Lexía: Jes 42:5-7, Pistill: Gal 3:26-29, Guðspjall: Matt 5:17-19,
Bíldudalskirkja, Patreksfjarðarkirkja og Tálknafjarðarkirkja 16.júlí 2023
Náð sé með yður og friður frá Guði vorum og Drottni Jesú Kristi.
Allir
sunnudagar kirkjuársins hafa þema og þema
þessa sunnudags er: Líf í skírnarnáð.. Áður en Jesús kvaddi lærisveina sína gaf hann þeim, það sem við köllum
,,skírnarskipun”. Hann sagði: Farið, og gerið
allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda
og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið ykkur. Sjá, ég er með ykkur
alla daga, allt til enda veraldar.“
Á dögum Jesú, voru niðurdýfingarskírn og játning mælikvarðinn
fyrir upphaf nýs lífs.. með Kristi.. á seinni tímum hefur þetta breyst yfir í
ungbarnaskírn og fermingu.. og það verður að segjast að athafnirnar og umstangið
kringum þær.. hafa yfirleitt fengið meiri athygli heldur en ,,játningin”
við spurningunni: Viltu gera Jesú að leiðtoga lífs þíns?
Skírnin er inntökuathöfn í kirkjuna og í
fermingunni játum við trúna.. Vegna þess að trúin er persónuleg ákvörðun..
þarf játningin að vera persónuleg.. Páll sagði í pistlinum að við værum skírð
til náðar Guðs og að í skírninni íklæðumst við Kristi.. Rétt eins og menn
klæðast einkennisbúningi til að auðkenna sig, þá merkjum við okkur Guði..
Jesús bað okkur að bera elsku hver til annars og vegna kærleika okkar til Guðs
og manna.. ættu allir að sjá að við værum hans lærisveinar.. Þannig sýnum við
trúna í verki..
EN það er hægt að auðkenna sig á ýmsan hátt sem kristinn einstakling, t.d. bera
kross-merki, merki fisksins.. eða gera eins og svo margir erlendir
íþróttamenn.. þeir signa sig fyrir keppni.. fyrir augum alheimsins.. þeir eru
stoltir af trúnni..
Jóhannes skírari ætlaði ekki að vilja skíra Jesú en hann sagði: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja
öllu réttlæti.“ svo Jóhannes lét það eftir honum. Skírnin sjálf er ekki
frelsunaratriði.. en hún er vilja-yfirlýsing.. JÁ, ég vil vera Guðs barn.. Við höfum allt að vinna - engu að tapa.. þegar við
veljum að fylgja honum..
Guðspjalls-textinn í dag er hluti.. af fjallræðunni og fjallar um uppfyllingu
lögmálsins..
Þjóð Guðs var undir lögmáli þegar Jesús
kom.. og er enn undir lögmáli, þar sem þeir tóku ekki á móti honum.. Þó
Jesús hafi komið til að boða breytingar þá kom hann ekki til að afnema lögmálið
- heldur til að uppfylla það.. Á þessu tvennu er mikill munur..
Það er kannski hægt að líkja lögmálinu við stjórnarskrána okkar.. sem
svo margir vilja endurnýja.. en lögmálið og stjórnarskráin eiga það kannski
sameiginlegt að fæstir vita nákvæmlega hvað stendur þar.. Lögmálið er t.d. svo flókið, að
það þurfti heilan ættbálk til einbeita sér að því.. svo öllu væri rétt
framfylgt.. Þetta eru lög Guðs sem dæmdu í öllum málum gyðinga..
þess vegna er sagt að lögmálið byggðist á verkum hvers og eins.. þetta
eru lög um hegðun og refsingar fyrir brot.
Það má segja að fjallræðan hafi verið stefnuræða þ.e.a.s. boð um breytingar.
Stutta útskýringin fyrir komu Jesú.. er, að hann hafi komið og endurnýjað
stjórnarskrá himnaríkis.. en það krefst lengri útskýringar að segja.. af
hverju hann þurfti að uppfylla lögmálið.. Við verðum að hafa það hugfast að lögmálið var í fullu gildi á meðan Jesús
lifði.. Hann fæddist gyðingur og til þess að uppfylla það.. varð hann að fara í
einu og öllu eftir því.. Hvert smáatriði skyldi virt.. enginn afsláttur gefinn,
engu hnikað til, né staf-krókur strokaður út.. Margskonar afbrot voru talin synd
og lögmálið krafðist dauðarefsingar við synd..
Páll skrifaði: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.. og hann skrifaði
einnig að.. laun syndarinnar er dauði. Enginn réttlættist fyrir að halda lögmálið..
eins og menn réttlætast fyrir fagnaðarerindið.. lögmálið setti einungis
mörkin hvað væri synd og hvað væri þóknanlegt Guði.. Síðan er lögmálið þannig
uppbyggt að.. við eitt brot voru menn sekir við það allt..
