Nýlega horfði ég japönsku kvikmyndina ,,Ikiru“ sem á íslensku myndi heita ,,Að lifa“ (Akira Kurosawa leikstjóri, 1952). Það var Deus ex cinema sem stóð fyrir sýningunni.
Sagan er um ekil á sextugsaldri, Kanji, en hann starfar í ráðhúsi í Japan en finnst starf sitt hvorki merkilegt né gefandi. Hann hefur lítinn vilja til þess að þjóna fólki í vinnunni sinni og gerir lítið meira en hann þarf til þess að þiggja launin sín. Ung samstarfskona hefur gefið honum gælunafnið ,,Múmía“. En dag nokkurn uppgötvaðist að hann væri komin með krabbamein og ætti aðeins 6-7 mánuði eftir ólifaða. Kanji fylltist örvæntingu og sorg. Eftir að hafa leitað að lífsfyllingu í innantómum skemmtunum horfðist hann í augu við breyskan sannleikann. ,,Ég hef ekki enn gert neitt í lífi mínu.“ Nokkrir borgarar höfðu lengi óskar eftir leikvelli í hverfinu en enginn í bæjarstjórninni hafði viljað verða að óskum þeirra. Kanji ákvað að taka þetta mál upp. Þegar hann byrjaði var eins og hann yrði annar maður. Hann var ekki lengur eins og múmía. Hann þurfti að yfirstíga margar hindraðir en þegar hann stóð á vellinum þegar hann var opnaður uppgötvaði hann að hann hafði upplifað hamingju og ánægju og þannig dó hann.
Sagan á sér stað eftir stríðslok seinni heimsstyrjaldarinnar í Japan, þegar verið var að byggja upp þjóðfélagið á ný, frá fátækt til velferðar, frá vonleysi til nýrra vonar. Myndin er full af hlýrri kímnigáfu og þar er mikið grín gert að skriffinnsku Japana og skort á skapandi anda og virkri starfsorku.
En aðalatriði í sögunni er þetta: ,,Hvernig maður á að lifa lífi sínu?“ Og til þess að nálgast málið er ágætt að setja fram eftirfarandi spurningu: ,,Hvernig hugsar maður um eigið líf sitt ef maður veit hvenær lífi sínu lýkur?“ Í sögunni ,,Ikiru“ vaknaði Kanji í ,,sönnu lífi“ eftir að hann fékk að vita um örlög sín og öðlaðist aftur tilfinningu fyrir tilgangi lífsins.
Þetta er að sjálfssögðu aðeins kvikmynd. Kanji er hvorki siðferðileg né sálfræðileg fyrirmynd og það er ekkert raunsærra að bregðast við eins og Kanji þegar dauðinn ber að dyrum en einhvern veginn öðruvísi. Örlög Kanji er aðeins dyr sem leiða okkur til einnar afstöðu um eigið líf, dauða og örlög.
,,Manneskja verður meðvituð um virði lífsins rétt áður en því er lokið. Mig langaði að lýsa þessum algenga harmleik manna,“ sagði leikstjórinn Kurosawa. Við vitum öll að einhvern daginn munum við öll deyja. Það er eitt. En það er annað að vera allt meðvituð um dauða okkar. Við lifum okkar hversdagslífi yfirleitt án þess að hugsa til dauðans, við gleymum honum nema eitthvað minni okkur á hann.
Þetta er ef til vill þess vegna sem venjulega getur fólk ekki hugsað um eigin dauða, þar sem hann er svo fjarri og óraunsær í hversdagslífinu. Það er ekki nema að viðkomandi sé í starfi sem er hættulegt eða glímir við hættulegan sjúkdóm sem við hugsum lífið upp á nýtt. En það er einmitt í hversdagsleikanum að hættan verði sú að við teljum það sjálfsagt að morgundagurinn komi að við vanrækjum að gera hvern dag þess virði að lifa hann. Hvað varðaði Kanji í ,,Ikiru“, þá vanrækti hann lífið, og sú vanræksla var mikil.
Hins vegar má einnig segja að jafnvel þótt við vitum ekki hvenær við hverfum úr okkar jarðneska lífi og að raunar gæti dauðinn komið til okkar á morgun, þá verðum við samt að lifa í dag samkvæmt þeirri forsendu að ,,lífið haldi áfram á morgun líka“, af því að annars stenst framtíðarsýn okkar ekki. Og án framtíðarsýnar getum við ekki byggt upp samfélag okkar.
Það eru því einnig örlög okkar mannanna að þurfa að ganga áfram, þrátt fyrir að vera með sprengju á baki okkar, sem er dauðinn, en við trúum því og vonum að sprengjan springi ekki strax.
Ef við erum látin vita af því hvenær sprengjan sprengur, þá gæti sú vitneskja verið bæði bölvun fyrir okkur og blessun. Ef maður óttast mikið og er hræddur við dauðann, þá er vitneskjan bölvun. Ef manni tekst að ákveða að eyða þeim dögum sem eru eftir og gefa þeim virði, þá er hún blessun.
Á sama hátt getur það einnig verið bæði bölvun og blessun að vita ekki hvenær dauði manns kemur. Það getur verið blessun að þurfa ekki að vera hræddur við dauðann og geta notið lífs síns til hinsta andartaks. En samtímis getur það verið bölvun ef maður hefur ekki tök á að kveðja ættingja og vini vegna skyndilegs dauðsfalls (eins og sáust mörg dæmi af hörmunginni í Japan).
Við getum ekki ráðið því hvenær við deyjum, hvort við vitum af því eða ekki. Málið sem okkur er falið í hendur er það að við gleymum ekki virði eigin lífs og berum virðingu fyrir því frá degi til dags og byggjum líf okkar upp á þeirri jákvæðu forsendu að ,,lífið haldi áfram“.
Fyrir okkur kristið fólk eru það sannarlega forréttindi að þessi forsenda er ekki bara ágiskun heldur áreiðanleg staðreynd. Líf okkar heldur áfram gegnum dauða manna á jörðinni. Þetta er algjör blessun til þess að við getum notið lífsins á jörðinni án þess að hafa neinar áhyggjur. Njótum þessarar forréttinda með því að ,,Ganbatte ikiru“ –lifa með fullum krafti.