Sálmabók

12. Í árdagsbirtu efsta dags

1 Í árdagsbirtu efsta dags
mun augljós birtast oss
sá Guð er heimi huldist fyrr
af harðri jötu' og kross.
Þó enn sé samur og hann var
mun alskær vera hans
og sólu fegri ásýnd öll
fyrir augum sérhvers manns.

2 Í árdagsbirtu undradýrð
er upp af gröf hann stóð
og heljarbönd af heimi sleit
og hatursöfl og móð,
það aðeins trúarsjónin sá.
Nú séð fær auga hvert
í árdagsbirtu efsta dags
mun öllum opinbert.

3 Í árdagsbirtu efsta dags
við endurkomu hans
mun mætti dauðans, angist, ógn
rýmt út úr lífi manns.
Og heimar, geimar, mannsins mál,
allt merlar gleði' og trú.
Því aðventunnar ómi bæn:
Kom, ástvin, Kristur, nú!

4 Já, Kristur Jesús, kom þú skjótt,
já, kom með friðinn þinn
og lækna mig og líf mitt allt,
já, lækna heiminn þinn
sem villtur fálmar villu stig
og voða, firrtur sól.
Kom, árdagsbirta efsta dags
og unaðssælu jól.

T Forn grískur sálmur – John Brownlie 1907 – Anders Frostenson 1984 – Karl Sigurbjörnsson 1993 – Sb. 1997
Guds son en gång i morgonglans
L Enskt þjóðlag – Sullivan 1874 – Sb. 1997
NOEL / It Came Upon a Midnight Clear / The King Shall Come When Morning Dawns
Eldra númer 721
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Opb. 1.7, 22.20

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is