Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný. Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast. Þá munu menn sjá Mannssoninn koma í skýi með mætti og mikilli dýrð. En þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og lyftið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd.Í dag er annar sunnudagur í aðventu.Hann sagði þeim og líkingu: Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd.
Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. Lúk 21.25-33
Orðið aðventa þýðir koma.
Aðventan er hugsuð sem undirbúningstími fyrir jólin, þar sem minnst er fæðingar Jesú Krists, komu hans í þennan heim.
Í fyrri ritningarlestrinum í dag sem er frá spámanninum Jesaja heyrum við um komu Jesú, sem muni ekki dæma eftir því sem augu hans sjá og ekki skera úr málum eftir því, sem eyru hans heyra.
Hann muni dæma með réttvísi og réttlætið og trúfestin munu fylgja honum hvert sem hann fer.
Semsagt hann mun ekki fara eftir klæðaburði eða sögusögnum í afstöðu sinni til fólks heldur öðru.
* * *
Þessa daganna erum við minnt í hinu ytra á ýmsan hátt á komu jólanna.
Jólaljós kominn upp víða og lýsa þau upp skammdegið með birtu sinni.
Þau eru endilega ekki trúarlegs eðlis nú á dögum heldur geta verið til dæmis í formi snjókorna eða með tilvísunum í frægar bíómyndir eins og sést til dæmis á Regent stræti í miðborg Lúnduna þessa dagnna, þar sem úir úir og grúir af þúsundum mislitra ljósa með myndum úr hinn frægu teiknimynd “Ísöldin”.
Vöruhúsin og verslanirnar keppast um að hafa sem glæsilegastar og stundum sem óvenjulegustu skreytingarnar.
Og nú er til dæmis tískulitur jólanna ekki lengur rauður, heldur svartur og slegið á sumum stöðum upp auglýsingum um svört jól.
Fyrir nokkrum árum mátti lesa frásögn af japönsku verslunarhúsi, sem fékk einn af starfsmönnum sínum til að kynna sér markaðssetningu jólanna í hinum vestræna heimi og flytja þessa markaðsetningu yfir til Japans.
Viðkomandi starfsmaður kynnti sér málið, ekki nógu vel því hann lagði til að utan á vöruhús fyrirtækisins yrði settur:
Krossfestur jólasveinn.
Eitthvað hefur hann ruglað þemum jólanna og sett ólasveinin upp á eitt helsta trúartákn kristinna manna, það er krossinn.
Og ekki var bara fæðingarhátíð Jesú Krists ruglað saman við jólasveininn heldur einnig páskunum og boðskap þeirra þar sem Jesús Kristur lætur lífið á Föstudeginum langa en rís upp á Páskadegi.
* * *
Það er auðvelt í þessu lífi að rugla hlutum saman og misskilja eða bara skilja á þann hátt sem manni henntar best í hvað og hvert skiptið.
Á blaðsíðum tímaritanna eru nú oftar en ekki umfjallarnir um jóla þetta eða jóla hitt.
Frá uppskriftum um réttu eldamennskuna á kalkúnum til leiðbeininga um hvernig eigi að klippa jólakatusa, svo nokkur dæmi séu nefnd.
Dagblöðin sum gefa svo út jólablöð þar sem fjallað er um hitt og þetta sem tengist jólunum.
Vissulega vakti það athygli mína að í einu dagblaði Íslendinga fyrir nokkurum dögum var ekki ýkja mikið fjallað um það sem mestu skiptir á jólunum það er um boðskap þeirra heldur þeim mun meira fjallað um hið ytra.
Fjöldi af auglýsingum er í þessu tiltekna jólablaði þar sem veraldlegum hlutum er komið í alls konar búning með hinum og þessum skilaboðunum um að þetta eða hitt sé á líka þessu frábæra verði sem maður geti nú bara alls ekki látið fram hjá sér fara.
Og svo auglýsir þekkt alþjóðleg verslunarkeðja starfssemi sína í fullri blaðsíðustærð með eftirfarandi hætti:
“Jólin.
Frábær hugmynd”.
* * *
Hvað finnst þér?
Eru jólin frábær hugmynd?
Eða eru þau eitthvað meira en hugmynd fyrir þér?
Eru þau skemmtileg matar- og pakkahátíð?
Eða eru þau þér þægileg hvíld eftir allt stressið á aðventunni?
Eða eruð þau þér trúarhátíð þar sem fangað er fæðingu frelsarans?
Þar sem hann fæddist í út í fjárhúsi að nóttu til því það var ekki pláss annars staðar fyrir hann annars staðar.
* * *
Það var vinsæl bandarísk fjölskyldumynd “Jólin með Kranks fjölskyldunni” sýnd um síðustu jól þar sem fjallað var um foreldra og einkabarn þeirra sem nýflutt var að heiman til að starfa að hjálparstörfum erlendis.
Foreldrarnir voru einmanna án einkadótturinnar.
Faðirinn ákvað í sparnaðarskini að halda bara alls engin jól heldur fara á jóladagskvöld í nokkra daga siglingu um Karabíska hafið með eiginkonu sinni og eyða einungis 3000 þúsund dollurum í þá ferð í stað þess að eyða rúmum 6000 þúsund dollurum í jólin og undirbúning þeirra árinu áður.
Eiginkonan féllst á þessa hugmynd eiginmannsins þó svo að hún væri ekki alveg sammála honum í þessu.
Hana langaði að halda jól, þorði bara ekki að viðurkenna það fyrir honum, vildi líka ekki eyðileggja fyrir honum að komast í langþráð frí.
En þegar fréttist með mjög skömmum fyrirvara að dóttirin kæmi óvænt heim um jólin þá ákvað móðirin að haldin yrðu jól eins og áður við lítinn fögnuð föðursins en þegar hátíðin gekk í garð þá opnuðust augu hans fyrir ýmsu, sem hafði farið fram hjá honum áður, eins og hans eigin eigngirni og sjálfselsku.
* * *
Á aðventunni takast gjarnan á hið ytra og svo hið innra.
Það er stress í vinnunni yfir því að það þurfi að klára hitt eða þetta eða það sé svo mikið að gera.
Það er stress heima yfir því að það eigi eftir að kaupa þessa pakka eða hina pakkana.
Nú, auðvitað jólakortin það má nú alls ekki gleyma þeim og best er nú að vera ekki á seinasta snúning með þau eins og í fyrra og eða í hitt í fyrra og svona mætti nú lengi áfram upp telja um fjölbreyttu ytri verkefni aðventunnar.
* * *
En hvað með hið innra?
Gleymist það stundum?
Í texta dagsins úr Rómverjabréfinu segir að Guð veiti okkur þolgæðið og huggun og gefi okkur að vera samhuga að vilja Jesú Krists til þess að við gleymum honum ekki.
Og hin sanna gleði kemur með því að líta inn í hjarta sitt og komast að því að jólin eru ekki “Fín hugmynd” heldur veruleiki með magnþrúngin og stórkostlegan boðskap.
Um fæðingu frelsara sem kom í þennan heim til að hjálpa og kenna og boða miðla boðskap um trú, von og kærleika.
Trú sem ekki bregst í sama hvaða lífssins veðri það er.
Von sem er stöðug og kærleika sem er óendanlegur og eilífur.
Og þetta eru ekki bara falleg og hughreystandi orð á prenti heldur lifand veruleiki sem aldrei mun undir lok líða.