Upprisa Jesú

Upprisa Jesú

Jesús reis fyrst upp… hann var sá fyrsti…hann sigraði dauðann, og gerði okkur mögulegt að rísa upp líka… Lasarus var ekki sá fyrsti, því Jesús reisti hann upp til þessa jarðlífs og Lasarus hefur síðan dáið aftur þegar hans tími kom… textinn segir að upprisan verði eftir ,,sinni röð” því… næst koma þeir sem játa hann… þegar hann kemur…. Op Jóh segir frá tveimur upprisum… Fyrst rísa þeir upp sem trúa á Jesú… þegar hann kemur…
fullname - andlitsmynd Bryndís Svavarsdóttir
04. apríl 2021
Flokkar

2.Mós 15.2-3, 20-21, 1Kor 15.19-28 og Jóh 20.1-10

Prédikun  Upprisa Jesú

Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.

Guðspjallið segir að á páskadagsmorgni hafi gröfin verið opin og tóm… ,,líkami” Jesú horfinn en líkklæðin lágu þar enn. Þetta var svo snemma að það var ennþá myrkur… og lestur guðspjallsins endaði á þessum orðum: Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum… Lærisveinarnir höfðu gengið með Jesú og lært af honum í amk eitt ár… sumir telja að þeir hafi verið saman… allt upp í 3 ár… en, þeir gátu hvorki munað eða skilið allt sem Jesús hafði kennt þeim… Það er bara mannlegt… að muna ekki allt…  og það hlýtur að hafa verið erfitt, eftir að hafa gengið í gegnum sorgina og missinn þegar Jesús var krossfestur… að uppgötva að gröfin var tóm og líkami hans var horfinn…

Það voru páskar… og hátíð í Jerúsalem. Gyðingar minnast enn í dag brottfararinnar frá Egyptalandi á páskum. Fyrir brottförina, áður en síðasta plágan gekk yfir, slátruðu hebrear páskalambinu og settu blóð á dyrastafina, svo að engill dauðans færi framhjá þeirra húsi. Lærisveinarnir skildu ekki fyrr en seinna að, þegar Jesús var krossfestur fyrir páskahátíðina, þá var hann fórnin, páskalambið sem var slátrað og blóð hans er í táknrænni mynd, sett á dyrastafi okkar sem á hann trúa, svo engill dauðans fari framhjá okkar dyrum og við eignumst eilíft líf.

Jesús vitnaði oft í spádóma GT þegar hann var með lærisveinunum en textinn sagði okkur að þeir hafi ekki skilið ritninguna… þeir höfðu ekki skilið spádómana um Jesú… og enn í dag, skiljum við ekki allt sem stendur í hinni heilögu ritningu. þess vegna túlka menn orð og kenningar Jesú á ólíkan hátt… og áherslur trúfélaga eru ólíkar.

Í síðari ritningarlestrinum segir Páll postuli: Ef von okkar til Krists, nær aðeins til þessa lífs, þá erum við aumkunarverðust allra manna… þá höfum við ekki skilið  boðskapinn…  vissulega… krefst þetta líf allrar okkar orku og athygli… EN fagnaðarerindið, dæmisögurnar og öll loforðin sem Jesús gaf okkur, fjalla um eilífa lífið… og hvetja okkur til að taka stefnuna á… lögheimili á himnum, í eilífðinni… því Jesús hefur lofað að vera með okkur ,,alla daga allt til enda veraldar” sem sagt að eilífu… í texta dagsins minnir Páll okkur á að við rísum upp þegar Jesús kemur aftur sérhver í sinni röð: Kristur er frumgróðinn… Jesús reis fyrst upp… hann var sá fyrsti…hann sigraði dauðann, og gerði okkur mögulegt að rísa upp líka… Lasarus var ekki sá fyrsti, því Jesús reisti hann upp til þessa jarðlífs og Lasarus hefur síðan dáið aftur þegar hans tími kom… textinn segir að upprisan verði eftir ,,sinni röð” því… næst koma þeir sem játa hann… þegar hann kemur…. Op Jóh segir frá tveimur upprisum… Fyrst rísa þeir upp sem trúa á Jesú… þegar hann kemur… Jesús sagði að hann kæmi aftur þegar hann hefði búið okkur stað… til að sækja okkur svo við gætum verið hjá honum… Það er fyrri upprisan…

Í seinni upprisunni segir Op, rísa þeir upp sem eru ekki skráðir í lífsins bók og þeirra bíður annar dauði. Þá rætast orð Jesú: Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir[1]Þeir sem deyja síðast, kannski rétt áður en Jesús kemur, geta risið upp í fyrri upprisunni til eilífs lífs og þeir sem dóu fyrst á þessari jörðu geta risið upp í síðari upprisunni til eilífs dauða… Dæmisögurnar og tilvitnanir Jesú voru of miklar upplýsingar fyrir lærisveinana, við verðum að muna að þeir voru ekki úr fræðimannahópi gyðinga heldur fiskimenn… en Jesús var með ráð við þessu… Hann var upprisinn áður en konurnar og lærisveinarnir komu að gröfinni, og hann birtist lærisveinunum… á 40 daga tímabili…  stóð skyndilega mitt á meðal þeirra, borðaði með þeim og var samferða nokkrum þeirra milli borga…

Á þessum tíma, gaf hann lærisveinunum meiri skilning á spádómum GT og því sem hann hafði kennt þeim… meiri skilning en þeir höfðu haft áður… og hann minnti þá á að hann væri að uppfylla spádóma sem höfðu verið lesnir í musterinu öldum saman… Jesús sagði: „Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur[2]: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast.“   Síðan lauk hann upp huga þeirra að þeir skildu ritningarnar. Og hann sagði við þá: „Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það  þ.e.a.s. trúboðið í Jerúsalem. Þið eruð vottar þessa.

Og Páll útskýrði hvernig þessar góðu fréttir virka… Eins og dauðinn kom með manni, þannig kemur upprisa dauðra með manni. Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam, svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við KristAllt gerðist fyrir TRÚ… Adam og Eva trúðu höggorminum, þegar hann sagði, að þau myndu ekki deyja þó þau ætu ávöxtinn… enda dóu þau ekki strax… en þau misstu strax eilífa lífið í aldin-garðinum… lífið sem við eigum nú kost á, vegna fórnar Jesú…  því að fyrir trú, verðum við vakin upp eftir dauðann… Páll sagði í texta dagsins, að… Ef von okkar til Krists, nær aðeins til þessa lífs, þá erum við aumkunarverðust allra manna… þessi orð segja okkur að framlengja sýn okkar til næsta lífs… allt til enda veraldar.

Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen

Net-messa, upptaka í Patreksfjarðarkirkju 
https://www.youtube.com/watch?v=EA7Jvur3WjQ&t=48s

[1] Matt 20:16 [2] Lúk 24:44-48