Sálmabók

18. Þótt dauf sé dagsins skíma

Ljós heimsins

1 Þótt dauf sé dagsins skíma
og dimma okkur hjá
við bíðum bjartra tíma
því bráðum kemur sá
sem ljós af ljósi gefur.
Nú lífið sigrað hefur!
Við lofum hann, Guðs son,
sem gefur trú og von.

2 Við fögnum því við fáum
að halda heilög jól.
Hann kom frá himni háum
og hann er lífsins sól.
Herskarar engla' og manna
nú syngja „Hósíanna!“
Við lofum soninn þann
sem boðar kærleikann.

T Örn Arnarson 2013 – Vb. 2013
Ljós heimsins
L Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi, 1693 – Vb. 2013
Bereden väg för Herran
Eldra númer 804
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is