Á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 19. október 2011 var umræðuefnið leikhúsið og helgihaldið. Sr. Haukur Ágústsson ræddi um efnið og hélt því fram að guðsþjónustan væri “Sú leiksýning sem gengið hefur lengst á jörð.” Hér má lesa pistill um kvöldið og skoða upptökur. Samræðukvöldin standa yfir á miðvikudagskvöldum kl. 20 í október og nóvember 2011 í Glerárkirkju.
Við höfðum fengið Aðalstein Bergdal, leikara, til að segja m.a. frá reynslu sinni að flytja eða leika Markúsarguðspjall í einleik. Það var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar 1998. Hann hefur gefið út einleikinn á geisladiski. Því miður forfallaðist hann en hann skrifaði smá umsögn um tilurð og tilfinningar sínar af því að flytja guðspjallið á leiksviði, sem er birt hér með leyfi höfundar:
"Upphafið að flutningi á Guðspjallinu var 30 ára leikafmæli mitt árið 1998. Nýr leikhússtjóri var tekinn við hjá Leikfélagi Akureyrar, Trausti Ólafsson. Kom hann úr námi frá Noregi, en seinasta árið hans þar, fór norskur leikari frá norska Þjóðleikhúsinu á kostum um allan Noreg með flutningi sínum á ,,Markúsarguðspjalli” og fyllti öll hús og að lokum varð að ryðja burt verkum af sviði Þjóðleikhússins til að koma honum þar að. Guðspjallið var síðar flutt á sviði í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi.Ég undirritaður ræddi því við Sr. Haukur Ágústsson, prestur og kennari, um efnið í forföllum Aðalsteins Bergdla. En sr. Haukur hefur oftar en einu sinni ryfjað upp setningu um messuna sem hann rakst einhvern tíman á upp á ensku: “The longest show on earth!” Kannski finnst einhverjum það óviðeigandi samlíking að segja að messan sé leiksýning en staðreyndin er ljós að hún hefur verið samfelld á annað þúsund ár og futt um allan heim. Athyglisvert!Ég varð númer tvö í heiminum, en ég flutti Guðspjallið á svokölluðu Renniverkstæði, frábæru leiksviði sem við hjá LA vorum með á gamla, fyrverandi renniverkstæði Vélsmiðjunnar Odda hf. við Strandgötu.
Þegar þetta kom fyrst til tals, sagðist hann sjálfur vilja leikstýra mér, ef mér væri það ekki á móti skapi og hafði ég svo sem ekkert við það að athuga, en vissi ósköp lítið um hans leikstjórn.
Samvinna okkar Trausta gekk vel að mér fannst í flesta staði. En einn mjög stór galli var á rúmlega 5 vikna æfingatímabili, með smá hléum, og hann var, að við æfðum á fjórum stöðum. Fjórði staðurinn var Renniverkstæðið tvær síðustu vikurnar fyrir frumsýningu. En það sem gerir svona skipti á æfingastað erfið er, að leikari hefur lítið eða ekkert til að styðjast við í leikmynd sem styður textalærdóm. Og tveggja klukkutíma einleikstexti og varla nokkur leikmynd, nánast ekkert til að styðjast við, er það vonlausasta af öllu vonlausu. En leikmynd hjálpar mörgum leikurum að muna texta. Það var ekkert svoleiðis að þessu sinni. Þarna varð ég algjörlega að treysta á sjálfann mig án stuðnings frá umhverfi eða öðrum leikara. Og ekki þýddi að fara “sirkabát” með textann, hann varð að vera háréttur, frá orði til orðs. Þetta var mjög ögrandi áskorunn.
Og þrátt fyrir allt gekk þetta allt ótrúlega vel og textinn einhvern veginn settist ósjálfrátt að í heila mér og mér fannst á stundum eins og ég yrði næstum því upphafinn þegar ég sagði textann, eins og ég einhvern veginn heyrði í sjálfum mér í fjarlægð og að það væri ekki alveg mín rödd.
