144. Í austri rís upp ársól skær ♥
1 Í austri rís upp ársól skær,
í austri sólin, Jesús kær,
úr steinþró djúpri stígur,
sú páskasólin björt og blíð
er birtist öllum kristnum lýð
og aldrei aftur hnígur.
Jesú, Jesú!
Sigur' er unninn, sól upp runnin
sannrar gleði
vina þinna grátnu geði.
2 Það ógnarbjarg er oltið frá
er yfir gröf vors Drottins lá
og gröfin opnuð aftur.
Ó, hver tók líka burt það bjarg
á brjósti mér er lá sem farg?
Það gjörði, Guð, þinn kraftur.
Jesú, Jesú!
Bjargið trausta, hetjan hrausta,
hjartakæra,
bjarg sem enginn burt skal færa.
3 Í Drottins gröf varð blítt og bjart,
þar birtust englar ljóss með skart
og ásýnd undurfríða.
Í hverri gröf sem grafin er
í gegnum myrkrið trúin sér
Guðs engla birtast blíða.
Jesú, Jesú!
Virst þeim láta' er liðna gráta
legstað yfir
engla boða' að látinn lifir.
4 Sem upp rís sól um árdagsstund
og upp rís blóm á þíðri grund
úr köldum klakahjúpi,
svo upp rís síðar eilíft ljós
og óvisnanleg himinrós
úr dauðans myrkradjúpi.
Jesú, Jesú!
Þótt ég deyi' eg óttast eigi,
æðri kraftur
leiðir mig til lífsins aftur.