Endir og upphaf eða upphaf og endir Við áramót er eins og tíminn fái aðra merkingu en hann hefur hversdagslega. Þegar líður að miðnætti og skaupið er búið og freyðivínið kælt er eins og andrúmsloftið verði svolítið dempaðra. Augnablikið rétt áður en klukkan slær tólf.
Hvað gerist á þessu augnabliki?
Þegar árið er gert upp förum við yfir það sem gerðist frá upphafi árs og til loka þess. Frá janúar til desemberloka. Við förum yfir mánuð fyrir mánuð, reynum að muna, reynum að kalla fram tilfinningar sem voru í algleymi þá. Stundum reynum við að gleyma. Reynum að fara alls ekki yfir árið eða bara hluta þess, því sumt var einfaldlega of erfitt og við viljum ekki rifja það upp alveg strax.
Í einni mögnuðustu bók G.t., Prédikaranum, segir: „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma, að gróðursetja hefur sinn tíma og að rífa upp hið gróðursetta hefur sinn tíma, að deyða hefur sinn tíma og að lækna hefur sinn tíma, að rífa niður hefur sinn tíma og að byggja upp hefur sinn tíma,
Hvað er það sem gerist þetta andartak þegar hinu gamla lýkur, áður en hið nýja tekur við? Hvað er það sem fer í gegnum hugann þá?Er það kannski á þessu augnabliki sem núið og eilífðin verða eitt? Er það kannski á þessu augnabliki að við mætum sjálfum okkur í núinu-, og eilífðinni á sama tíma og við verðum hluti af einhverju æðra? Af Guði? Er þetta kannski augnablikið, tíminn sem setur allt í samhengi, hið gamla og hið nýja, endinn og upphafið?
Er þetta kannski hið tímalausa eilífðaraugnablik? Áfram segir í Prédikaranum: „að gráta hefur sinn tíma og að hlæja hefur sinn tíma, að harma hefur sinn tíma og að dansa hefur sinn tíma, að kasta steinum hefur sinn tíma og að tína saman steina hefur sinn tíma,“ Frá endi til upphafs Árið sem nú er að líða var erfitt íslenskri þjóð. Sjálfsagt erfiðasta árið frá „hruninu“ svokallaða. Árið var líka viðburðaríkt og mun taka töluvert pláss framtíðar annálum og sögubókum.
Árið sem nú er að líða var erfitt íslenskri þjóð. Sjálfsagt erfiðasta árið frá „hruninu“ svokallaða. Árið var líka viðburðaríkt og mun taka töluvert pláss framtíðar annálum og sögubókum.Árið sem nú er að líða var erfitt íslenskri þjóð. Sjálfsagt erfiðasta árið frá „hruninu“ svokallaða. Árið var líka viðburðaríkt og mun taka töluvert pláss framtíðar annálum og sögubókum.Árið sem nú er að líða var erfitt íslenskri þjóð. Sjálfsagt erfiðasta árið frá „hruninu“ svokallaða. Árið var líka viðburðaríkt og mun taka töluvert pláss framtíðar annálum og sögubókum.En þrátt fyrir að árferðið hafi verið erfitt þá heldur tíminn alltaf sinni beinu stefnu og á leiðinni, þann stutta tíma sem okkur hefur verið úthlutað á þessari jörð, reynum við mannfólkið okkar besta til þess að njóta tímans og gera það besta úr honum, nýta hann.
Það tekst ekki alltaf. Stundum verða ósigrarnir fleiri en sigrarnir. Stundum er eins og sorgirnar verði stærri og fleiri en gleðiefnin. En hvernig sem árferðið er halda börn áfram að fæðast, hjörtu verða ástfangin, sálir deyja og skaðast og við neyðumst til þess að takast á við þetta allt saman hvort sem bensínverðið er hátt eða lágt, hvort sem krónu er haldið á floti eða ekki já, og jafnvel þó eldfjöll á Íslandi gjósi og haldi hálfum heiminum í heljargreipum.
Því allt hefur sinn tíma.
