Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.
1. Ég er mjög glaður yfir að fá að prédika hér í dag, í tilefni af opnun sýningar á verkum eftir Maríu Eiríksdóttur. María og maðurinn hennar, Óskar, sýndu mikla umhyggju og samstöðu í kjölfar stóra jarðskjálftann í Japan og vil ég þakka hjónunum innilega þeirra hjartans hlýju fyrir hönd japanskra íbúa á Íslandi. Verk Maríu byggjast á ævi og starfi manns sem heitir Toyohiko Kagawa, og mig langar að kynna ykkur fyrir honum.
Toyohiko Kagawa fæddist í Japan árið 1888 og lést 1960. Hann var prestur, guðfræðingur, rithöfundur og leiðtogi margs konar samfélagslegra hreyfinga. Hann var áberandi maður að mörgu leyti og mjög þekktur innanlands í Japan sem utan. Toyohiko missti af foreldum sínum þegar hann var lítill. Hann kynntist kristinni trú á unga aldri og ákvað að verða prestur. En hann fékk slæma berkla þegar hann var í prestaskóla og þurfti að taka sér hlé úr skólanum. Hann taldi að ætti skammt eftir lifað og flutti í fátækrahverfi Kobe-borgar, nálægt Óska, þar sem hann vildi ljúka sínu lífi með því að líkja eftir ævi Jesú með fátæku fólki og yfirgefnu.
En raunveruleikinn sem birtist fyrir augum Toyohiko í fátækrahverfinunum var langt frá því sem hann hafði ímyndað sér. Hann vitnaði t.d. um eftirfarandi gjörð manna: Maður tekur á móti nýfæddu barni sem ekki hefur verið óskað eftir í þennan heim og fær 10 yen sem þóknun. Á núvirði eru 10 yen á þeim tíma um 8000 íslenskar krónur. Og þá geymir hann 5 yen hjá sér og gefur barnið til annars manns ásamt 5 yenum sem eru eftir. Allt þetta gerist í mjög fátæku hverfi og með tímanum deyr barnið. Þessi meðferð þýðir ekkert annað en að beðið er eftir dauða barns án þess að það sé beitt ofbeldi.
Toyohiko reiknaði með að 200 slík tilfelli áttu sér stað í ákveðnu tímabili í þeim hverfum sem hann vann í. Hann var bara nemi í prestaskóla enn, samt annaðist hann 14 útfarir slíkra barna á fyrsta ári þar. Toyohiko byrjaði að skoða djúpt og hugleiða um fátækt og manneskjur sem bundnar voru við fátækt.
Toyohiko varð leiðtogi verkalýðshreyfingar, bændahreyfingar, neytendahreyfingar og síðar heimsfriðarhreyfingar. Toyohiko geymdi mikilvægi efnahagsmála – sem eru peningamál fyrir hvern einstakling – í huga sínum ásamt fagnaðarerindi Jesú Krists, sem var vegna þessari reynslu sinni í fátækrahverfum. Árið 1948 var Toyohiko tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntun og einnig var hann tilnefndur til friðarverðlauna Nóberls þrjú ár í röð eða frá og með árinu 1954.
2. Snúum okkur aðeins til guðspjalls dagsins. Eins og við vitum, færist texti sem varðar endurkomu Krists eða komu Guðs ríks í messu á þessu tímabili kirkjuársins, sem er lok kirkjuársins. Og við staðfestum í hjarta okkar að enginn veit hvenær og hvernig hinn síðasti dagur kemur og því verðum við að vera stöðugt tilbúin fyrir þann dag.
En hér spyr ég nokkrar spurningar: hvers konar samband er á milli Guðs ríkis og heimsins þar sem við lifum í dag? Sem sé, hefur Guðs ríki eins konar tengingu við þennan heim eða er Guðs ríki algert sjálfstætt og hefur ekkert samband við heiminn á jörð? Ef það er svona, hvers vegna þurfum við reyna að gera heiminn betri? Eigum við ekki frekar að biðjast fyrir að Guðs ríki komi fljótt og taki yfir syndsamlega heiminn?