Ég hlakkaði til frumsýningarinnar í stað þess að kvíða fyrir, eins og vænta mátti, einn með allan þennan texta. Tveggja tíma eintal. Ég man þegar ég beið bakatil frumsýningarkvöldið, skammt innan við inngönguna á sviðið. Þarna bakatil síðustu 15 mínúturnar eða svo, var ekki sála í húsinu nema ég og myrkrið. Ég stóð þarna alveg pollrólegur og bara beið eftir því að ná til fólksins. Ég naut þess alveg í botn að flytja þennan texta og fann fyrir alls kyns tilfinningu í sjálfum mér, svona eftir því hvað ég var að segja. Allt gekk eins og í sögu og frúin mín sagði við mig í hléinu á frumsýningunni: ,,Vá Alli, þetta er svakalega mikill texti, hvenær lærðir þú allt þetta, ég man bara fimm sinnum eftir handritinu heima.” Ég fór þá að hugsa og komst að því að ég hefði líklega aldrei legið yfir handritinu eins og maður hafði stundum gert áður ef mikill var texti að læra, þessi texti kom bara til mín.
Mér þótti afar ljúft að flytja Guðspjallið og fannst það vel eiga heima í leikhúsinu og mér fannst jafnvel eins og einhver heilagleiki kæmi yfir mig ögn áður en ég steig á svið og á meðan ég flutti það á sviðinu.
Ég gæti vel hugsað mér fleira úr Gðspjöllunum á leiksviði og þarf þá ekki að taka þau í heilu lagi, heldur að sviðsetja atriði sem geta myndað eina heild og komið fólki nær atburðum. Þess vegna mætti blanda saman atriðum úr fleiri en einu Guðspjalli og búa til samfelda sýningu. Flutningur þarf ekkert endilega að fara fram í leikhúsi, heldur í raun hvar sem er, en í tilbúnu umhverfi."
Í bók Benedikts páfa Jesús frá Nasaret er svo sem ekki nema einu sinni vikið að leiksviði og í kaflanum um Fjallræðuna er talað um að “leika fyrir Guði”. Áður hafði verið fjallað um guðspjöllin út frá sögu og raunveruleika m.a. út frá kaþólsku sjónarmið og næst var rætt um kirkjuna og guðfræðina og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson var með ritdóm um bókina út frá lúthersku sjónarhorni og fór yfir stöðu biblíurannsókna.
Guðspjöllin eru meira en annáll um liðna atburði og næstu tvö kvöld var reynt að varpa ljósi á þau út frá bókmenntalegri nálgun, fyrra kvöldið út frá leikrænum þáttum í guðspjallinu og síðara út frá bókmenntum og listum. Guðspjöllin urðu til í söfnuðum þar sem textarnir voru fluttir á hverjum sunnudegi, svo það má segja að þau séu að uppruna talað mál og merkilega mikið er af samtölum þar sem leikræn lögmál gilda. Það var viðfangsefni þetta kvöldið.
Það má skipta samræðunni í þrjá þætti eins og leikriti. Í fyrsta þættinum var vikið að Fjallræðunni. Ekki var farið mikið út í leikræna þætti þó komið væri inn á þá. Fjallræðan er ræða en umgjörðin er áheyrendur, lærisveinarnir, sem innri hringur, og mikill fjöldi, sem ytri hringur. Í bók páfa er að finna samtal hans við rabbía nánar til tekið Jacob Neusner, prófessor í trúarbragðafræðum í New York. Jacob Neusner velur að eiga samtal við Jesús sem hann hugsar sér að hann mætir fyrst þegar hann flytur Fjallræðuna. Var dvalið nokkuð við þessa bók og hvernig rabbíinn virðir Jesú mikils en leið þeirra skilja í vinsemd vegna þess að Jesús talar gegn eilífum Ísrael með því að endurtúlka boðorðið um fjölskylduna og hvíldardaginn sem er félagslegur grundvöllur gyðinga. Þá ályktar hann að þannig geti Jesús aðeins talið í stað Guðs, hann gerir sig Guði jafnan og hefur sig yfir lögmál Móse. Þar mætast páfi og rabbíinn en páfi metur þess bók mikils A rabbí talks with Jesus því að hún gefur kristnum mönnum forsendur til að skilja gyðinga betur og afstöðu þeirra gagnvart Jesú og kristninni.
