Albanía d. febrúar 1972
Albanía innleiddi menningarbyltingu að kínverskri fyrirmynd á sjöunda áratug síðustu aldar. Kirkjur, klaustur og moskur voru eyðilagðar og öll trúariðkun stranglega bönnuð. Prestar sem voguðu að þjóna voru fangelsaðir. Albanía var lýst sem fyrsta guðlausa ríki veraldar. Stefan Kurti, sem var rómversk-kaþólskur prestur, vissi hvað það þýddi. Hann var frá Serbíu, en starfaði í Albaníu. Árið 1947 hafði hann verið ákærður fyrir gjaldeyrismisferli, sem voru upplognar sakir, en var dæmdur til dauða. Dómnum var síðan breytt í lífstíðarþrælkunarvinnu. Árið 1963 var honum sleppt. Þegar hann varð vitni að því að „rauðu varðliðarnir“ smánuðu og eyðilögðu kirkju í Lezhna mótmælti hann. Hann var þegar í stað handtekinn og var dæmdur í 16 ára þrælkunarvinnu. Í Lushne- fangabúðunum utan við Tirana bað móðir nokkur hann um að skíra barn sitt í leynum. Hann var dreginn fyrir rétt í kirkju sem breytt hafði verið í alþýðudómstól og altarið gert að sæti fyrir dómarann. Þar var hann dæmdur til dauða fyrir að hafa skírt barnið. „Ég er prestur og það er skylda mín að skíra og útdeila öðrum sakramentum þeim sem eftir því leita,“ sagði hann. Hann var tekinn af lífi í febrúar 1972.
Nú er ég glaður í þjáningum mínum ykkar vegna og uppfylli með þjáningum líkama míns það sem enn vantar á þjáningar Krists til heilla fyrir líkama hans, kirkjuna. Hennar þjónn er ég orðinn og hef það hlutverk að boða Guðs orð óskorað. Kol. 1. 24-25
Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.