Mig langar til að hugleiða málefnið að vera í einbúð undir yfirskriftinni “Ég bý ein/n?”.
Satt best að segja er ég ekki sérfræðingur í þessu málefni. Hins vegar hugsa ég mjög mikið um það af persónulegum ástæðum. Ég hef nú búið á Íslandi í 15 ár, 7 ár með fjölskyldu en í einbúð síðastliðinn 8 ár. Þar sem ég er innflytjandi á ég hér enga blóðtengda ættingja, nema börnin mín tvö, svo það er þýðingarmikil spurning fyrir mig og raunsæ hvort ég sætti mig við að vera í einbúð eða ekki.
En skoðum fyrst hvað það þýðir að vera í einbúð með því að taka nokkur dæmi.
Margvíslegar ástæður einbúðar
Að vera í einbúð er ekki eins. Margt ungt fólk flytur að heiman þegar það fer í háskóla og hefur sjálfstæða búsetu, jafnvel eitt. Það er yfirleitt ævintýraleg upplifun og þroskandi. Fyrir fullorðið fólk sem lendir í skilnaði og þarf að yfirgefa fjölskyldu sína án þess að hafa valið það og hefja einbúð er það áfall lífsins. Það sama á við þegar fólk missir maka sinn. Ástæður einbúðar geta því verið mismunandi og flóknari en þær líta út fyrir við fyrstu sýn. Þetta er fyrst og fremst tæknileg aðgreining.
Við getum aðgreint einbúð eftir því hvort maður vill búa ein/n sjálfur eða maður sé neyddur til þess að vera í einbúð. Ef manneskja vill frekar búa ein heldur en með öðrum þá er það sennilega vegna þess að hún telur það þægilegra af einhverri ástæðu. Í slíkum tilfellum finnur manneskjan ef til vill ekki til einmanaleika. En ef manneskja lifir lífi sínu í einbúð gegn vilja sínum, t.d. vegna sambúðarslita, makamissis eða annars, getur hún verið einmana. Og í slíkum tilfellum er betra að hún fái aðstoð, stuðning eða hvatningu frá öðrum til þess að komast yfir einmannaleikann.
Ég tel það skipti miklu máli í raun hvort manneskja kjósi að vera í einbúð eða hvort hún eigi engan annan kost en að vera í einbúð.
Sem prestur og guðfræðingur segi ég þetta, en Guð okkar er ekki bara fullkomin tilvera á einhverjum stað, heldur er Guð “Guð í samskiptum við menn”. Guð er “Guð sem talar við okkur”. Þess vegna verðum við að hlusta á orð Guðs í sérhverjum aðstæðum okkar. Við getum, sem sagt, ekki sagt að Guðs orð séu algild um allar manneskjur sem eru í einbúð án þess að skoða líf og sögu þeirra sem búa í einbúð.
Sjónarmið úr Biblíunni?
Mér var sagt að fólki sem býr í einbúð fari fjölgandi á Íslandi. Það að manneskja sem búi ein er alls ekki nýr lífsstíll í sögu mannkyns en hin bersýnilega fjölgun í samfélaginu má kallast nýtt fyrirbæri. En hvað skyldi hin gamla en sígilda Biblía segja um það? Leyfið mér að vitna í nokkur vers úr Biblíunni.
Í fyrsta Mósebók stendur: “Drottinn Guð sagði: ,,Eigi er það gott , að maðurinn sé einsamall. Ég vil gjöra honum meðhjálp við hans hæfi“”.(1. Mós. 2:18) Í Matteus stendur: “Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra”.( Mat. 18:20) Eða í Jóhannes: “Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar”. (Joh. 14.18) Þessi orð Biblíunnar benda á að maður skuli ekki vera einn. Hins vegar eru eftirfarandi atriði í Biblíunni einnig
- Æfi Jesú var frekar einmana í jarðneskri merkingu.
- Jóhannes skýrari bjó einn í eyðimörkinni, a.m.k. í byrjun.
- Páll postuli skrifaði. “ Hinum ókvæntu og ekkjunum segi ég. Að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég”. (1. Kor. 7:8)
Ég játa það að ég er ekki hrifinn af þessari aðferð að klippa nokkur orð úr Biblíunni án þess að samhengi þeirra sé látið fylgja með og sú heildarhugsun sem þau eru hluti af. Það er í raun og veru ekki að hlusta á orð Guðs, heldur frekar að nota orð Guðs eftir geðþótta sínum.
