124. Við kross þinn, Jesú ♥
1 Við kross þinn, Jesú, jafnan
vil ég mér hæli fá.
Þar hellubjargið best ég finn
sem byggt ég traust get á.
Það hæli er í eyðimörk
svo ágæt höfn og blíð
þar sem reika' eg einn um ókunn lönd
gegnum angist, neyð og stríð.
2 Ó, hjálp í sálarhrelling,
ó, hæli sem ég fann,
við krossinn fagra frelsarans,
þar frið ég sálu vann.
Sem Jakob nætur sá í sýn
upp sólar ljúkast hvel
get ég stigann séð frá krossi Krists,
þar í kærleiks von ég dvel.
3 En skammt frá krossins skugga
ég skelfdur gröf sé nær
og dimm og geigvæn dauðans nótt
þar drunga yfir slær.
En nær mér stendur krosstákn Krists
í kærleiks ljóma fáð
eins og stjarna yfir villuveg,
þar mér veitist ljós og náð.
4 Og oft ég lít í anda
Guðs einkason á kross
við dauðans berjast dimmu kvöl
og dreyra renna foss.
Ó, hvílíkt undur, ást og náð,
sjá andans dýrsta hnoss,
fyrir mig að ljúfur lausnarinn
vildi líða dauða' á kross.
5 Til kross þíns, kæri Jesú,
ég kom og hlaut þar frið
því aldrei ég í huga hef
það hæli' að skiljast við.
Og hvað sem býður heimur mér
ég hismi met og tál
en ég hrósa mér af krossi Krists,
þar Guðs kærleik vann mín sál.