Ég hef upplifað margs konar menningaráföll á Íslandi síðan ég flutti hingað, eins og til dæmis að börn og unglingar tala alveg jafnfætis eldra fólki og að einstaklingar megi halda fast fram eigin skoðunum og krefjast mikils fyrir sjálfan sig gagnvart öðrum hópi sem hann tilheyrir ekki.
Slík menningaráföll snúast ekki endilega um hvort einn menningarheimur sé betri en hinn en oftast varðar það þá staðreynd að menningarheimar er ekki eins.
Nú er ég vanari íslenskri menningu en áður eftir tuttugu ára dvöl hérlendis. Meira að segja verð ég stundum fyrir öfugu menningaráfalli, gagnvart menningu hemalands mínu, Japans.
Ef ég má nefna sem dæmi um slíkt, þá talar maður oft ekki fallega um fjölskyldumeðlimi sína þar í landi. Eiginmaður tala t.d. illa um eiginkonu sína á almannafæri. Þetta þykir að tjá hógværð í Japan.
Aðgreining milli ,,mi-uchi"(insider) og ,,hito-sama"(outsider) er mjög sterk og hún hefur veruleg áhrif á framkomu Japana því stundum getur ofangreint dæmi verið skiljanlegt ef um framkomu á almannafæri er að ræða. En stundum á sama viðhorf eða framkoma sér stað jafnvel innan fjölskyldu.
Þetta gæti verið búið að breytast núna, en a.m.k. var það svona þegar ég var ungur. Ég man ekki sjálfur hvenær faðir minn lofaði mig í síðast. Hið sama má segja um móður mína.
Einu sinni reyndi ég að sannfæra foreldra mína að ég var duglegur og virkur í íslensku samfélagi með því að sýna þeim dagblöð eða tímarit þar sem umfjöllun um mig sást. En mamma mín leit bara á þau í smástund og sagði ,,Og svo..?"
Viðhorf af þessu tagi þýddi alls ekki að foreldrar mínir höfðu litla ást til mín, en ,,tjáningarháttur" þeirra var orðinn talvert öðruvísi en hátturinn sem ég hafði vanist hér á landi.
Nú skil ég alls ekki þetta tiltekna atriði í japanskri menningu eða ég get alls ekki verið sáttur við það. Það er jú mikilvægt og nauðsynlegt fyrir mann að fá gott orð eða hrós stundum, við tækifæri, frá eiginmanninum eða konunni og einnig fyrir börn frá foreldrum sínum.
Þetta er eðlilegri framkoma og mun hafa betri áhrif á samskipti meðal fjölskyldu. Og að sjálfsögðu reyni ég að halda í samskiptum við börnin mín á þennan hátt eins og flestir Íslendingar gera (eða a.m.k. í augum mínum gera flestir Íslendingar það).
Ég virði foreldra mína mikið og samband okkar hefur verið alltaf gott. En að því leyti að að tala jákvætt um börn sín, vil ég gjarnan fullyrða að samband milli mín og barnanna minna er samt mikið betra.
Þannig trúi ég því að ,,menningaráfall" sé ekki neikvætt í eðli sínu og getur verið tækifæri til að opna leið fyrir víðari heim fyrir okkur. A.m.k. finnst mér það vera betra að fylgja menningu, hvort sem hún sé menning frá heimalandi viðkomandi eða menning nýs lands, sem maður getur verið sáttur við sjálfur.