Sálmabók

100. Enn í trausti elsku þinnar

1 Enn í trausti elsku þinnar
er með guðdóms ljóma skín
fyrir sjónum sálar minnar,
sonur Guðs, ég kem til þín.
Líkn ég þrái, líkn ég þrái,
líttu því í náð til mín.

2 Mitt af syndum særða hjarta
sundurkramið meðtak þú,
lát þinn ástarljómann bjarta
lífga það og styrkja nú.
Lækna sárin, lát mín tárin
ljóma' af elsku' og sannri trú.

3 Allar nægtir æðstu gæða
eg, minn Jesú, fæ hjá þér,
himnesk orð þín hugga' og fræða,
himnesk náð þín líknar mér.
Hold og blóð þitt, hold og blóð þitt
himnesk lífsins fæða er.

T Páll Jónsson – Sb. 1871
L Andreas P. Berggreen 1854 – Sb. 1871
Her vil ties, her vil bies
Sálmar með sama lagi 241 434
Eldra númer 340
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is