Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. – Amen.
1. Ólympíuleikar í London eru hefnir. Á meðan leikunum stendur, birta fjölmiðlar reglulega lista sem sýnir hvaða þjóð er búin að fá hvað mörg verðlaun. Fyrir fólk sem nýtur þess að horfa á Ólympíuleika sem eins konar skemmtun eða afþreyingu og einnig fyrir fólk sem telur Ólympíuleika vera viðskiptatækifæri, hlýtur það að vera málið hver fær gullverðlaun og hvaða þjóð fær hve mörg verðlaun. Að sjálfssögðu vilja þátttakendur einnig vinna verðlaun sjálfir, sérstaklega ef þeir hafa raunsæja möguleika til þess.
Mér finnst alls ekki slæmt að íþróttafólk keppist um verðlaun og ég vil gjarnan fylgjast með keppni sem ég hef áhuga á. Mér virðist a.m.k. að hér sé skýrt viðhorf eða samþykki sem er að verðlaun eru ,,góður ávöxtur“ á Ólympíuleikum, meira að segja, silfurverðlaun eru betri en brons, og gullverðlaun betri en silfur. Það virðist því vera frekar auðvelt að sjá hvað er ,,góður ávöxtur“ meðal viðurkenndra íþróttamanna í Ólympíuleikunum.
2. Þetta er í þriðja skipti sem London heldur Ólympíuleikana. Það var árið 1908, fyrir hundrað og fjórum árum, sem London hélt Ólympíuleika í fyrsta skipti. Á þeim tíma lá nýlendukeppni í loftinu í Evrópu og pólitík þjóðanna og þjóðernishyggja varpaði skugga á leikana. Sérstaklega voru breska liðið og bandaríska liðið alveg upptekin af verðlaunakeppni fyrir föðurlönd sín og þau litu hvort á annað sem mestu keppinauta.
Á opnunarathöfn hafnaði bandaríska liðið að lækka fána sinn þegar liðið fór fram hjá Edward konungi, en þetta var á móti kurteisilegri venju, og móðgaði Breta mikið. Í leikunum áttu einnig margar slæmar uppákomur sér stað. T.d. var bandarískur hlaupari dæmdur úr leik vegna brots á leikreglum í 400 metra hlaupi karlmanna. Bandarískir hlauparar mótmæltu þessu og höfnuðu að taka þátt í endurkeppni sem dómari skipaði og endaði með því að breskur hlaupari hljóp einn í því og fékk gullverðlaun.
Þannig varð andrúmsloftið á milli bandaríska liðsins og Breta mjög óvinveitt og slæmt. Raunar var það sagt að bandaríka liðið hafi fengið mikið aðkast og áreitni í borginni af London. Bandaríska liðið varð miður sín mikið.
3. Talbot, biskup í Pennsylvania-fylki, sem fylgdi bandaríska liðinu hafði áhyggjur af aðstæðum og prédikaði í messu í Dómkirkju í London þar sem liðinu var boðið. Biskupinn sagði í prédikun sinni: ,,Ef til vill er það sem skiptir mestu máli á þessum Ólympíuleikum er að taka þátt í leikunum en ekki að sigra í þeim“. Bandaríska liðið hlustaði á þessi orð og fékk mikla huggun og hvatningu til þess að halda áfram í leikunum.
Coubertan, formaður alþjóðaólympíunefndarinnar, frétti af predikuninni eftir nokkra daga og kynnti orð Talbot biskupsins fyrir almenningi. Og eftir nokkur ár varð þetta slagorð Ólympíuleikanna: ,,Það sem er mikilvægt er að taka þátt í keppni, en ekki sigra í henni.“
Mér sýnist að í dag dofni þessi slagorð smám saman á móti þeirri verðlaunahyggju sem ég nefndi áðan, en þvert á móti tel ég að þessi orð í prédikun Talbot biskupsins eiga mikla þunga og dýpi sem orð töluð í ákveðnum aðstæðum til að hvetja til réttrar ákvörðunar. Bandaríska liðið ákvað að halda áfram í leikunum. Kannski var það rétt ákvörðun og ,,góður ávöxtur“ sem framkoma manna og viðhorf. En það er ekki svo auðséð sem ,,góður ávöxtur“ í samanburði við ef um gullverðlaun er að ræða.
4. Jesús kennir um góðan ávöxt og vondan ávöxt: ,,Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu“(Matt.7:17-18). Engu að síður segir Jesús ekkert um hvað er góður ávöxtur og hvað er vondur.
Við getum ekki búið til lista góðra ávaxta fyrirfram, þar sem góður ávöxtur birtist á margvíslegan hátt. Málið er öfugt. Við þurfum að hugsa til þess meira að vera með anda Guðs. Þá berst góður ávöxtur eðlilega á eftir. ,,Þið hafið fengið þann anda sem gerir mann að barni Guðs. Í þeim anda áköllum við: „Abba, faðir.“ Sjálfur andinn vitnar með anda okkar að við erum Guðs börn“(Rom.8 :15-16).
Við lifum lífi okkar og í því mætum við ákveðnum aðstæðum þar sem við þurfum að taka erfiða ákvörðun. Stundum hljótum við að þurfa að horfast í augu við okkur sjálf þegar við tökum þessar ákvarðanir. Í slíkum aðstæðum, þurfum við að fá leiðbeiningu anda Guðs svo að við stígum í rétta átt. Þegar við getum gert það, þá bíður góður ávöxtur okkar. En góður ávöxtur er ekki endilega alltaf sýnilegur. Hann getur verið ósýnilegur og getur því aðeins verið á milli okkar og Guðs.
Bandaríska liðið í London Ólympíuleikunum árið 1908 gat haldið áfram í leikunum eftir að það hlustaði á orð Talbot biskupsins. Ég veit ekki hvort fólk í liðinu sá því eftir eða var ánægt eftir leikana. En að reyna að vera með öðrum í slæmu andrúmslofti og taka þátt í keppni, fremur en að slíta sambandi með því að hafna þátttöku, hlaut að vera góður ávöxtur a.m.k. fyrir augum Talbot biskupsins. Og ég trúi hið sama eigi einnig við fyrir augum Guðs. Fengu þau ekki lítil ósýnileg verðlaun fyrir hvert sitt?
Við erum ekki að keppa í Ólympíuleikunum en ef til vill má segja að sérhver okkar er í keppni við sjálfa/sjálfan sig í sínu eigið lífi. Hvað er verðlaun fyrir okkur? Hvað verður góður ávöxtur fyrir okkur? Leitum að svari með Jesú, Drottni okkar.
Dýrð sé Guði, föður og sýni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen
(Hugleiðing þessi er stytt útgáfa) -Textar dagsins eru hér-