Lækir í auðninni, þannig hljóma einkunnarorð alþjóða bænadags kvenna 2014. Egypsku konurnar í bænadagsnefndinni eru meðvitaður um táknræna merkingu vatnslækja í óbyggðum. Nílarfljót er lífæð landsins. 90% Egyptalands eru eyðimörk, mönnum óbyggileg. Það er einungis að þakka dýrmætum raka sem lengsta fljót Afríku miðlar mjórri rönd af landinu, frjósömum árbökkum Nílarfljóts, þar sem verið hefur mannabyggð um 5 þúsund ára skeið. Þar spratt fram eitt fyrsta menningarsamfélag sögunnar, sem enn í dag er hoft til með aðdáun.
Egypska byltingin
En í dag beinast sjónir heimsins að Egyptalandi af allt öðrum ástæðum. Árið 2011 reis upp fjölmenn en að miklu leyti friðsamleg mótmælahreyfing og velti úr sessi Hosni Mubarak eftir þrjátíu ára einræði (1981-2011). Þetta voru sögulegir atburðir og egypska byltingin beindi sjónum íbúa að því sem flestir þrá í þessu forystulandi arabaheimsins: frelsi, brauð, félagslegt réttlæti og virðingu. Í stuttu máli sagt: Betri framtíð fyrir sig og börnin sín.
Þrem árum eftir söguleg umbrot sér ekki fyrir endann á breytingum í Egyptalandi á sviði mannréttinda og borgararéttinda. Mikið óvissuástand ríkir meðal íbúanna, kvenna sem karla. Það eru tímar mikilla vona, en líka mikilla vonbrigða, stjórnmálin sveiflast milli lýðræðis og einræðis. En það eru líka tímar mikillar samstöðu, því margir hafa í ríkari mæli helgað sig velferðarmálum, bæði konur og karlar, kristnir og múslimar, trúaðir sem efahyggjumenn.
Kristni í Egyptalandi
Kristnir menn í Egyptalandi kallast koptar og eru um það bil einn tíundi hluti þjóðarinnar. Þeir eru því lítill minnihlutahópur. En kirkjur koptanna hafa um 8 milljónir meðlima og er þar með stærsti kristni hópurinn í miðausturlöndum. Flestir tilheyra koptísku rétttrúnaðarkirkjunni (systurkirkju grísku og rússnesku rétttrúnaðarkirknanna). Koptísk-kaþólska og koptíska mótmælendakirkjan eru minni klofningsbrot úr koptísku rétttrúnaðarkirkjunni. Koptar hafa sérstæða trúarvitund sem hefur vakið athygli annarra kristinna manna í heiminum.
Í egypskum óbyggðaklaustrum þróuðust munkareglur, sem enn í dag gegna mikilvægu hlutverk í koptísku rétttrúnaðarkirkjunni. En staða kirkjunnar er tvísýn í lagalegu og félagslegu tilliti. Eftir byltinguna hefur þó virkni þeirra, sem vilja vinna gegn ótta og óvissu um framtíðina, vaxið og aukist, og þeir reyna að tryggja sameiginlega framtíð kristinna manna og múslima.
Starf koptisku kirkjunnar gegnir mikilvægu hlutverki í Egyptalandi, því að þar eru reknir skólar og félagsþjónusta, sem alla jafnan njóta viðurkenningar múslima.
Ritningarversið, sem eru einkunnarorðin Lækir í auðninni- koma úr (Jes 43.19), er ekki bara einkennandi fyrir Egyptaland af því að Níl er þar svo mikilvæg. Það á líka að sýna vonina um að „einn dag mun friðurinn og réttlætið streyma um landið eins og lækir í auðninni.“
Guðni Þór Ólafsson þýddi úr þýsku.