155. Hirðisraust þín, Herra blíði ♥
1 Hirðisraust þín, Herra blíði,
hljómi skært í eyrum mér
svo ég gjarna heyri' og hlýði
hennar kalli' og fylgi þér,
þér sem vegna þinna sauða
þitt gafst sjálfur líf í dauða,
þér sem ert mín hjálp og hlíf,
huggun, von og eilíft líf.
2 Herra minn og hirðir góði,
hjarta mitt skal prísa þig
því ég veit að þú með blóði
þínu hefur frelsað mig.
Undir hirðishendi þinni
hólpið æ er sálu minni
og þú glatar aldrei mér
ef ég hlýðinn fylgi þér.
T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Wolfgang Wessnitzer 1661 – Sb. 1871
Jesu, meines Lebens Leben
Eldra númer 161
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 10.11