Þá er upp runninn Hvítasunnudagur Ósköp vnjulegur dagur Það var eitthvað annað en í gær og þó sérstaklega í fyrradag Fegurðin hér á Suðurlandi-maður minn –hún var alveg óumræðileg Heklan,Tindafjöll, Eyjafjallajökull risu upp yfir sléttuna og báru bláhvít við bláan himininn Jökulhettan setur ofsalegan svip á landið
*** Þetta land okkar sem við höfum haft í yfir 1000 ár. Það er óvíst að barnabörnin okkar fái að njóta þessarar fegurðar Eða þessa lands Ef við mennirninir höldum áfram að dæla koltvísýringi út í loftið í því magni sem við höfum gert þá bráðna jöklar –ekki bara Vartnajökull og Eyjafjallajökull heldur Jökullinn á Norðuskautinu Suðurland fer í kaf. Alla vega bæjarstæðið hér í Þorlákshöfn. Golfstraumurinn ruglast Það hlýnar að sönnu á næstu árum. Svo kólnar. Kirkjan hér fer á hafsbotn –verður skjól fiska. Þegar er talið að Golfstarumurinn hafi hægt á sér nú þegar um 30% þó ekki sé það staðfest. Þetta eru því miður orðnar vísindalegar staðreyndir Almennt viðurkenndar af fagmönnum og stjórnmálamönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Öllum nema Georg W. Bush en pólitískur og fjárhagslegur grunnur hans liggur hjá ol.íufyrirtækjum og öðrum orkufyrirtækjum Eins og allir vita hafa Bandaríkjamenn þumbast við og ekki staðfest KYOTO bókunina Þeir sóa gegndarlaust orku Æ fleiri spá því að korteri eftir næstu kosningar söðli Bandaríkjamenn um og taki upp aðra og skynsamlegri stefnu. Það gerir m.a. Rick Warren –evangelíski presturinn sem skrifaði bókina “Líf með tilgangi”. Hann er íhaldsamur Rebúblikani, vinur Bush forseta. Hann hefur nú tekið undir með Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og sendi nýlega frá sér myndband þar sem þessi málstaður sem ég hef talað um er kynntur og sendi til yfir 200 þúsund evangelískra presta um gjörvöll bandaríkin. Trúbræður okkar í Bandaríkjunum eru upp til hópa íhaldssamir í þjóðfélagslegum málefnum og siðferðilegum. Það er þó talið að þeir séu að vakna til vitundar í þessum efnum.
*** Kirkjan sem lærisveinarnir stofnuðu í Jerúsalem (og við heyrðum um í Postulasögunni) fyrir 2000 árum er skrítin skepna. Hún er margvísleg –sum einbeitir sér að sorginni, manninum og kröm hans –ekki vantar sorgina og neyðina í mannlífið Önnur beitir sér í þjóðfélagsmálum. Vill laga þjóðfélagið og heiminn svo fleiri búi við sómasamlegar aðstæður Enn ein kirkjan kemst sjaldan upp fyrir mitti heldur sig við kynlífsboð og bönn og áhugasviðið er einkum það hvort að biblían fordæmi nú örugglega ekki hitt og þetta Íslenska kirkjan er þetta allt þó hún sé farinn að draga óþægilega mikinn dám af flokki númer þrjú. Kirkjan hefur lítinn gaum gefið því sem ég tala um Íslenskur almenningur einnig –og þar af leiðandi ekki heldur stjórnmálamenn Ef ég man rétt hafa forystumenn stærsta flokksins hér dregið þetta allt í efa –líkt og Georg Bush –ólíkt mörgum forystumönnum íhaldsflokka í Evrópu. Það er með ólíkindum og kirkjan hér og fólk allt skuli láta eins og ekkert sé þegar uppi eru kenningar-svo vel rökstuddar- sem gera hreinlega að því skóna að Ísland verði óbyggilegt innan skamms tíma. Hvernig væri að vaka. Leggja sitt af mörkum. Það verður hugarfarsbreyting innan 10 ára. Hvernig væri nú að vera einu sinni í öldufaldinum –meðal þeirra upplýstu- en ekki gamaldags umhverfissóði.
*** Alltaf á siðaboð Immanuels Kant jafn vel við. Maður á að skoða sjálfan sig þeim augum hvernig væri veröldin ef allir höguðu sér eins og ég. Hvernig væri að hætta að fíflast á þessum stóra jeppa þennan 200 metra spöl í vinnuna. Hvernig væri að fá sér orkusparandi ljósperur. Hætta að kaupa grænmeti sem innpakkað í plast. Hvernig væri að lifa ábyrgu og skemmtilegu lífi.
*** Á kirkjumáli heitir þetta að vera ábyrgur ráðsmaður Guðs. Hugsunin er sú að við séum sett á þessa jörð til þess að ráðskast með sköpunina á ábyrgan hátt. Lifa í sátt og samræmi við náttúruna og skila henni til komandi kynslóða betri ef eitthvað er en hún var er við tókum við henni. Hvort sem mönnum hugnast þessi hugsun eða ekki þá er okkur öllum hollt að setja tilgang inn í líf okkar. Að lifa lífi sem hefur einhvern tilgang. Þegar við áttum okkur á því góða sem við getum gert þá lyftumst við. Það getur verið jafn einfaldur hlutur og að koma meir gleði inn í líf barnabarnanna. Hvað er jafn yndislegt og upplífgandi amma. Eða góður vinur? Eða góður sonur? Tilfinningin sú að athafnir manns skipti máli er yndisleg og nauðsynleg. Þú ert meiri manneskja einhvern veginn ef þú kaupir þér orkusparandi perur hjá henni Birnu –ef þú leggur bensíntröllinu og kaupir tómata í brúnum bréfpokum og ferð með þín eigin basttösku út í búð sem fátæk kona í Afríku hefur kannski fengið 5 krónur fyrir að búa til en berð ekki í sífellu heim til þín þessa plastpoka og borgar fyrir það. Jesús Kristur boðar að öll séum við manneskjurnar skapaðar í mynd Guðs, að hver einstaklingur skipti máli. Þú skiptir máli. Láttu þá tilfinningu vaxa og dafna innan í þér. Lifðu þessu lífi eins vel og þú getur.