Á hverjum degi verða einhverjir einstaklingar fyrir kraftaverkum eða hörmungum. Þegar við gerum upp árið er ágætt að fara yfir landsmálin, allar kosningarnar, eldgosin, rannsóknarskýrsluna og allt það, en það sem þó stendur upp úr hjá flestum okkar eru kraftaverkin eða katastrófurnar í okkar eigin lífi.
Nýtt upphaf „að faðmast hefur sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma, að leita hefur sinn tíma og að týna hefur sinn tíma, að geyma hefur sinn tíma og að fleygja hefur sinn tíma, að rífa sundur hefur sinn tíma og að sauma saman hefur sinn tíma,“ Það góða við endalok er að þau fela ávalt í sér nýtt upphaf. Hvernig sem árið þitt var. Hvort sem þú ert með távota hvarma eftir árið eða svífur um á bleiku skýi ástarinnar þá lýkur þessu ári eftir nokkrar klukkustundir og það kemur aldrei til baka.
Mörg okkar munu nota kvöldið í kvöld, eða hafa notað síðustu daga, til þess að skrifa niður eða hugsa um áramótaheiti sem á að strengja í kvöld.
Ég kannast við fólk sem gerir þetta svo skipulega að nánast er búin til stefnumótun fyrir komandi ár, sett upp í Exel skjali og allt. Ég þekki líka fólk sem hugsar, frekar óljóst um leið og fyrsti kampavínsopinn er tekinn, að á morgun væri kannski ágætt að hætta að reykja og byrja í ræktinni strax á mánudaginn... en líklega verður ekkert úr því.
En hvernig sem við höfum þetta með heitin og áformin og hvernig sem árið okkar leit út og þrátt fyrir að best sé að lifa í núinu sem allra mest og helst alltaf, þá höfum við samt öll gott af því að annað slagið fara yfir farinn veg. Skoða hvað gekk vel og hvað gekk illa. Að því loknu kemur upplagt tækifæri til þess að fyrirgefa okkur sjálfum öll mistökin sem við gerðum á árinu og þakka Guði fyrir góðu stundirnar.
Við gerum öll mistök. Við gerðum margt vel en annað fór ekki eins og það myndi gera í fullkomnum heimi. Því er mikilvægt að staldra við og líta um öxl, áður en við höldum fram á veginn, og láta okkur líka þykja vænt um manneskjuna sem gerði mistökin. Manneskjuna sem var ekki fullkomin. Því ef okkur tekst að fyrirgefa okkur sjálfum misgjörðir okkar og mistök þá er líklegra að við verðum fær um að sýna öðru fólki sama umburðarlyndi.
Kannski getur þú notað tímalausa eilífðaraugnablikið, andartakið á milli gamla ársins og nýja ársins til þess að segja við sjálfa/n þig í huganum eða upphátt: Fyrirgefðu. Og um leið og þú fyrirgefur sjálfri þér biður þú Guð um hjálp og þú biður Guð að fyrirgefa þér mistökin og misgjörðirnar á þessu ári.
Guð vill að líf þitt beri ávöxt en þegar þér mistekst þá er Guð tilbúin/n að fyrirgefa og gefa þér nýtt tækifæri. Hvers vegna ættir þú þá ekki að vera tilbúin að fyrirgefa sjálfri/sjálfum þér?
Nýja tækifærið þitt og mitt er árið sem brátt hefst. Þá hefst nýtt upphaf sem þó er ekki byggt á engu heldur á reynslu okkar frá liðnum árum, uppsafnaðri visku, gleði og sorgum.
Göngum upprétt og bein í baki inn í árið 2011 eftir að hafa notað tímalausa augnablikið, rétt fyrir miðnætti í kvöld, til þess að segja orðið, fyrirgefðu í innilegri bæn til Guðs og af einlægni við okkur sjálf.
.„að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma, að elska hefur sinn tíma og að hata hefur sinn tíma, stríð hefur sinn tíma og friður hefur sinn tíma.
Guð eilífðarinnar gefi að við vinnum ljóssins verk á nýju ári á meðan við sköpum sögu okkar og minningar af umburðarlyndi fyrir okkur sjálfum og öðrum Amen. Tilvitnanir í Préd. 3.1-10