Tökum á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur!

Tökum á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur!

Það er að njóta lífsins í dag, jafnt sem á næstu daga þangað til við verðum flutt til annars ríkis, og einnig að njóta virði lífsins sem falið er í því. Virði lífsins er ekki allt sjálfsgefið. Við þurfum að hafa fyrir því að finna það.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
26. júní 2011
Flokkar

Einn úr mannfjöldanum sagði við Jesú: „Meistari, seg þú bróður mínum að skipta með mér arfinum.“ Hann svaraði honum: „Maður, hver hefur sett mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur?“ Og hann sagði við þá: „Gætið ykkar og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum þótt auðugur sé.“ Þá sagði Jesús þeim dæmisögu þessa: „Maður nokkur ríkur átti land er hafði borið mikinn ávöxt. Hann hugsaði með sér: Hvað á ég að gera? Nú get ég hvergi komið fyrir afurðum mínum. Og hann sagði: Þetta geri ég: Ég ríf hlöður mínar og reisi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og auðæfum. Og ég segi við sálu mína: Sála mín, nú átt þú mikinn auð til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En Guð sagði við hann: Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá það sem þú hefur aflað? Svo fer þeim er safnar sér fé en er ekki ríkur í augum Guðs.“ Lúk 12.13-21

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1. Sambandi á milli lífs manna og eigna þeirra hefur verið mikilvægt umhugsunarefni frá örófi alda. Esóp frá Samos-héraði í Grikklandi tók saman þjóðsögur í Vestur-Asíu á 6. öld fyrir Kristi og eru sögurnar nú þekktar sem dæmisögur Esóps. Við öll þekkjum vel söguna um maurinn og engisprettuna. Engisprettur eyddu dögunum á sumrin í að skemmta sér og vanræktu að undirbúa sig undir veturinn. Maurarnir hins vegar unnu hart dag og nótt og spöruðu matinn á hverjum degi fyrir vetrardagana.

Engispretturnar hlógu að maurunum en svo fór að lokum að þeir björguðu engisprettunum með því að gefa þeim mat um veturinn. Skilaboðin eru þessi: ,,Notaðu daginn í dag til þess að búa í haginn fyrir komandi ár.“ Það hlaut að vera mjög raunsætt í gamla daga og vera tekið alvarlega að eiga mat fram í tímann, þar sem það hafi oft bein áhrif á líf og dauða fólks. Þjóðsögur byggja nær alltaf á raunveruleikanum eða lífsreynslu fólks.

Þegar við förum að skoða hvernig eignir hafa áhrif á líf okkar, þá rifjum við flest upp ferska og slæma minningu. Við minnumst þeirrar reiði og undrunar sem sló okkur á Íslandi við efnahagshrunið í október 2008 og Japanir rifja upp dagana eftir jarðskjálftana og flóðbylgjurnar í mars síðastliðnum.

Hve auðveldlega eignir geta horfið? Hve skyndilega getur fólk horfið? Það sem við töldum áreiðanlegt reyndist að vera ekki áreiðanlegt. Það sem við gerðum ráð fyrir að myndi verða í framtíðinni eyðilagðist. Og eftir varð risastórt tóm, bæði í samfélaginu og í brjósti hverrar manneskju.

Að horfast við þá staðreynd í augu var í alvörunni skelfilegt. Þegar kemur að sambandi mannlífs og eigna manneskjunnar getur hvort tveggja verið tekið í burtu án nokkurs fyrirvara. Við skulum staðfesta þessa hörðu staðreynd áður en við íhugum orð í Guðspjalli dagsins.

2. Guðspjall dagsins er dæmisaga um mann sem aflar sér mikilla ávaxta en er samt ekki viðurkenndur sem ríkur fyrir augum Guðs. Maður nokkur var glaður eftir að hann fékk ríka ávexti og hóf að hugsa með sér hvar hann ætti að geyma þá eða hve auðvelt líf hans yrði næstu ár. En Guð kallaði hann heimskan mann, þar sem hann hvorki vissi né íhugaði hvenær hann myndi vera tekinn frá jörðinni. Guð áleit manninn ekki ríkan í sínum augum.

Þessi dæmisaga virðist í fljótu bragði vera í mótsögn við þá um maurinn og engisprettuna. Skilaboðin sögunnar eftir Esóp voru þessi: ,,Notið daginn í dag til þess að undirbúa komandi ár“, en dæmisaga Jesú virðist að segja: ,,Nei, nei, það er asnalegt að safna að sér fé fyrir komandi ár, þar sem enginn veit hvenær hann veður tekinn frá jörðinni“. Er þetta réttur skilningur á skilaboðum dæmisögunnar? Auðvitað ekki. Hvar liggur villan í þessum skilningi?

Eins og það var bent á, var það bæði mjög raunsætt og mikilvægt í gamla daga að safna mat eða húsdýrum. Og ef það var hægt, hlaut það einnig að vera eftirsóknarvert að eiga gott land fyrir landbúnað, vatnsból eða stórt húsnæði þar sem var hægt að geyma uppskeru og húsdýr. Svona var kjarni eigna upphafslega, a.m.k. fyrir venjulegt fólk. Því er það auðséð að eignirnar voru nátengdar við líf fólksins sjálfs og hvers það þarfnaðist.

