19. Upp, gleðjist allir, gleðjist þér ♥
1 Upp, gleðjist allir, gleðjist þér,
í Guði vorum fagna ber,
vort hjálpráð nú er nærri.
Ó, heyrið blíðan boðskap þann
að borinn er í manndóm hann
sem Guð er, himnum hærri.
2 Burt, hryggð, úr allra hjörtum nú,
kom, heilög gleði, svo í trú
vér Jesúm faðmað fáum
og elskan heit af hjartans rót
þeim himingesti taki mót
með lofsöngs hljómi háum.
3 Ó, virstu, góði Guð, þann frið
sem gleðin heims ei jafnast við
í allra sálir senda
og loks á himni lát oss fá
að lifa jólagleði þá
sem tekur aldrei enda.
T Thomas Kingo 1689 – Þorvaldur Böðvarsson – Sb. 1801 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
O gode Gud, jeg takker dig
L Niels W. Gade 1836 – JH 1885
O gode Gud, jeg takker dig / Op, glædes alle, glædes nu
Eldra númer 69
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Jóh. 1.14