„Mannréttindi og kirkja“ er mikilvægt efni til umhugsunar en það hefur varla nokkuð verið til umfjöllunar sem slíkt t.d. á málþingi eða ráðstefnum. En loksins var haldið málþing með yfirskriftinni „Mannréttindi í heimi trúarinnar“ þann 28. apríl í Hjallakirkju. Augljóst er að umfangsefni sem eitt málþing getur fjallað um er afmarkað, en ég fagna þessari tilraun. Ég óska þess að fleiri tækifæri fylgi í kjörfari og jafnframt langar mig að skrifa nokkrar línur sjálfur að þessu tilefni.
Að hugsa um mannréttindi felur það ekki aðeins í sér að opna lögfræðibækur, lesa dóma eða alþjóðlega sáttmála. Slíkt er ómissandi hluti til að dýpka skilning okkar á mannréttindum og mannréttinda hugtakinu. Hins vegar ber áhersla okkar fyrst og fremst að vera sú sem felur það í sér að við hlustum og lítum til þeirra staða þar sem mannréttindamálin fæðast. ,,Fæðingarstaður mannréttindamál“ hlýtur að vera í þeim aðstæður þar sem mönnum er mismunað og þeir eru kúgaðir, þar sem menn heyra aðra æpa og gráta án þess jafnvel að átta sig á að um mannréttindabrot er að ræða. Þegar t.d. Rosa McCauley neitaði að standa upp úr sæti sínu fyrir hvítan mann í strætó í Alabama árið 1955, hafði hún án efa enga hugmynd um að mótmæli hennar yrðu kveikjan að einu af stærri mannréttindamálum sögunnar. Mannréttindi berast hins vegar engum líkt og pakki í pósti. Því það er ekki nógt að viðurkenna þau mannréttindamál sem þannig eru kynnt fyrir okkur, heldur þurfum við að greina sjálf hvaða mál varða mannréttindi og hvað ekki. En allt þetta hefst með því að líta og hlusta.
Mér finnst það afar mikilvægt fyrir okkur í kirkjunni að við gleymum ekki að hlusta eftir neyð náungans. Mannkynið hefur oft verið duglegt við að breiða yfir þá staði þar sem mismunun er í gangi og láta þar með eins og allt sé í lagi. Ef ég má halda áfram að skrifa út frá minni persónulegu trú sem kristinn maður, þá hættir kirkjan að vera kirkja þegar hún hlustar ekki á fólk sem hrópar á hjálp í neyð sinni. Kristur hættir aldrei að hlusta. Jesús sýndi okkur, með því að eiga í samskiptum við jaðarfólk síns tíma, sem var útskúfað og kúgað með trúarlegum röksemdum, að sérhver manneskja er sköpuð svo að dýrð Guðs birtist í henni og því er hún ómetanleg. Manneskja verður ómetanleg ekki vegna trúar sinnar og verka hér á jörðinni, heldur er hún dýrmæt alveg frá upphafi sem sköpunarverk Guðs. Að mínu mati er þetta inngangur mannréttindamála fyrir þá sem játast kristna trú og ástæða þess að kirkjan hugsar um mannréttindi óháð trúarlegum bakgrunni hvers einstaklings.
Mannréttindabaráttunni getur oftar en ekki verið ógnað með illsku manna og ofbeldi. Í fréttum frá Burma eða Tibet að undanförnu sá ég tilvist margra búddhamunka. Í miðri baráttu fyrir lýðræði og frelsi hlusta þeir enn eftir angistarópum og hrópi fólks, þeir eru sjálfir orðnir rödd fólksins. Kannski eru engin samsvarandi vandamál núna á Íslandi og t.d. í Burma eða Tibet. En samt eigum við í kirkjunni að rifja upp mikilvægi þess að líta til upphafsins til ,,fæðingarstaða mannréttindamála“ þegar við byrjum að hugsa um mannréttindi og kirkju. Ef við gleymum að hlusta eftir neyð fólks sem hrópar á hjálp, mun umræða um mannréttindi eiga það á hættu að verða aðeins að fræðslustund.