Hins vegar er það satt líka að Jesús segir eins og: ,,Hyggið að hröfnunum. Hvorki sá þeir né uppskera, eigi hafa þeir forðabúr eða hlöðu, Guð fæðir þá. Hve miklum mun eruð þér fremri fuglunum!” (Lk. 12:24) eða ,,Hafið ekki hugann við, hvað þér eigið að eta og hvað að drekka, og kvíðið engu. ... faðir yðar veit, að þér þarfnast þessa“(Lk.12:30-31).

Þannig virðist Jesús að líta litið á eign yfirleitt. En þegar Jesús segir þessi orð, er áhersla hans ekki sú að fólk eigi að neita sér um að eiga eignir eða nauðsyn þess að undirbúa fyrir komandi daga, heldur er áhersla sú að minna fólk á atriði, sem er jafnt mikilvægt og matur og vatn eða enn mikilvægra. Samt gleymist það oft í hugum fólksins. Hvað er það mikilvæga atriði?

3. Það er nefnilega að halda í trúna á Guð, sem sér um líf okkar virkilega og stöðugt. En mig langar að nálgast málið með annars konar skýringu nú. Það er hægt að segja hið sama og „trú á Guð“ með því að segja: ,,að lifa með Guði“ eða ,,að fylgja Jesú“. Mig langar að prófa að nota aðeins áþreifanlegra orð og segja: ,,að lífa sönnu lífi fyrir sig“ eða ,,að lifa eigin lífi með virði þess.“

Það sem ég vil benda á er að taka á móti lífi sínu, því sem Guð býður upp okkur og njóta virði lífsins sem fylgir í þessu tilboði Guðs. Það er að njóta lífsins í dag, jafnt sem á næstu daga þangað til við verðum flutt til annars ríkis, og einnig að njóta virði lífsins sem falið er í því. Virði lífsins er ekki allt sjálfsgefið. Stundum, eða alltaf, þurfum við að hafa fyrir því að finna það. Gott tónlistafólk, áberandi íþóttamaður eða hver sem er, verður manneskja að vinna að því að nýta hæfileika sína til hins ýtrasta og njóta þannig virðis lífs síns eins og hægt er.

Þetta gildir sama um fólk sem á í mismunandi erfiðleikum t.d vegna sjúkdóma eða afleiðinga náttúruhamfara. Virði lífsins birtist mjög oft í erfiðleikum. Ég er búinn að tala mikið um og segja frá lífi fólks á hamfarasvæðinu eftir jarðskjálftann og flóðin í Japan. Sumir gætu haldið að ég væri of upptekinn af því. En ástæðan er sú að það eru ótrúlega margar góðar sögur sem hafa orðið til í þessum hamförum sem eiga það skilið að verða deilt með Íslendingum. Virði lífsins gæti skinið meira í erfiðleikum.

Eignir eru mikilvægar og undirbúningur fyrir komandi ár líka. Þetta eru mikilvæg tæki í lífi okkar og við megum ekki vanmeta mikilvægi þeirra. En eru eignir og sparnaður fyrir framtíðina tilgangur lífsins fremur en tæki fyrir lífið? Maðurinn í dæmisögunni misskildi það aðeins. Hann hélt að það að eiga mikla uppskeru væri miðpunktur lífs síns. Þá byrjaði hann að segja eins og : ,,Afurðir mínir“ ,,hlöður mínar“ ,,korn mitt“ ,,sál mín“. ,,Ég“ og ,,minn“ var orðin að hans einu hugmynd. Hjá honum sást ekki lengur nokkur áhugi til þess að hafa samskipti við starfsfólk sitt á búgarðinum, nágranna sína eða Guð. Þetta voru fyrstu mistök mannsins. Önnur mistök hans voru að dreyma um framtíðina án þess að meta virði þess að lifa í dag. Við höfum alltaf framtíð í huga okkar og það er gott. En sá dagur sem við getum lifað, alla ævi okkar, er einungis ,,í dag“. Ef við gleymum að finna virði dagsins í dag og njóta þess, þá munum við gleyma virði allrar ævi okkar.

Þannig gerði maðurinn tvenns konar mistök. Í fyrsta lagi ruglaði hann tilgangi lífsins saman við tæki sem eru eignir. Þá misskildi hann að hann væri sjálfur eigandi lífs síns því hann var upptekinn af sjálfum sér. Afleiðing þess var sú að hann hætti að hugsa um náunga sína eða deila lífi sínu með þeim.

Í öðru lagi taldi maðurinn að hann gæti stjórnað öllu í lífi sínu og hann gleymdi þeirri náð að geta lifað „í dag.“ Hann dreymdi bara um framtíðina en gleymdi að lifa lífinu í dag með virði þess. Hann lifði því hvorki sönnu lífi sínu né naut lífs síns með sönnu virði þess. Hann fór fram hjá góðu boði Guðs um líf. Því var hann ekki ,,ríkur í augum Guðs“.

4. Til þess að ljúka ræðu minni, langar mig að lesa upp línur frá frábærum pistli sem ég rakst á um daginn á netinu Vísir.is. Pistillinn er eftir unga 20 ára stelpu en hún er Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona og Íslandsmethafi í sjöþraut.

- Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa.

Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. (….. )

Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" - (úr ,,Fórni eða forréttindi?“ eftir Helgu Margréti Þorsteinsdóttur 4. júní 2011 Vísir.is)

Ung Helga Margrét reynir að grípa í satt virði lífsins sins sem 20 ára stelpa og nýtur dags í dag jafnt sem draums sins í framtíð. Við eldra fólk getum lært aðeins hjá henni í dag. Guð blessi Helgu Margréti! Og Guð blessi einnig hvers og eins okkar!

Dýrð sé Guði, föður og sýni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen