132. Sigurhátíð sæl og blíð ♥
1 Sigurhátíð sæl og blíð
ljómar nú og gleði gefur,
Guðs son dauðann sigrað hefur,
nú er blessuð náðartíð.
Nú er fagur dýrðardagur,
Drottins hljómar sigurhrós,
nú vor blómgast náðarhagur,
nú sér trúin eilíft ljós.
2 Ljósið eilíft lýsir nú
dauðans nótt og dimmar grafir.
Drottins miklu náðargjafir,
sál mín, auðmjúk þakka þú.
Fagna, Guð þér frelsi gefur
fyrir Drottin Jesúm Krist
og af náð þér heitið hefur
himnaríkis dýrðarvist.
3 Drottinn Jesú, líf og ljós
oss þín blessuð elska veitir,
öllu stríði loks þú breytir
sæluríkt í sigurhrós.
Mæðu' og neyð þín miskunn sefi,
með oss stríði kraftur þinn.
Sigur þinn oss sigur gefi,
sigurhetjan, Jesú minn.
T Páll Jónsson – Sb. 1871
L Jean B. Lully 1661 – Kingo 1674 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Rind nu op i Jesu navn/ Sommes nous pas trop heureux
Eldra númer 147
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Mark. 16.1–8