En hvernig getum við sett ofangreind orð í samræmi eftir að við skoðum líka samhengið? Það er sem sagt verkefni sem guðfræðingar vinna að og ég get ekki útskýrt það ítarlega hér. En út frá kirkjulegu sjónarmiði finnst mér lykilorðið fyrir okkur að íhuga málefnið um einbúð út frá vera “manngæska”(humanity). Manngæska er að sjálfsögðu orð sem hægt er að nota utan kirkjulegs samhengis en í guðfræði hugsum við í manngæsku eins og eftirfarandi:
Maðurinn (human person) er ein af dýrategundunum á jörðinni. Það er mikilvægt að geta skoðað manninn út frá slíkri forsendu á vísindalegan hátt, t.d. líffræðilegum. Hugtak eins og manngæska nær hins vegar ekki yfir önnur dýr á jörðinni en manninn. Orð eins og “mannlegur” eða “ómannlegur” gildir eingöngu þegar við tölum um manneskju. Við segjum ekki um fugl hvort hann sé “fugllegur” eða “ófugllegur”. Fugl er fugl aðeins með því að hann er þarna. “Að vera mannlegur eða ómannlegar,” hefur enga merkingu þegar um fugl er að ræða. Maðurinn getur lifað sínu lífi eins og dýr. En maðurinn getur lifað sínu lífi í manngæsku líka og að sjálfsögðu er það sem Guð vill að við gerum.
Margir guðfræðingar eru sammála um að eitt af mikilvægustu einkennum manngæsku birtist í samskiptum við náungann. Eða segja jafnvel að manngæska sé sköpuð í samskiptum við náungann. Þetta er t.d. atriði sem guðfræðingurinn og heimspekingurinn Martin Buber lagði áherslu á.
Guðfræðingurinn F.Ebner hélt áfram: “Andlegur sjúkdómur manna er að “ég” sem maður týni “þér” í samskiptum sinum”.
Ég leyfi mér að breyta aðeins orðalagi Ebner svo að við eigum auðveldara með að sjá kjarnann sem snertir umræðuefni okkar í kvöld: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því að “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”. Mér finnst þetta gilda meðal annarra, þegar þeir sem vilja vera í einbúð virkilega. Mig langar til að útskýra það aðeins betur næst sem persónulega skoðun mína.
Aðstæður á höfuðborgarsvæðinu?
Eins og ég sagði áðan, er ég ekki sérfræðingur um viðkomandi málefni og ég er ekki með viðtæka og ítarlega þekkingu um málið. Því byggist skoðun mín á persónulegri þekkingu minni og reynslu.
Þegar ég skoða samfélagið hér á landi, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, finnast mér eftirfarandi tvö atriði eftirtektarverð:
- Þó að maður sé í einbúð, búa ættingjar manns, vinur eða vinkonur nálægt. Að búa einn í Reykjavík er ekki eins og að búa einn í miljóna manna borg.
- Samfélagsskerfi jafnt og viðhorf samfélags til einbýlismanns er frekar jákvætt að styðja mann sem er í einbúð. Að búa ein er ekki rosalega erfitt mál. En þegar er um að ræða fólk eins og einstæðar mæðir með lítil börn eða fólk með fötlun, er það annað mál.
En ég, sem er einn af þeim sem neyddist til að lifa einbýlislífi, vil varpa spurningu. Er lífsstíll af þessu tagi af sama tagi eins og þegar manneskja vill aðeins eiga félagsleg samskipti við aðra þegar henni finnst þau eftirsóknarverð en vill ekki svara þörf annara með ábyrgð? Sem sagt, standa slík samskipti manns ekki á egósentrískum grundvelli? Falla slík viðhorf til eigin lífs ekki á þá staðhæfingunni: “Hin andlega og félagslega gildra (trap) manna felst í því “ég” sem manneskja týni “þér” í samskiptum okkar, meðvitað eða ómeðvitað”?
Í stuttu máli sagt, tel ég að í nútímalegu lífsumhverfi, sé auðvelt og þægilegt fyrir okkur að halda áfram í einbúð. Hins vegar verður það erfiðara og erfiðara fyrir okkur að halda lífi okkar í djúpum samskiptum við annað fólk og þannig festumst við ómeðvitað í gildru mannfyrirlitningar.
Einnig gerir fjölgun borgarbúa, sem eru sáttir við einbýli, það erfitt fyrir þá sem eru ósáttir við sína einbúð og vilja eignast lífsförunauta!
Þetta er persónulegt álit mitt og ég ætla ekki að fullyrða að það sé rétt hjá mér. En mig langar til að segja þessa skoðun mína og vona að hún verði grundvöllur fyrir og efli frekari umræðu. Ég tók ekki upp þá sem eru að glíma við einmanaleika og erfiðaleika vegna einbúðar, en það er augljóst að við sverðum að veita aðstoð til þeirra og þarna vantar áþreifanlega aðgreiningu um málið og gerð þess.