Sálmabók

221. Mín sál, þinn söngur hljómi

1 Mín sál, þinn söngur hljómi,
þinn söng lát stíga hátt
frá Herrans helgidómi
um Herrans tign og mátt.
Hann skrúði ljóss er skrýddur
og skýin vagn er hans
og himinn hár og prýddur
er höllin skaparans.

2 Hann sól oss lætur lýsa
með lífsins yl og skart
og mánann milda rísa
svo myrkrið verður bjart.
Um loft og lönd, í höfum
býr lífið ótalfalt,
allt mettast Guðs af gjöfum,
á Guð sinn vonar allt.

3 Ó, Drottinn dýrðarinnar,
þín dásöm eru verk
og vottur visku þinnar.
Þín veldishönd er sterk
og gjafmild, full af gæðum,
ó, Guð, er þessi jörð.
Lof sé þér, Herra' á hæðum,
og hjartans þakkargjörð.

T Stefán Thorarensen – Sb. 1886
L Melchior Teschner 1613 – Ssb. 1936
Valet will ich dir geben
Sálmar með sama lagi 220
Eldra númer 213a
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is