Pakistan d. 2. febrúar 1960
Esther John hér Qamar Zia áður en hún gerðist kristin. Hún fæddist á Indlandi 1929. Sautján ára að aldri hóf hún nám í kristnum skóla. Hún varð djúpt snortin af trú kennara sinna og tók kristni, en í leyndum. Þegar Indland skiptist árið 1947 flutti fjölskyldan til Pakistan. Trú hennar þroskaðist í leyndum. Þegar ákveðið var að hún skyldi giftast múslima fór hún að heiman og leitaði skjóls hjá kristniboða í Karachi. Hún tók sér nafnið Esther John og starfaði fyrst á barnaheimili, síðan á sjúkrahúsi og sem prédikari í nágrannasveitum, dáð og virt fyrir trú sína. Dag nokkurn fannst hún myrt í kofa sínum. Kapella var reist í minningu hennar, það fólk sem hún þjónaði minnist hennar sem helgrar konu.
Píslarvottar vorra tíma. Lauslega byggt á bók Jonas Jonsson: Vår tids martyrer.