Lexía: Jes 55.1-5, Pistill: 1Jóh 3.13-18, Guðspjall: Lúk 14.16-24
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni
Jesú Kristi.
Guðspjallið
í dag er dæmisaga.. og allar dæmisögur Jesú bera sterk skilaboð… Sumar dæmisagna Jesú eru
auðskiljanlegar en aðrar eru talaðar inn í hefðir sem eru okkur framandi og inn
í samfélag sem við skiljum ekki eða þekkjum ekki. Stundum skiptir máli varðandi
söguna, hverjir hlusta, því sagan er sögð fyrir þá og töluð inn í þeirra
lífsviðhorf.. Við getum í einhverjum tilfellum samsamað okkar reynslu við sögur
Jesú… en þessi saga þarfnast útskýringa, hún er ekki eins einföld og hún sýnist
vera…
Jesús[1]
er staddur í veislu í húsi eins af höfðingjum farisea og í versunum á undan
hefur hann bent gestgjafanum á, að bjóða ekki vinum og ættingjum í mat, heldur
þeim sem ekki gætu endurgoldið honum og Guð myndi endurgjalda honum það í
upprisunni… Í framhaldi af því segir Jesús þessa sögu: sem fjallar um mann sem
gerði mikla kvöldmáltíð og bauð mörgum… Það liggur í orðunum að
þetta var ,,stórveisla”… Við vitum að þegar við bjóðum í veislu þá getur verið
að það komist ekki allir.. EN, hið ólíklega gerðist í þessari sögu, að..
hver einasti gestur boðaði forföll og afsakanirnar virðast léttvægar.
Sagan er í formi sínu, einföld.. en hún er sögð þannig, að við gætum haldið að
aðeins karlmönnum væri boðið… en á þessum tíma var maðurinn höfuð fjölskyldunnar
og fjölskyldan fylgdi honum. Eins og allar dæmisögur Jesú, þá fjallar þessi
saga um Guðs ríki… Veislan var tilbúin og gestgjafinn, Guð, sendir þjónninn
Jesú, til að láta gestina vita… Ísraelsmenn voru hin útvalda þjóð og voru hinir
ríku boðsgestir… Ég segi ,,ríku” því í ritningunni eru þeir ríkir sem eiga
guðs-orð og varðveita það.. Þegar Jesús segir sög- una lætur hann gestina
draga fram þrjár afsakanir.. sem hver um sig táknar ákveðinn hóp fólks…
Sá fyrsti þurfti að líta
á nýkeyptan akur… humm, er þetta næg afsökun? Hver kaupir akur án þess að líta
á hann fyrst… en þessi maður táknar þann hóp fólks sem lætur ást sína á
veraldlegum eigum aftra sér að þiggja boð Guðs.
Sá næsti þurfti að prófa akneytin…
og það er sama hér, hver kaupir akneyti án þess að prófa þau fyrst… en þessi
maður táknar þá sem láta störf og stöður hindra sig í að svara kalli Guðs…
Sá þriðji var ný kvæntur… Léttvæg
afsökun finnst okkur… en nú er æ algengara í fjölmenningar- samfélögum nútímans
að fjölskyldubönd, hefðir og samfélags-tengsl hindri marga í að leita Guðs.
Fyrir okkur, líta þessar afsakanir þannig út, að gestgjafanum ætti að vera
ljóst að boðsgestirnir vildu ekki eða höfðu ekki áhuga á, að
þiggja boðið… en þegar Jesús segir söguna, notar hann þessar afsakanir af ákveðinni ástæðu…
Í 5.Mós[2]
finnum við ákvæði varðandi hernað, þar segir: [.] Eftirlitsmennirnir eiga að
ávarpa herinn og segja: „Hver sá sem byggt hefur nýtt hús en ekki vígt það enn
skal fara og snúa aftur heim til sín, svo að hann falli ekki í orrustunni og
einhver annar vígi það. Hver sá sem hefur plantað víngarð en hefur enn engar
nytjar haft af honum skal snúa aftur heim til sín… og Hver sá sem hefur fastnað
sér konu en hefur ekki enn tekið saman við hana skal fara og snúa aftur heim
til sín svo að hann falli ekki í orrustunni og einhver annar gangi að eiga
hana.“
Samkvæmt lögum Móse voru þessar afsakanir, gildar fyrir að fara
hvergi og vera ,,heima”… en eins og við vitum þá útfæra menn, breyta og
túlka lög á ýmsan hátt eftir því sem lögin verða eldri. Þótt lögin hafi í
upphafi átt við hernað, gætu menn hafa notað þau almennt sem afsökun fyrir
fjarveru sinni…
Við fengum
að vita í upphafi að gestirnir voru sér-valinn hópur.. því síðar ákvað
gestgjafinn að bjóða ,,fátækum” og útiloka þá sem fyrst var boðið… Sælir eru
fátækir í anda, sagði Jesús í fjallræðunni[3],
því að þeirra er Himnaríki… en fátækir í anda er myndmál fyrir þá sem
eiga ekki trúna á Guð… Í Lúk[4]
segir Jesús: Lögmálið og spámennirnir ná
fram til Jóhannesar. Þaðan í frá er flutt fagnaðarerindi Guðs ríkis… Þ.e.a.s.
