Það skiptir engu hvort þú ert Íslendingur eða útlendingur, afleiðingar kreppunnar eru jafnslæmar fyrir báða hópa. Í kjölfar Hrunsins sneru margar innflytjendur sig til sinna heimalanda en hér búa engu að síður 22.000 innflytjendur eða sjö prósent af íbúafjölda í lokum ársins 2009 samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Ef við teljum með þá innflytjendur sem þegar teljast til Íslendinga er hlutfallið jafnvel hærra en sjö prósent. Við megum ekki horfa fram hjá þessum tölum. Það hefur lítið breyst í efnahagsmálum þjóðarinnar síðastliðið ár. Við verðum engu að síður að horfa til framtíðar og skapa þjóð sem er sanngjörn og góð við alla þegna sína. Innflytjendur eiga að sjálfssögðu að taka þátt í þessu stóra verkefni. Þegar við förum yfir drög að framtíðarsýn innflytjendamála, þá á ég mér þá ósk, sem því miður hefur ekki verið reyndin undan farin ár. Það er að innflytjendur hafi persónulegri mynd í umræðunni. Jafnvel þótt mikið hafi áunnist í málefnum innflytjenda þá virðist mér innflytjendur enn vera hópur nafnlausra manna og kvenna og andlitslausra.
Dæmi um þetta sést best í umfjöllunum fjölmiðla um innflytjendur. Þar er t.d. sagt frá „fjölda erlendra verkamanna“ ásamt hópmynd af einhverjum byggingarvinnustað eða frá mikilvægi íslenskukunnáttu útlendinga og svipuð hópmynd dregin upp. Sjaldnast er talað við útlending, enginn fær að kynnast hverjir þessir innflytjendur eru í raun og hver, hvað þeir hugsa og sjá á Íslandi. Fjölmargar kannanir á viðhorfum innflytjenda ná ef til að sýna ákveðna hluti en persónuleiki innflytjenda hverfur í tölfræðinni.
Afleiðingarnar eru þær að innflytjendur birtast Íslendingum sem ópersónulegur hópur. Ég er ekki að segja að umfjallanir fjölmiðlanna séu vondar eða kannanirnar. En oft skortir fyrirhöfn til þess að tala við innflytjenda, þannig að innflytjendur öðlist andlit – jafnvel þótt hún gæti vel verið hluti af frétt. en Það er alls ekki gott ef þjóðin upplifir innflytjendur sem “ópersónulegan hóp” eða “ókunnugan hóp”. Slíkir hópar er jú oft fornarlömb fordóma eða ástæða mismununar. Því við þurfum að vinna með þetta mál, svo að litið verði á innflytjendur sem hluta af hóp, hluta af íslensku þjóðinni ekki utan hennar. Að sjálfsögðu er þetta verkefni ekki einungis í höndum Íslendinga. Við innflytjendur verðum að vera virkir til að kynna okkur sjálfa fyrir Íslendingum líka og vera vakandi fyrir því. En hvað þá eigum við innflytjendur að gera til þess að sýna fram andlit okkar? Það sem hver einstaklingur getur lagt til er ef til vill takmarkað en þess vegna verðum við vera vakandi og halda viðleitninni áfram. Til þess að auðvelda að skilja hvað ég hef í huga, langar mig að segja frá því hvað ég reyni að sjálfur að gera. Það sem ég bendi á hér á sérstaklega við um innflytjendur sem hafa búið lengi á Íslandi og geta tjáð sig ágætlega á íslensku. Ég reyni að nota öll tækifæri, eins og þegar mér er boðið í útvarpsþátt eða á fund til þess að halda erindi. Ég er ekki svo duglegur að tala íslensku og bæði málfræðin og framburðurinn er ófullkominn hjá mér. Stundum langar mig bara að afþakka tækifærið, sérstaklega þegar um útvarpsþátt er að ræða fremur en að tala lélega íslensku. En þá verða engar framfarir. Það er nefnilega einnig þýðingarmikið að leyfa áheyrendum útvarpsins að heyra íslensku með framandi hreim. Í öðru lagi leitast ég við að segja aðeins frá sjálfum mér eða fjölskyldu minni, ef hægt er, þó að erindi mitt sé ef til vill formlega úti af starfi mínu. Ég er með eigin vefsíðu, þar sem fólk getur fræðst um starf mitt sem prests innflytjenda, en þar eru einnig síður um tómstundagaman mitt og um börnin mín. Sumir hugsa eins og ég blandi saman starfi og einkamálum, en ég geri það meðvitað með þeim tilgangi að innflytjandi megi birtast fyrir augum Íslendinga sem sama manneskja og aðrir – manneskja sem gleðst, móðgast, skynjar fegurð eða elskar. Hvað sem varðar blogg eða Facebook, þá segi ég jafnvel meira um einkamál mitt, t.d. um erfiðleikana sem ég á stundum með íslenskuna, ýmsar reynslusögur, bæði af góðum hlutum og eins af mistökum. Ég held sumum málum bara fyrir mig en ég reyni að gefa sem mest af mér.
Stundum held ég námskeið undir frásögn “Að kynnast annarri manneskju” og kanna hvernig viðhorf þátttakenda breytist gagnvart ákveðnum manni eftir að vera búin að hlusta á hann tala við sjálfan sig í rúman hálftíma. Ég trúi því að 40 mínútuna kynning á manneskju breyti því hvernig fólk í kringum hann sér manninn – og þarf sennilega ekki svo mikinn tíma til. Ef Íslendingar – sérstaklega fjölmiðlaaðilar – sjá innflytjendur eins og hóp fólks án andlits og ef innflytjendur opna sig ekki fyrir Íslendingum mun bilið á milli þeirra tveggja verða stærra og dýpra, fremur en að vera óbreytt. En það má losna við þetta bil, með því einu, að gefa innflytjendum andlit. Það ætti að vera einn hluti af uppbyggingu hinnar nýju íslensku þjóðar.