Samt trúir þú Guði? - Já, takk

Samt trúir þú Guði? - Já, takk

Við trúaðir menn lendum stundum í glímutökum þegar við lendum í klípu á milli trúarinnar og veruleika heimsins. En einmitt þess vegna auðgar trúin líf okkar, brýnir skilning okkar á heiminum og dýpkar merkingu kærleikans og lífsins.
fullname - andlitsmynd Toshiki Toma
16. maí 2010
Flokkar

Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með mér frá upphafi. Þetta hef ég talað til yðar svo að þér fallið ekki frá. Þeir munu gera yður samkunduræk. Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu. Þetta munu þeir gera af því þeir þekkja hvorki föðurinn né mig. Þetta hef ég talað til yðar til þess að þér minnist þess að ég sagði yður það þegar stund þeirra kemur. Ég hef ekki sagt yður þetta frá öndverðu af því ég var með yður. (Jóh. 15:26 - 16:4)

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen.

1. Guðspjall dagsins er hluti af langri ræðu Jesú. Frá upphafi 14. kafla Jóhannesarguðspjalls og til loka 17. kafla er kveðjuræða Jesú til lærisveina sinna og bæn. Ræðan er 2.265 orð og nær yfir fjórar og hálfa síðu af Biblíunni. Guðspjall dagsins er aðeins 110 orð af því. Það er því nauðsynlegt að horfa á ræðu Jesú í stærra samhengi Biblíunnar, þegar við nálgumst texta dagsins.

Jesús talar um marga djúpa og mikilvæga hluti í kveðjuræðu sinni, en ég bendi aðeins á eitt atriði sem hefur mikil tengsl við guðspjall dagsins. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum í ræðunni. Í 15. kafla stendur t.d.: ,, Heimurinn hatar yður af því að þér eruð ekki af heiminum heldur hef ég útvalið yður úr heiminum“ eða í 17. kafla: ,,Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum“. Jesús leggur áherslu á það að þeir sem fylgja Jesú eru ekki af heiminum, en þeir eru kallaðir til heimsins til að ástunda verkefni Guðs. Og þess vegna hatar heimurinn þá.

Þetta virðist vera skýrt og harðort gagnvart mannanna heimi, en við verðum að skilja orðið rétt. ,,Heimurinn“ hefur tvenns konar merkingu : annar er heimur sem Guð ríkir ekki, nefnilega heimur sem er ekki undir Guði, og hinn er heimur sem gefur okkur mönnunum tækifæri fyrir líf sitt.

Í kristinni trú eignast heimurinn sanna merkingu fyrst með því að tengjast við Guðs ríkið. Það er mjög mikilvægt að við skiljum þetta atriði vel. Sá heimur sem við lifum í í dag gefur okkur tækifæri til þess að lifa lífi okkar og því við þurfum að taka hann alvarlega. Heimurinn er okkur dýrmætur og hann hefur ýmsa möguleika. Hann er alls ekki smáatriði. Þess vegna eigum við að bera ábyrgð á heimi mannanna.

Hins vegar erum við kristnir menn undir stjórn Guðs og eigandi okkar er Guð. Við megum ekki verða eign heimsins. Þegar heimurinn er aðskilinn frá Guði og reynir að eigna sér okkur sjálf, þá er sá heimur heimurinn sem Jesús talar í Guðspjallinu.

2. Þetta atriði er auðvelt til að skilja og hreinskilið í hugmyndafræðinni. En í raunveruleika fólks er það ekki svo einfalt. Það er ávallt hörð samkeppni í veruleika okkar hvort Guð ríki í heiminum eða heimurinn eignist líf okkar án Guðs.

Hver er veruleikinn? Eldgos sem eyðileggur tún og líf íbúa í eldgosssvæðinu og jafnvel frelsi ferðamanna langt í burtu, atvinnuleysi og greiðsluerfiðleikar sem birtast í greiðsluítrekunum eins og hótunarbréfum, hörmuleg bílslys sem valda dauða og eiturlyf sem rænir ungt fólk lífi sínu, glæpir, sjúkdómar og fleira er hluti af raunveruleika okkar.

Raunveruleiki ,,heimsins“ birtist fyrir augum okkar og stendur oft andspænis okkur. Hann spyr okkur stöðugt þessarar spurningar: ,,Trúið þið Guði samt?“ Einu sinni sagði maður í uppáhaldssjónvarpsþætti mínum: ,,Að eiga trú í heiminum í dag er að eiga heiminn sem gerir árás á þá trú“. Mér finnst þetta alveg hárétt hjá honum.

Við skulum ekki vanmeta kraftinn í veruleika heimsins. Það gerist stundum að fólk hnígur niður frammi fyrir grimmum raunveruleikanum og tapar trúnni á Guð. Um daginn lést þekkt listakona í Japan af völdum krabbameins en hún var aðeins 29 ára og nýgift. Foreldrar hennar eru einnig mjög þekktir sem leikarar og því fékk þessi atburður mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Móður konunnar sem lést sagði við blaðamenn. ,,Nú er ég viss um eitt. Það er enginn Guð til“.

Slík orð eru vel skiljanleg sem tilfinningaleg viðbrögð fólks við áfalli. En Guð er samt til, líka þegar hörmungar dynja yfir. Þegar fólk hefur jafnað sig á mestu sorginni og reiðinni þá þarf það að feta leiðina til Guðs að nýju. Guð er í heimi fólks, líka sorgarinnar, ef það leyfir honum að vera. Ef ekki mun ,,heimurinn“ eignast fólk.