Það fer ekki framhjá neinum hvernig
heimurinn er, hér þrífst bæði gott og illt.. og hin illu og afvegaleiðandi öfl
sjá til þess að enginn kemst í gegnum lífið án þess að brjóta af sér. Enginn
er saklaus.. og við getum ekki bjargað okkur sjálf..
Þess vegna kom Jesús í heiminn.. og hann gat einungis dáið sem
staðgengill fyrir syndir okkar.. af því að hann var syndlaus gagnvart
lögmálinu.. Hann breytti ekki lögunum, hliðraði ekki til eða strikaði yfir
ákvæði.. heldur uppfyllti hann allar kröfur lögmálsins til hins minnsta
stafkróks. Lögmálið var því réttlega EKKI afnumið - heldur uppfyllt þegar hann
dó á krossinum.. og síðustu orð Jesú á krossinum, samkv Jóh. voru: ,,Það er
fullkomnað..
Gjaldið var greitt í eitt skipti fyrir öll.. og Páll skrifar: Þess vegna
er hver kristinn maður ekki undir lögmáli heldur undir náð Krists.. og
okkur veitist sú náð, fyrir trúna.. og aðeins fyrir trúna sem við erum
skírð til..
Þetta finnst mörgum svo ótrúlegt.. að Guð
skuli hafa gert þetta svona einfalt fyrir okkur.. að við skulum ekki
þurfa að vinna einhver ,,verk” til að öðlast þessa náð..
Þess vegna eru ekki allar kristnar kirkjudeildir sammála um að við séum ekki
lengur undir lögmáli og vilja taka valin ákvæði og boðorðin tíu.. út úr því..
og halda því fram að þau gildi áfram sem mælikvarði á synd..
Boðorðin sem eru hluti af lögmálinu.. réttlæta okkur ekki fyrir Guði.. en
þau eru góðar reglur.. og ef við reynum að halda þau - verður auðveldara fyrir
okkur að halda frið við Guð og menn.. Sem almennir borgarar erum við undir
landslögum og virðum samfélagsreglur sem eru sennilega unnar upp úr boðorðum
Guðs.. Lífsreglur okkar mótast eftir því sem við lærum meira um Guð.. en
þær mótast ekki af ótta við refsingu lögmáls heldur vegna þess að við
viljum gera vilja Guðs..
Páll Postuli byggði sitt trúboð á.. að við
réttlættumst fyrir trú.. án lögmálsverka og
að Jesús hafi uppfyllt lögmálið og sett nýtt, nýja stjórnarskrá.. sáttmála
eða sumir kalla þetta erfðaskrá, því að sem börn Guðs erum við erfingjar að Guðsríki..
Það geta ekki verið tvær stjórnarskrár í gildi í einu.. ný ógildir alltaf hina eldri..
og ef eitthvað úr hinni eldri á að gilda áfram, þarf það að koma fram í þeirri nýju..
Önnur samlíking er að: lögmálið hafi verið eins og skuldabréf - sem varð ógilt og
ónýtt þegar skuldin var greidd.
En setjum textann í samhengi við fjallræðuna í heild.. Textinn á undan
guðspjallinu er sæluboðorðin.. Þau eru í raun blessanir Guðs til þeirra sem
voru utangarðs, trúarlega séð.. Sælir eru fátækir, syrgjendur, hógværir og svo
framv.. síðan kemur textinn í dag um uppfyllingu lögmálsins og í framhaldinu
boðar Jesús breytingar..
Hann tekur þarna amk þrjú boðorð.. þú skalt ekki morð fremja, ekki drýgja hór eða
vinna rangan eið.. og Hann segir: Þið hafið heyrt að sagt var:..
og hann rekur viðurlög lögmálsins við brotunum.. og setur ný viðmið er hann
segir:.. En ég segi ykkur.. Hér boðar hann ný lög, nýtt lögmál og ef við
drögum skilaboðin saman.. þá eiga menn að leggja áherslu á að hafa hreint og
friðelskandi hjarta.. því Guð vill búa í hjörtum okkar.. og við hvílum í lögmáli
náðar hans..
Já, þemað í dag er: Líf í
skírnarnáð.. Páll sagði að við værum skírð til náðar Guðs.. því að á þeim tíma
játaði fólk trúna í skírninni.. sem var fullorðinsskírn og sjálf játningin
var, er og verður alltaf.. mikilvægust.
Verum því óhrædd að
opinbera trú okkar á Guð sem við treystum fyrir öllu.. Guð, sem við biðjum
til í erfiðum aðstæðum, áköllum í ótta og þökkum fyrir
bænheyrslu og velgengni..
Gefum honum dýrðina, honum sem fyrirgefur okkur öll feil-spor.. og þökkum honum
fyrir náðina sem okkur veitist fyrir trúna og gerir okkur að börnum hans.. Eins og segir í sálmi 107.. Þakkið Drottni því að hann er góður og miskunn hans
varir að eilífu..
Dýrð sé Guði, föður,
syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi er og verður um aldir alda. Amen..