Sá Guð sem birtist í Jesúbarninu í Betlehem er Guð vonarinnar. Von okkar byggir á honum. Ekki á neinu því sem heimurinn gefur eða heitir eða við getum áorkað.
Krossinn er tákn vonarinnar. Vísar til þess að Jesús sem fæddist í Betlehem leið kvalafullan dauða á krossi, en Guð reisti hann upp frá dauðum.
Vonin sér í því ljósi lengra en augun sjá og reynslan kennir. Vonin er hluti þrenningar ásamt trú og kærleika og þeirra er kærleikurinn er mestur. Getum við ekki sagt að vonin, hún sé vængirnir, sem að bera uppi trú og kærleika í stormunum og andviðrinu.
Postulinn Páll segir: „Guð vonarinnar, fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo þið séuð auðug að voninni, í krafti heilags anda.