Albert Schweizer er velvirtur læknir og þiggjandi friðarverðlauna Nóbels árið 1952. Hann var einnig góður guðfræðingur og velti þessum spurningum fyrir sér þegar hann var ungur. Niðurstaðan hans var sú: að koma Guðs ríki er algjörlega mál í framtíðinni og því er hún aðskilin frá deginum í dag.
Í dag lifum við ,,milli daga“ fæðingu Jesú á jörð og endurkomu hans. En Jesús býður okkur til sín á ,,milli dögunum“ og hvetur okkur að verða samferðarmenn sínir. Og þegar við fylgjum honum, finnum við einnig verkefni sem við skulum taka að okkur á jörðinnni.
Mér sýnast þetta vera mjög sannfærandi rökin. Toyohiko Kagawa las verk eftir Schweizer vel líka, en hann var ekki alveg sannfærður um rök Schweizer. Toyohiko fullyrti að koma Guðs ríkisins er ekki aðskilið mál í framtíðinni, heldur er það mál sem er að gerast núna. Hann líkti Guðs ríkið við eldflugu. ,,Það er alveg eins og að kveikja á eldflugu. Eldurinn nær til sprengjuefni með tímanum eftir íkviknun í þráð en það gerist ekki alveg samtímis“.
Hann sagði einnig: ,,Ég get ekki hugsað um Guðs ríkið sem abstrakt hugtak. Guðs ríkið er til staðar í sama rými og þar sem maður þvær hendur sínar og greiðir hárið á sér. Guðs ríkið er ekki eitthvað sem sérhver maður íhugar sjálfur, heldur eitthvað sem við getum beðið fyrir því og fengið eins og fötum, mat eða húsnæði fyrir sig“.
Fyrir Toyohiko, sem bjó í fátækrahverfum í Kobe-borg og sá hræðilegar aðstæður manna og þjáningu sálna, þýddi Guðs ríkið, kraftur sem breytir raunverulega aðstæðum fátæks fólks og frelsar sálirnar frá þjáningunni. Toyohiko hélt Jesú til fyrirmyndar alla tíð, og sá Jesús var frelsari sem sat með syndara og læknaði þá og fyrirgaf þeim.
Toyohiko Kagawa hafði sterka trú á það að Guðs ríkið myndi koma í þennan jarðneska heim og breyta honum í fullkominn heim. Fyrir Toyohiko var Guðs ríkið alltaf nátengt við heiminn þar sem við búum. Þess vegna eyddi hann miklum af tíma sínum og krafti í samfélagslegum hreyfingum eins og ég hef nefnt áðan, en tilgangurinn var að gera heiminn betri.
3. Trú hvers einstaklings er alls ekki eins, af því að sérhver maður leggur eigin áherslu á trú sína. Því er það ekki ásetningur minn að reyna að fá samþykki ykkar allra fyrir áliti Toyohiko Kagawa um Guðs ríkið. Samt langar mig að segja ykkur frá hvernig trú hans gerði tvennt jákvætt í lífi hans.
Trú hans á Guðs ríkið gerði honum kleift gera svona margar samfélagslegar hreyfingar öflugar, með öðrum orðum trúin var bókstaflega kraftur lífsstarfs hans og ævi og leiðbeindi honum um í hvaða átt hanns skyldi fara. Og hitt er það að Toyohiko taldi Guðs ríki vera ekki eitthvað abstrakt, heldur hann íhugaði það í miðju raunveruleikans.
Ég er sjálfur ósammála Schweizer á því að telja Guðs ríkið vera aðskilið framtíðarmál frá heiminum þar sem við búum. Ég legg mína áherslu á Guðs ríki. Það er fullkominn heimur sem skarast á jarðneska heiminn og sést eða er týndur aftan við ský yfir jarðneska heiminum. Því er Guðs ríkið ekki algjörlega á öðrum stað, heldur er það er nálægt okkur.
