Netkirkjan i-Church er hugsuð sem kristið eða kristilegt samfélag á netinu. Rík áhersla er á samfélagið og á samskipti. Grunnhugmyndin á bak við i-Church er sú að nota netið til að skapa tengsl á milli fólks sem hefur áhuga á að tengjast kirkjunni og iðka sína trú.
Um tilganginn með i-Church segir á vef þeirra:
- to provide a Christian community for people who want to explore Christian discipleship but are not able to belong to a local congregation.
- to provide an additional means of support to those who do not find all that they need within their own worshipping community
- to provide a supportive spiritual community for people who travel, either through their work or in their life-style, and who are not able to maintain relationships with a geographical Christian community.
Meðlimir koma úr ýmsum áttum og úr öllum heimshornum. Um það segir á vefnum:
Unlike visitors to i-church, Community Members make a commitment to support one another in their spiritual pilgrimage. You do not have to be an Anglican (or a Christian) to join the i-church community, but you do have to be serious about exploring the Christian way of life.Miklar kröfur eru gerðar til meðlima í i-Church. Þeim má skipta í þrennt:
- Lifandi bænalíf (prayer)
- Uppfræðslu um kristna trú (studying christian faith)
- Kærleiksþjónustu (social action)
Viðbrögðin við i-Church hafa verið gríðarlega góð. Morguninni eftir að smáauglýsing birtist í Church Times þar sem auglýst var eftir vefpresti (web pastor) höfðu borist 1000 tölvubréf um kirkjuna og þetta starf. Og vel hefur gengið síðan. Um 800 manns hafa sóst eftir því að verða meðlimir og til viðbótar við það eru 1200 manns á póstlista.
Sumarið 2004 var ráðinn vefprestur til að sinna verkefninu í 50% starfi. Hún hefur unnið gott starf, en það reyndist henni þó ofviða og hún er núna að hætta (gæti verði hætt þegar þessi orð eru skrifuð). Upphafleg hugmynd var raunar sú að þetta væri rekið í anda hefðbundinna safnaða, að einns prestur myndi sjá um allt. En viðtökurnar hafa verið það góðar og verkefnið er það spennandi að þetta er ekki hægt. Þau hafa því ákveðið að endurhugsa verkefnið.
Áherslan hefur verið og verður áfram á starf með smærri hópum þar sem fram fer uppfræðsla um kristna trú, sálgæsla og bænalíf. Núna hafa þau takmarkað sig við 5 slíka hópa (pastoral groups eru þeir kallaðir) og í hverjum þeirra eru 15 meðlimir. Hver hópur er leiddur af sjálfboðaliða og oft hafa þessir sjálfboðaliðar mikla reynslu af kirkjustarfi. En þetta þarf að víkka út og það kallar á fleiri sjálfboðaliða og meira starfsfólk.
Að sögn Richard Thomas hafa þau lært tvennt af þessum fyrstu mánuði:
- Verkefnið er gríðlega umfangsmikið, svo umfangsmikið að það er ómögulegt að vera bara með einn starfsmann í hlutastarfi til að sjá um það.
- Netið sem vettvangur og miðill kallar á viðbrögð strax. „There is a huge immediacy about the net, “ sagði Richard. Ef ég tek upp á því að sækja messur í nýjum söfnuði þá getur tekið 3-4 vikur þangað til fólk venst mér og fer að tala við mig, meira en mánuð áður en við eigum djúpar samræður. En í i-Church gerist þetta strax! Og það krefst mjög mikils af þeim sem leiðir hópinn.
- Þau ætla að takmarka sig við þessa 5 hópa næstu mánuði.
- Vilja finna flöt á því að halda guðsþjónustur á netinu.
- Vilja setja upp grunnnámskeið um kristna trú, skírnarfræðslu og sitthvað fleira á netinu.
- Ætla að endurskipuleggja utanumhaldið út frá teymishugsun. Í teyminu verða a.m.k. vefprestur, vefstjóri, tilbeiðslustjóri.
- Þurfa að finna meiri peninga til að sinnt þessu betur og tekið við fleiri meðlimum – nú þegar eru langir biðlistar af fólki sem vill vera með, en getur ekki.