Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1. Fyrir nokkrum árum sendi Ríkisútvarpið út bandarískan sjónvarpsþátt sem hét Vesturálman eða The West Wing. Þetta var dramatískur þáttur um forseta Bandaríkjanna og starfsemi í Hvíta húsinu. Ég horfði oft á hann og fannst hann skemmtilegur. Á meðal atriða sem ég man vel eftir var þegar Forsetinn, Bartlet, talaði til starfsfólks síns og sagði : „Fyrir tvö þúsund árum gat Rómverji ferðast um hinn þekkta heim eins og fuglinn frjáls án þess að þurfa til þess vegabréf. Aðeins tvö orð þurfti til ferðalaga: „Civis Romanus“ eða á íslensku: Ég er borgari Rómaveldis og þá gat viðkomandi ferðast til og frá án þess að því fylgdi óþarfa vesen eða áhætta allt frá Ítalíu, í gegnum Frakkland, Spán, Norður-Afríku, um Mið-Austurlönd og til Tyrklands, eins og við þekkjum landið í dag.“
Þar sem ég mæti í starfi mínu sem prestur innflytjenda daglega vandamálum fólks sem varða vegabréfsáritun eða dvalarleyfi, þá fannst mér þetta áhugaverð ummæli í þessum sjónvarpsþætti og las mér því aðeins meira til um réttindi borgara Rómaveldis í bókum.
Eins og við lærðum í skóla, þá voru Rómverjar ein stærsta og sterkasta þjóð, nánast alríki, frá þriðju öld fyrir Krist þar til 395 eftir Krist, þegar alríkið skiptist í tvennt, Austurríki og Vesturríki. Rómverjar voru stríðsþjóð og lögðu undir sig mörg lönd. Þeir gerðu þau lönd að fylkisríkjum sínum og heimtuðu af þeim ákveðinn skatt. En annars létu Rómverjar þau vera án þess að stjórna of mikið.
En það var að sjálfsögðu munur, reyndar mismunun, á milli Rómaborgar og svo fylkisríkjanna. Réttindi Rómaborgara voru vernduð með lögum Rómverja en réttindi íbúa í fylkisríkjunum voru fólgin í lögum viðkomandi ríkis. Það má því segja að í rómverska alríkinu hafi lög Rómverja verið kjarninn en í kringum þau voru mismunandi lög. Ef einstaklingur var sakaður um eitthvað þá gæti það hvar viðkomandi var búsettur haft áhrif á málsmeðferð hans.
Áhrifamikið svæði í Palestínu, Júdea, varð fylkisríki Rómverja á árinu sex eftir Krist, en íbúar voru undir lögum Gyðinga en ekki undir lögum Rómverja. Lærisveinar Jesú voru undir lögum Gyðinga líka. En Páll postuli hafði réttindi sem Rómverji. Það varð því nokkurt uppnám þegar Páll var sakaður um lagabrot gegn lögum Gyðinga. Páll var sakaður vegna guðleysis af Gyðingum og var handtekinn af rómverska hernum. Þeir reyndu að hýða Pál og kúga.
Leyfið mér að lesa upp úr Postulasögunni: Páll spurði hundraðshöfðingja: ,,Leyfist yður að húðstrýkja rómverskan mann og það án dóms og laga?’ .... Hersveitaforinginn kom þá og sagði: ‘Seg mér, ert þú rómverskur borgari?’ Páll sagði: ‘Já.’ .... Og hersveitaforinginn varð hræddur, er hann varð þess vís, að það var rómverskur maður, sem hann hafði látið binda.“ (Post. 22:25-28) Í stuttu máli sagt breytti það meðhöndlun rómverska yfirvalda á Páli eftir því hvort litið var á hann sem Rómaborgara eða Gyðing.
2. Þessi smáuppákoma leiðir okkur á áhugaverðar brautir. Lög eru mannanna verk. Lög geta verið huglæg og birst á mismunandi hátt fyrir fólki. Það, hvernig ég túlka lögin, geta aðrir túlkað öðruvísi. Það sama á í raun við um réttindi fólks, mannréttindi. Því er mjög mikilvægt að þau séu sýnileg og skýr í lögum og reglugerðum og að auðvelt sé að vinna eftir þeim. Eða eins og sagt er í lögfræðinni að réttindi verða réttindi fyrst þegar þau eru skráð í lög og tryggð, og því við getum notið réttinda í raun og veru. Það má nefnilega færa fyrir því rök að réttindi og lög séu eins og sitt hvor hliðin á einu blaði.
