Sálmabók

203. Fyrir þá alla er fá nú hvíld hjá þér

1 Fyrir þá alla' er fá nú hvíld hjá þér
en forðum trúarstyrkir börðust hér
þér vegsemd, Jesú, þökk og heiður ber.
Hallelúja, hallelúja.

2 Þú varst þeim sjálfur varnarskjólið traust,
á voðans stund þeir heyrðu þína raust
og geisli frá þér gegnum sortann braust.
Hallelúja, hallelúja.

3 Ó, mættum vér gegn heimi heyja stríð
sem helgir vottar þínir fyrr og síð
og öðlast krónu lífs er lýkur hríð.
Hallelúja, hallelúja.

4 Ó, helga sveit. Þér háu dýrðarmenn,
þér hljótið hvíld, vér berjast þurfum enn,
í Guði eitt vér erum þó í senn.
Hallelúja, hallelúja.

5 Þótt hugdirfð bregðist, hjartans kólni glóð,
ó, heyr! Í fjarska óma sigurljóð
sem hjörtun styrkja, hressa dapran móð.
Hallelúja, hallelúja.

6 Í vestri kvöldsins bjarmi boðar frið
og brátt fær hvíld hið þreytta, trúa lið
og Paradísar heilagt opnast hlið.
Hallelúja, hallelúja.

7 En sjá – þó aftur dýrri dagur skín
er Drottinn kallar trúu börnin sín
til lífs í sælu sem ei framar dvín.
Hallelúja, hallelúja.

8 Af sæ og landi, suðri´ og norðri frá
í sigurgöngu mæst er himnum á
og sungið föður, syni´ og anda þá:
Hallelúja, hallelúja.

T William W. How 1864 – Valdemar V. Snævarr, 1954 – Sb. 1972
For all the Saints
L Ralph Vaughan Williams 1906 – Vb. 1976
SINE NOMINE / For all the Saints
Eldra númer 204
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Opb. 14.13

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is