Á sama hátt gætum við sagt að helvíti skarast á jarðneska heiminn líka. Þegar við horfum náttúrhamfarir, hungur, stríð, hryðjuverk eða slæma glæpi í fréttum, misskiljum við stundum að heimurinn væri þegar orðinn helvítið. Ef til vill er samfélag manna nærri helvítinu en Guðs ríkinu? Dýrin munu lifa í samræmi við náttúru ef þeir verða látin í friði. En þetta á ekki við samfélag manna. Ef við reynum ekki að gera samfélagið okkar betra jafnvel stig af stigi, þá mun það falla í helvítið. Mér finnst þetta vera augljóst.
Hvað þýðir þetta? Eru manneskjur lægri tilverur en dýr? Nei, held ég það ekki. Ég tel að manneskjur eru skapaðar svo að þær geri fyrirhöfn til að byggja upp betra samfélag fyrir sig. Líklega er það innbyggð í DNA okkar sem Guðs barna. Sem sagt má segja að eðli manneskja, sem reynir að stefna uppbyggingu betra samfélags, er birtingarform ímyndar Guðs sem felst í okkur manneskjum.
4. Schweizer taldi, þegar hann var ungur, að Guðs ríkið var aðskilið mál í framtíðinni. En hann skipti skoðun sinni rétt fyrir dauða sinn og var kominn með svipaða hugmynd og Toyohiko Kagawa. Eins og Schweizer hafði áhrif á Toyohiko, gæti Toyohiko hafa haft áhrif á Schweizer tilbaka.
Schweizer sagði: ,,Það er verkefni sem falið er kirkjunni núna að henda út trú á ,,sjálfkomið Guðs ríkið“ og halda í trú á Guðs ríkið sem á að vera uppbyggt“. Hér sést viðhorf manns sem leitar til Guðs ríkisins sjálfur fremur en aðeins að ,,bíða“ eftir því
Ég er ekki að segja að ,,að bíða“ sé aðgerðarlaust eða neikvætt. Það er mjög mikilvægt fyrir manneskjur að skilja merkingu þess að ,,bíða“. Þá finnum við virka og skapandi merkingu þess að ,,bíða“. Við þurfum að bíða eftir komu Guðs ríkisins á grundvelli. Við getum ekki ráðið því hvenær Guðs ríkið kemur til okkar. En við bíðum þess, með virkt og skapandi viðhorf okkar. Við bíðum Guðs ríkisins á meðan við leitum að Guðs ríkinu.
Við öll höfum upplifað einhvern tíma að njóta fegurðar í náttúru. Við erum með minningu þegar við vorum svo þakklát fólki í kringum sig og skynjuðum hlýju manna. Við öll höfðum haft eitthvert tækifæri þar sem við vildum æpa og tala hátt: ,,Guð, hvað það gott að vera lifandi!“ Þegar við upplifum svona tíma – gleði, þakklæti, hamingju eða samstöðu – skynjum við tilvist Guðs ríkisins nærri okkur sjálfum.
En svona upplifun kemur ekki sjálfkrafa til okkar. Til að fá og njóta ,,smábita Guðs ríkisins“, þurfum við að leita að Guðs ríkinu með því að reyna að byggja upp betra samfélag, elska náunga okkar og endurskoða okkur sjálf með auðmjúkt hjarta. Og það er að undirbúa almennilega fyrir endurkomu Jesú Krists.
Guðspjallið segir að allar meyjar sem voru að bíða brúðguma sofnuðu. Það var ekki málið. Málið var sumar meyjar hugsuðu vel og geymdu olíu fyrir sig en aðrar ekki. Sem sé, hvort mær væri með góðan undirbúning eða ekki. Þá hvað um okkur sjálf? Leitum að Guðs ríkinu til þess að undibúa okkur vel og biðjum fyrir komu Guðs ríkisins.
Dýrð sé Guði, föður og sýni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. –Amen