegi eftir þrenningarhátið 21 júní sl. fjallaði einmitt um viljann til eftirfylgdar og fúsleikann til að fylgja þeim sem maður treystir. þangað sem leið liggur en hafa ekki endilega hugmynd um hvert og það að gefa sér tíma til fara þangað.
Þegar við sem erum fullorðinn vorum börn fylgdum við foreldrum okkar og þeim fullorðnu þangað sem leið lá og vorum ekki að spyrja spurninga eins og afhverju hingað eða þangað. Það hvarflaði ekki að huga heldur fylgdum við með í trausti þess að vel yrði fyrir séð. Textinn á öðrum sunnudegi eftir þrenningarhátið 21 júní sl. fjallaði einmitt um viljann til eftirfylgdar og fúsleikann til að fylgja þeim sem maður treystir. þangað sem leið liggur en hafa ekki endilega hugmynd um hvert og það að gefa sér tíma til fara þangað.
Í vor sem leið var ég leiddur inn á lendur hugans sem fyrir löngu hafði fennt yfir smá vaxin spor, mótaði fyrir enn sem ég hafði skilið eftir innrammaða af dögum æsku minnar. Það var lítil 6 ára hnáta sem býr í sama húsi og ég sem ómeðvituð leiddi mig eða tók mig í U-beygju hversdagins og fór með mig alla leið til löngu fjarska fjarlægðar hugsun. Hugsun sem eins og að framan greinir ég hafði enga ástæðu til að sækja til baka þaðan sem ég var staddur í lífinu. Leið okkar lá saman fyrir utan húsið okkar einn miðdaginn og hún sagði við mig í óspurðum fréttum og stoltið leyndi sér ekki að þetta væri í annað skiptið sem hún færi ein heim úr skólanum. Engin mamma og engin pabbi halda í hendina á henni og passa upp á að ekkert kæmi fyrir hana á leiðinni því hún væri að verða stór. Sagði hún mér líka að mamma og pabbi hennar voru nefnilega búin að kenna henni hvaða leið væri best að fara úr skólanum og hún fylgdi þeirri leið allveg nákvæmlega. Þau treystu henni því hún væri búin að vera í “alvöru stórum skóla” í heilan vetur og nú væri komið vor. Ég var ekkert að segja henni að vökul augu móður hennar hafi verið dágóða stund úti við gluggann heima hjá henni til að athuga hvernig afkvæminu gengi að ganga ein heim úr skólanum. Sú stutta hafði ekki hugmynd um það. Hún var sannfærð um að hún hafi farið leiðina heim yfir á stundum þunga umferðargötu án þess að nokkur væri að fylgjast með henni sem þætti vænt um hana og vildi henni ekkert annað en að koma heil á höldnu heim sem hún rogginn gerði því hún væri orðin stór og þess þyrfti ekki lengur með að mamma eða pabbi héldi í hendina á henni og leiðbeindi. Leiðir okkar skildu. Ég heyrði hana hróðuga segja mömmu sinni að hún væri komin heim allveg alein í því að dyrnar að íbúð minni lukust aftur.
Ég var ekki einn því sú hugsun læddist að mér það kemur að þeim tíma að litla stúlkan verður hætt að geta talið ferðinar úr skólanum á puttum beggja handa og tám beggja fóta og farin að hugsa um eitthvað allt annað. Það er nú svo að við hugsum um eitthvað allt annað en við ætlum okkur að hugsa um eins og þetta hvað það er mikill sigur að ganga ein heim úr skólanum. Mikill sigur eða hversu stórt og mikið það er hvarflar ekki að huga.
Ég hætti því fyrir margt löngu eða tel mig vera hættur fyrir einhverju síðan að hugsa um það en eins og að framan greinir einn sólríkan daginn beygi ég af leið og er settur í þá stöðu ljúflega að það er þetta smáa sem við ekki endilega erum að hnjóta um í okkar daglega amstri sem skiptir máli. Við sem erum fullorðinn erum of upptekinn af hinu stóra. Stóru mynd lífsins. Við hreinlega gleymum að horfa niður fyrir okkur á það smáa og leyfa okkur að hugsa í smáu. Því að í hinu smáa býr hið stóra. Við þufum ekki að hugsa um heildarmyndina sem oftar en ekki veldur okkur áhyggjum. Fyrir því er séð hjá þeim sem horfir út um glugga sköpunar sinnar.
Leyfum áhyggjum hversdagins mæta sínu en á meðan skulum við ganga vegin áfram í því trausti að vel verði fyrir séð. Það kann að vera að okkur finnst við vera ein. Það kann að vera að við höfum fylgt leiðsögn, það kann að vera að okkur finnst búið að sleppa af okkur hendinni og við göngum vegin ein ásamt öllum þeim sem bera sömu hugsun íþyngjandi. Það kann að vera að við gefum okkur ekki tíma til að vera stolt af hinu smáa en samt svo mikill sigur eins og í huga litlu stúlkunar sex ára að koma ein heim úr skólanum í annað sinn.
Það kann að vera að tilveran sé stór og ógnvænleg þrátt fyrir að við erum orðin fullorðinn og við horfum upp á myndina stóru sem framkallast á negativu gærdagsins og Guð móðir og faðir horfir á tilbúin að grípa inní ef á þarf að halda án þess að vitum af því að hann hættir ekki að fylgjast með því smáa í hinu stóra.