Hamingjuleit

Hamingjuleit

Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.
fullname - andlitsmynd Skúli Sigurður Ólafsson
16. desember 2021

Hamingjuleit

 

Hamingjusamt fólk er stundum sagt vera „hátt uppi“ sem rímar við orð Biblíunnar um himnaríki. Sjálfur segir Jesús himnasæluna bæði vera „innra með okkur“ og „mitt á meðal okkar“. Ég tengi við þau orð. Á mínum sælustu stundum er ég ýmist í algleymi góðrar einsemdar eða umvafinn fólki sem ég treysti, virði og elska. Himnaríkinu er einnig líkt við veislu. Þar er hvorki hungur né einsemd og kenndin lifir áfram í hjörtunum.


Hamingjuleitendur grípa gjarnan í tómt, því hamingjan stendur ekki ein, hún er afleiðing. Viðleitni okkar til að gleðja aðra er þess vegna líklegri til að veita okkur hamingju en þegar við eltumst við hana í eigin þágu.


Pistill þessi birtist í Stundinni