En málinu er ekki lokið. Sem skynsemisverum þykir okkur yfirleitt réttast að fylgja lögum og dæma eftir þeim því þeim hljóti að fylgja réttlæti. Þótt réttlætiskennd okkar byggist ekki aðeins á lögum heldur einnig á siðferði eða lífsskoðun fólks, samt trúum við því oftast að réttlæti fylgi lögunum og að þau verndi manneskjur.
En sú uppákoma í kringum Pál postula og hersveitaforingjann sem ég sagði hér fyrr frá sýnir okkur að þar gilti fyrir sama mann tvöfalt lagakerfi og því í raun tvenns konar ,,réttlæti“ var til staðar. Réttlæti um málaferli Páls breytist eftir því hvort lög Rómverja væru forsenda málsins eða lög Gyðinga væru forsenda . Það sem var réttlæti í lögum Gyðinga var ekki réttlæti í lögum Rómverjanna.
Spurningin mín er þá: Hvort var meira réttlæti? Í lögum Gyðinga eða í lögum Rómverja? Þegar við hugsum um réttlæti og segjum frá því, hver er þá forsenda þess? Á bak við réttlæti er alltaf forsenda, hvort sem hún er bundin í lög, siðferði, lífsskoðun eða trú. Það er ekki ,,algert“ réttlæti til, sem er aðskilið frá einshvers konar gildismati manna eða samfélags. Það er ekki svo eins augljóst og málið er annað hvort lög Rómverja eru að ræða eða lög Gyðinga eru að ræða, en samt hugleiðing okkar um réttlæti gerir eitthvað forsenda hugleiðingar óhjákvæmilega. Hver er forsenda þá, þegar við tölum um réttlæti og fullyrðum um það og krefjumst? Það er mjög mikilvægt að sýna tillitssemi og umburðarlyndi í umræðum um réttlæti því fólk lítur á það svo ólíkum augum.
Ástæða þess að ég tek upp þetta efni í dag er ekki sú að ég vil að þið hugsið um innflytjendamál á Íslandi. Ástæðan er ekki heldur sú að ég vil að þið hugsið um Icesave umdeildina. Ég vil að við hugsum um takmörk réttilætis okkar. Ég vil að við vitum að réttlæti fyrir mig eða fyrir þig er ekki endilega ,,hið réttlæti“ fyrir alla. Ég vil að við sköpum innra rými til þess að hlusta á annað réttlæti og íhuga það. Svo framarlega sem við fullyrðum um réttlæti okkar og krefjumst þess, þurfum við að hafa það í huga sífellt að hlusta á hvaða réttlæti aðrir fullyrða um, því við erum svo fljót að falla í freistingu og misskilja og misnota orðið ,,réttlæti“ til að réttlæta kröfur okkar, sem oft eru raunar ekkert annað en að búa í haginn fyrir okkur sjálf og skapa þægilegar aðstæður.
Hugsum aðeins um okkar daglegt líf. Notum við ekki orð eins og „réttlæti“ í vinnunni, í skólanum, í samskiptum við vina okkar eða í fjölskyldunni, aðeins til þess að rökstyðja þægindi okkar og halda þeim, jafnvel ómeðvitað?
Þegar ég var háskólanemi var ég einnig sunnudagsskólakennari sem sjálfboðaliði. Einu sinni vorum við kennarar að skipuleggja sumarsamkomu fyrir 10 - 13 ára unglinga. Þá sögðu fulltrúar þeirra við kennarana. ,, Okkur langar að vera vakandi þangað til kl. 2, því við erum ekki börn. Og sko, okkur langar ekki að bera ábyrgð á morgunbænarstund með fullorðnum, þar sem við erum bara börn!“. Þetta er sæt minning fyrir mig núna, en gerum við raunar ekki hið sama og þessir unglingar af og til? En ég vil ekki að þið misskiljið orð mín. Það er nauðsynlegt í lýðræðiskerfi samfélagsins og einnig samskipti meðal manna að láta rödd sína heyrast og krefjast réttlætis fyrir sig og þann hóp sem viðkomandi tilheyrir. Það er ýmislegt sem aðrir geta ekki skilið fyrr en við höfum sagt frá. Þögn er ekki jákvætt tákn í flestum tilvikum. En sömuleiðis þurfum við að hlusta á aðrar raddir og aðra hópa sem krefjast réttlætis í samfélaginu. Þetta tvennt þarf að vera í jafnvægi vegna þess að sérhvert réttlæti í hjarta okkar er afstætt og því ekki algert.
