Sálmabók

113. Ó, Herra Jesú, hjá oss ver

1 Ó, Herra Jesú, hjá oss ver
því heims á vegum dimma fer,
þitt orðaljósið lát oss hjá
með ljóma hreinum skinið fá.

2 Þótt ill sé tíð og öldin spillt
lát oss, þinn lýð, ei fara villt
en hjá oss æ þitt haldast orð
og helga skírn og náðarborð.

3 Ó, Kristur, þína kirkju styð
þótt kuldi' og svefn oss loði við
og kenning þinni götu greið
um gjörvöll löndin hana breið.

4 Það náði, Guð, þín miskunn mild
hvað margir kenna' að eigin vild
og hærra meta hugboð sitt
en heilagt sannleiksorðið þitt.

5 Ei oss ber heiður heldur þér
en heiður þinn, ó, Jesú, er
að sigri haldi hjörðin sú
er heiðrar þig með réttri trú.

6 Þitt orð er sálar æðsta hnoss,
þitt orð er sverð og skjöldur oss.
Þótt annað veltist veröld í
oss veit til enda' að halda því.

7 Þitt heilagt orðið heims í nauð
sé, Herra kær, vort daglegt brauð,
oss leiðsögn holl um harmadal
og himins inn í gleðisal.

T Philipp Melankton 1551 v. 1 – Nikolaus Selnecker 1572 v. 2–7 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Ach bleib bei uns, Herr Jesu Christ / Det Lakker nu ad aften brat
L Ron Klusmeier 1990
OTTERSPOOR / How Great the Mystery of Faith
Tilvísun í annað lag 119a 119b
Eldra númer 297
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is