Sálmabók

107. Jesús eymd vora alla sá

1 Jesús eymd vora alla sá,
ofan kom til vor jörðu á,
hæðum himna upprunninn af,
undir lögmálið sig hann gaf.

2 Viljuglega í vorn stað gekk,
var sú framkvæmdin Guði þekk,
föðurnum hlýðni fyrir oss galt,
fullkomnaði svo lögmál allt.

3 Fullkomnað lögmál fyrir þig er,
fullkomnað gjald til lausnar þér,
fullkomnað allt hvað fyrir var spáð,
fullkomna skaltu eignast náð.

4 Herra Jesú, ég þakka þér
þvílíka huggun gafstu mér,
ófullkomleika allan minn
umbætti guðdómskraftur þinn.

5 Hjálpa þú mér svo hjartað mitt
hugsi jafnan um dæmið þitt
og haldist hér í heimi nú
við hreina samvisku' og rétta trú.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 43
L Genf 1545 – Sb. 1589 – PG 1861
Wenn wir in höchsten Nöthen sein
Sálmar með sama lagi 486 782a
Eldra númer 133
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 19.28–30

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is