Sálmabók

149b. Nú máttu ekki, María, gráta

1 Nú máttu' ekki, María, gráta,
meistarinn er ekki hér,
þar sem þú grúfir og grætur
gröfin og myrkrið er.

2 Líttu til annarrar áttar,
upp frá harmi og gröf:
Ljóminn af lífsins sigri
leiftrar um jörð og höf.

3 Sjá, já, nú sérðu, María,
sjálfur er Jesús hjá þér
upprisinn, ætlar að fæða
allt til nýs lífs með sér.

4 Syng því í sigurgleði.
Syng fyrir hvern sem er:
Kærleikans sól hefur sigrað,
sjálfur er Kristur hjá þér.

T Ylva Eggehorn 1970 – Sigurbjörn Einarsson 2008 – Vb. 2013
Gråt inte mer, Maria
L Þorkell Sigurbjörnsson 2009
Eldra númer 823
Eldra númer útskýring T
Biblíutilvísun Jóh. 20.1, 11–18

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is