Í könnun Félagmálaráðuneytis og Mannréttindastofu kemur fram að tæplega 60% Íslendinga telja algengt eða mjög algengt að fólki sé mismunað eða það áreitt vegna kynþáttar eða þjóðernis. Fjórðungur telur sig hafa orðið vitni að mismunun eða áreitni vegna þjóðernis eða kynþáttar. Fjórðungur telur mismunun vegna trúar eða trúarskoðunar algenga eða mjög algenga.
Þó að þetta séu ívið lægri tölur en í löndum í norðanverðri Evrópu þá er þetta alvarleg vísbending um það að ekki sé, í þessum efnum, allt eins og það ætti að vera hjá þjóð þar sem mikill meirihluti fólks vill án efa lifa í samfélagi þar sem mismunun af ofangreindum ástæðum er ekki liðin.
Í þessu samhengi er eðlilegt að vekja athygli á skýrslu eftirlitsstofnun Evrópuráðsins ECRI sem hefur það verkefni að ráðleggja ríkisstjórnun um leiðir til að vinna gegn mismunum sem stafa af kynþáttafordómum. ECRI hefur vakið athygli ríkisstjórnar Íslands á því að lagarammann þurfi að styrkja bæði refislöggjöf og almenna löggjöf og fræða með beinskeyttari hætti en nú er bæði nemendur og kennara um kynþáttafordóma og hvernig mismunun þrífst í skjóli þeirra.
Við höfum ekki sinnt þessum málum nægilega og fáum að óbreyttu skömm í hattinn þegar eftirlitsstofnunin kemur hingað aftur 2011. Í uppbyggingu nýs samfélags er það verðugt markmið að útrýma kynþáttafordómum og mismunun vegna þeirra.