3. Jesús fór til Jóhannesar skírara til þess að vera skírður sjálfur. ,,Af hverju?“ spurði Jóhannes og við öll berum upp sömu spurninguna. Jesús svaraði: ,,Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti“. Ef það er algert réttlæti til í alheiminum, mun það vera það réttlæti sem fullkomnast í Jesú, af því að Jesús hafði hvorki sjálfsréttæti sitt í huga né eigin þægindi. Hann hugsaði einungis um réttlæti Guðs föður. En hvað var, og er, það réttlæti?
Jóhannes skírari var maður með oddhvassa tungu. ,,Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? “ (Matt. 3:7) hrópaði hann. Engu að siður komu margir til hans og báðu hann um skíra sig. Af hverju? Af því að Jóhannes mismunaði fólki ekki. Mattheusarguðspjallið segir að margir farísear og saddúkear komu til hans líka. En Lúkasarguðspjallið segir að fólk sem var með Jóhannesi var upphafslega hermenn, tollheimtumenn eða annað sem stóð utan ,,réttlætis“ Gyðingasamfélagsins. Enginn nema Jóannes talaði við þá í einlægni. Hjá Jóhannesi átti fólk sem samfélagið hafði útskúfað og yfirgefið skjól. Og þangað kom Jesús líka.
Það er ótrúlegur atburður að sonur Guðs fæðist sem maður á jörðinni en það var ekki fullnægjandi enn. Jesús kaus líkt og Jóhannes að vera með fólki sem var að jaðri samfélagsins eða var útskúfað og yfirgefið. Réttlæti Jesú er það að Jesús er kominn til allra í heiminum. Forsenda réttlætis Jesú er sú að við erum öll – bókstaflega – börn Guðs föður. Á íslensku notum við oft orðasamband ,,að standa í sporum annarra“, en framkoma Jesú var einmitt eins og orðasambandið átti við. Þannig braut Jesús niður vegginn á milli mannanna sem kom í veg fyrir straumi umhyggju til annarra, virðingar og samstöðu. Jesús braut niður einnig vegginn sem hindraði menn í samskiptum við Guð. Því réttlæti Jesú er algert og skilyrðislaust.
Við erum aðeins venjulegir menn og konur og takmörkuð af því. Hvert og eitt okkar er takmarkað af sinni sjónpípu, lífsreynslu og lífsviðhorfum. Við þekkjum ekki hvernig lífskjör geta verið hjá öðrum eða hvernig þeim líður dagsdaglega. Við skiljum flest heiminn út frá okkur sjálfum. Þess vegna getur það réttlæti sem við höfum í huga okkar verið óréttlæti fyrir annað fólk. Við verðum að viðurkenna það og muna það sífellt. En samtímis getum við verið tengd við ,,hið algera réttlæti“ með því að leggja trú okkar á Jesú Krist. Og við getum haldið áfram í viðleitni okkar til þess að brjóta niður ýmsa veggi sem hindra samskipti á meðal okkar mannanna . Þannig getum við tekið þátt í fullnægingu alls réttlætis með Jesú. Hvílík er ,,ótakmörkuð“ náð Guðs sem umvefur okkur?
Guðsríki er sannarlega stærra en Rómversku alríkin í sögunni og einnig mikils frjálslegra og fullt af réttlæti. Við þurfum hvorki vegabréf né dvalarleyfi til þess að komast í Guðsríkið. Við þurfum aðeins að segja: ,,Amicus Iesu“ – ég er vinur Jesú. Bráðum byrjar fastan. Tökum frá tíma í rói til þess að íhuga takmörkun okkar sjálfra og þá náð sem krossdauð Jesú færir okkur.
(Takið postulalega blessun.)
Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Amen.