Sálmabók

150. Að luktum dyrum kom lausnarinn

1 Að luktum dyrum kom lausnarinn
til lærisveinanna forðum
og bar þeim miskunnarboðskap sinn
með blessuðum friðarorðum.
Um læstar dyr kemst lausnarinn enn
Guðs lög þótt standi' í skorðum.

2 Í Eden forðum var lokuð leið
að lífsins blómguðum viði.
Kerúb með sveipanda sverð þar beið
með sínu himneska liði.
Um læstar dyr kom þar lausnarinn
og lauk upp því gullna hliði.

3 Og enn er þó harðlæst hjarta manns
og harðlega móti stríðir
og guðdómsraust eigi gegnir hans
er gjörvöll náttúran hlýðir.
Um læstar dyr kemur lausnarinn
og lýkur þó upp um síðir.

T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Christoph E.F. Weyse 1826 – PG 1861
Den signede dag med fryd vi ser
Sálmar með sama lagi 406a 649a
Eldra númer 159
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 20.19–23

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is