Samræður um leikhúsið og helgihaldið 1. þáttur
1. þáttur 1. þáttur 1. þáttur 1. þáttur Í næsta þætti flutti sr. Haukur Ágústsson erindi um upphaf leiklistar og sögu og tengsl við trúarbrögð. Afar yfirgripsmikið innlegg þar sem hann benti á að leiklistin á rætur í trúarbrögðum mannkyns, en einnig að kirkjan hafi á ýmsum tímum hér á landi og erlendis unnið geng leikum af ýmsu tagi, þó sérstaklega þegar þeir hafa farið yfir velsæmismörk að mati kirkjunnar manna. En að svo hafi kirkjan tekið leiklistina í sína þjónustu m.a. með fluttningi á samtölum guðspjallanna í boðun og með morölskum þáttum ýmiskonar. Afar áhugavert yfirlit sem hlusta má á hér á netinu.
Erindi um upphaf leiklistar og sögu og tengsl við trúarbrögð 2. þáttur
Í þriðja þættinum vitnaði Haukur Ágústsson í setningu sem hafði vakið athygli hans á sínum tíma um guðsþjónustuna: “Sú leiksýning sem gengið hefur lengst á jörð!” Í þessum þætti hélt hann fram að guðsþjónustan væri fjögurra þátta leikþáttur sem byggði á guðspjöllunum:
- Þáttur er inngangur – forsagan, dýrðarsöngur englanna, fæðingarfrásagnirnar.
- Þáttur er orð Jesú og starf – áhersla á orðið, lestur þess og útlegging.
- Þáttur sakramennti heilagrar kvöldmáltíðar – píslarsagan er rifjuð upp og endurlifuð.
- Þáttur er þakkargjörð og blessun – þar sem söfnuðurinn er sendur út til að þjóna
Samtal um guðþjónustuna sem leikrit - "Sú leiksýning sem gengið hefur lengst á jörð." 3. þáttur
Í umræðum var rætt um þessa nálgun. Sumum fannst erfitt að skoða messuna sem leikrit vegna þess í leikriti er maður einhver annar, tekur á sig grímu, en þveröfugt í messunni, þar lætur maður grímuna falla og er maður sjálfur. Rætt var um þátttöku safnaðarins í helgihaldinu og hvernig mætti með söng og leikþáttum hrífa fólk þannig að það fari auðgað frá kirkjunni. Nokkuð var rætt um sálmasöng og kórsöng og hvernig megi nýta sönginn til þess að kalla fólk til þátttöku. Oft á tíðum er formið orðið allt en menn hættir að skilja leikritið. Þar sem var fólk frá ýmsum kirkjudeildum viðstatt var bent á mismunandi framkvæmd og talað um nauðsyn þess að leiða guðsþjónustuna eins og prestar gera til dæmis við fjölskylduguðsþjónustur. Haukur talaði fyrir því að það væri gagnlegt að hafa forsöngvarar til að hvetja til almenns safnaðarsöngs. Þá var komið inn á líkamstjáningu og vægi annars en orða í samskiptum manna sem talin eru vega aðeins 7% af samskiptum. Við kristnir menn getum vafalaust lært af gyðingum nauðsyn þess að tilheyra söfnuðinum. Sr. Haukur endaði með hvatningarorðum um það að gera guðsþjónstuna hrífandi það væri markmiðið með ræðu hans.