Rétt áðan fögnuðum við fermingu hennar Laufeyjar, en fermingin er ekki atburður aðeins fyrir unglinga, heldur líf okkar kristinna manna er síendurteknar fermingar að vissu leyti. Í hvert skipti þegar við eigum í efiðleikum, þurfum við að fermast aftur og aftur inni í okkur sjálfum, svo að við megum halda fast í trú á Jesú Krist.

Við þurfum því að undirbúa okkur fyrir ögrun heimsins, en hvernig? Það eru tvær hliðar á málinu, annars vegar samfélagsleg nálgun og hins vegar trúarleg nálgun. Samfélagsleg nálgun er að sjálfsögðu að sérhvert okkar leggur sitt af mörkum til þess að bæta aðstæður samfélagsins. Glæpur, fátæk eða bílslys stafar ekki af kröftum sem fólk getur ekki stjórnað eða breytt. Við kristnir menn berum ábyrgð á samfélaginu, en sjálfsagt ásamt öllum öðrum sem eru ekki í kirkju Jesú Krists líka. En við verðum einnig að athuga trúarlega nálgun og guðspjall dagsins varðar það mál.

3. Jesús gefur lærisveinum sínum aðvörun um harðar árásir frá heiminum: ,,Þeir munu gera yður samkunduræk. Já, sú stund kemur að hver sem líflætur yður þykist veita Guði þjónustu“. Þegar Jesús segir þessi orð við lærisveinana sína, er ,,þeir“ hér ákveðinn hópur manna sem var á móti Jesú. En í dag þurfum við að túlka orð ,,þeir“ sem tákn fyrir kraft sem reynir að rísa gegn trú okkar og aðskilja okkur frá Guðs ríkinu, fremur en ákveðið fólk eða hóp í samfélaginu.

Og jafnframt segir Jesús líka um heilagan anda og hlutverk lærisveinanna: ,,Þegar hjálparinn kemur, .... mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með mér frá upphafi“. Jesús leggur áherslu á að lærisveinarnir skuli bera vitni um sig og föður Guð.

En raunin varð sú að það að vitna um Jesú veldur því að lærisveinarnir verða fyrir ofsóknum heimsins, þar sem heimurinn vill ekki hlusta á þá. Þegar við í dag viljum vitna um Jesú, bendir heimurinn á ýmis fyrirbæri sem reynir að neita vitnisburðinum. Vitni um Jesú veldur ögrun heimsins annars vegar en fagnaðarerindið er boðað fyrir slíka heiminn hins vegar. Vitni um Jesú og ögrun heimsins kallast þannig hvort á annað og þegar við boðum fagnaðarerindið, mætum við ögrun heimsins.

En þetta þýðir í öfugt að ef við vitnum sífellt um Jesú, mun fagnaðarerindið heyrist hvenær sem grimmur veruleikinn spyr okkur um virði trúar okkar eða neikvæð öfl hvísla í eyru okkar: ,,Samt trúir þú á Guð enn?“ Í erfiðum og óþægilegum aðstæðum hlustum við á vitni um Jesú Krist. Eru þetta ekki forréttindi okkar kristinna manna?

Fólk sem horfir á heiminn án Guðs mun ekki þurfa að verja trú sína eins og við sem erum samferða Guði glímumst í hinum veraldlega veruleika. Eða fólk sem tekur á móti þessum heimi aðeins eins og hann birtist fyrir augum sínum mun ekki einu sinni láta sér detta í hug þetta umhugsunarefni eins og það sem ég hef orðað hér. Ég vil bera virðingu fyrir fólki sem trúir ekki á Guð, ef það er eigið val fólksins. En jafnframt ber ég virðingu fyrir okkur sjálfum sem trúum á Jesú Krist og því vil ég viðurkenna eftirfarandi staðreynd.

Staðreyndin er sú að við trúaðir menn lendum stundum í glímutökum þegar við lendum í klípu á milli trúarinnar og veruleika heimsins. En einmitt þess vegna auðgar trúin líf okkar, brýnir skilning okkar á heiminum og dýpkar merkingu kærleikans og lífsins. Líf okkar sem er bundið við Jesú Krist er líf sem er bundið við kross Jesú Krists. Við afneitum ekki erfiðleikum lífsins. Við forðumst ekki að mæta erfiðleikum í veröldinni. Og við trúum á virði lífs okkar í þessum heimi.

Tomihiro Hoshino er þekktur kristinn maður í Japan, en hann er málari og ljóðaskáld. Hann var íþróttakennari en lentist í slysi þegar hann var enn ungur. Líkami hans lamaðist allur og þannig hefur hann lifað í 40 ár. Tomihiro tók kristna trú eftir að hann lamaðist. Hann lærði að mála með penna í munni og yrkja á rúmi á spítalanum. Hér er eitt ljóð eftir hann:

Vegurinn er þyrnum stráður rósarunnar í blóma við vegarkantinn Ég feta mig eftir veginum - því ég elska þessar rósir

Trúum við Guði þrátt fyrir harðan raunveruleika heimsins? - Já, takk. Við trúum.

Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveiti hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Amen.