Drottinn, lát frið þinn fylla mig þar til flæðir yfir, að þar sem fólk getur ekki talað sé ég málsvari þeirra, að þar sem einhverjum er hafnað rétti ég út hendur mínar og bjóði þau velkomin, að þar sem foreldrar eru þunga hlaðin eigi ég huggunarorð handa þeim, að þar sem börn eiga erfitt lyfti ég þeim upp og fagni þeim, að þar sem sumir sjá fötlun opinberi ég undursamlegar gjafir þeirra, að þar sem aðrir dæma megi ég deila með þeim djúpstæðri gleði, og að hvarvetna sem einhver gleymist megi ég leggja mitt af mörkum til að ljós þeirra skíni.Gjafari alls þessa, gef að ég leiti þess fremur að hugga en vera huggaður, að lofa en að vera lofaður, að vera samþykktur frekar en að samþykkja. Því það er í óöryggi okkar sem við fáum innblástur vonarinnar, í mestu áskorunum lífsins uppgötvum við mestu gleðina og í samfélagi hinna ráfandi finnum við leiðina heim.
Amen.
Þessi bæn byggir á umorðum Tim Tucker á bæn Frans frá Assisi. Við deilum henni á alþjóðlegum degi einhverfu sem er haldinn 2. apríl ár hvert.