lögmál gyðinga gilti fram að skírn Jesú… því þá hóf Jesús starf sitt, að boða
Guðs ríki… Og Páll segir í Ef[5]:
Því að hann [Jesús] er friður okkar. [..] Með lífi sínu og dauða afmáði hann
lögmálið með boðorðum þess og skipunum [..]
Þetta segir okkur að ef lögmálið var ekki lengur í gildi, voru
afsakanir boðsgestanna heldur ekki gildar… Jesú talaði í dæmisögum, sagði þær sem ábendingar
eða ádeilu, þannig að áheyrendur skildu þær án þess að vera beint ásakaðir um
ranga breytni… Þannig gaf hann þeim tækifæri til að breyta um stefnu…
Boðsgestirnir, Ísraelsmenn, voru hin útvalda þjóð Guðs en þar sem þeir þáðu
ekki boðið í veisluna ákvað gestgjafinn þ.e. Guð, að bjóða hinum fátæku,
örkumluðum, blindum og höltum… eins og það er orðað… en það táknar þá sem hafa
annað hvort ekki ,,heyrt” guðsorð eða þekkja ekki boðskapinn til fullnustu…
Síðan þá hefur gestalistinn verið opinn og auglýstur í Biblíunni. Hver sem
heyrir og meðtekur orð Guðs er velkominn. Í Róm[6]
segir Páll postuli: Jesús er Drottinn allra, fullríkur fyrir alla
sem ákalla hann, því að „hver sem ákallar nafn Drottins verður hólpinn“. Í versi vikunnar kallar
Drottinn okkur til sín, er hann segir: Komið til mín, öll þér sem erfiðið og
þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld…. Já, komið til mín!
Þegar Guð skapaði heiminn gaf hann Adam og Evu ákveðið hlutverk… Hann sagði:
„Verið frjósöm, fjölgið ykkur og fyllið jörðina… [..] síðan segir: “ Og Guð gaf
þeim allar sáðjurtir jarðarinnar og öll aldintré til fæðu[7]
Guð bauð þeim í veislu… í alsnægtir sem uxu í
seilingar-fjarlægð… og í guðspjalli dagsins.. hafði Guð undirbúið aðra veislu
og hann hafði ákveðinn gestalista, rétt eins og við, þegar við bjóðum vinum
og kunningjum heim.. en það voru allir of uppteknir til að koma.
Jesús kom til að boða ríki Guðs… og allar dæmisögur hans fjalla um
Himnaríki. Eins og þema þessa dags segir, þá erum öll kölluð til Guðs ríkis…
þegar tilveru okkar lýkur… en það er okkar að svara kallinu… VIÐ ERUM GESTIR á þessari jörð.. en um leið erum við eigendur eða
tilsjónarmenn… um stuttan tíma… örstuttan tíma miðað við aldur heimsins…
Það er sama hvað fólksfjöldi jarðarinnar er/verður mikill… einn, tveir eða tíu
milljarðar… allt
sem lifir á þessari jörð er reglulega endurnýjað… hugsið ykkur að, á 100-120
árum er búið að skipta öllu mannfólki jarðarinnar út… og maður hefur komið í
manns stað… Ekki misskilja mig… Við erum öll
mikilvægir hlekkir í keðjunni, en jarðlífið tekur enda… og þá er gott að vita
að við eigum heimboð.. okkar bíður veisla á himnum, í Ríki Guðs sem varir
að eilífu…
Þema þessa dags er
Gestaboðið eða Köllun til Guðs ríkis… við erum öll kölluð og með trúnni á Jesú
skráum við okkur á gestalistann… við erum hin fátæku sem Jesús hafði sagt
gestgjafa sögunnar að hann ætti fremur að bjóða, því við getum ekki endurgoldið
boðið.. Boðskortið finnum við í orði Guðs og svarið kemur frá hjartanu…
Já, ég trúi og ég mæti…
Lög Guðs sem gilda núna eru þessi: að hver sem
trúir á Jesú Krist glatast ekki heldur hefur eilíft líf… Höfum því Jesú í
hjartanu, ræktum sambandið, göngum á Guðs vegum, göngum í ljósinu, því við
ætlum að mæta í veisluna á himnum…
Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem
var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen